\DAN

\DAN

 
DAN PIPAR\TBWA

Digital Arts Network: Alhliða stafrænar lausnir

 

Árið 2011 reið PIPAR\TBWA á vaðið með stofnun fyrstu samfélagsmiðladeildar á landinu. Frá stofnun hefur samfélagsmiðladeildin vaxið og dafnað en nú viljum við gera gott betur og samhæfa stafrænar lausnir innan einnar deildar.

 

Við kynnum því til sögunnar DAN, Digital Arts Network Worldwide, sem er alþjóðlegt net innan TBWA-keðjunnar sem samanstendur af u.þ.b. 1000 sérfræðingum á sviði stafrænnar markaðssetningar sem deila þekkingu sinni þvert á markaði.

 

DAN leggur áherslu á að ná markmiðum með sérhæfingu en sérfræðingar DAN hjá PIPAR\TBWA starfa við samfélagsmiðla, efnismarkaðssetningu, viðmótshönnun, mobile, leitarvélabestun, vefverslun og mælingar og greiningar. DAN býður upp á alhliða stafrænar lausnir sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.