\MEDIA

Birtingaþjónusta

Auglýsing sem enginn sér er afskaplega lítils virði. Starfsfólk birtingadeildar PIPARS\TBWA sér til þess að auglýsing sé ekki framleidd án þess að tekið sé tillit til þess hvar hún muni birtast. Birtingaáætlanir og framleiðsla á auglýsingum þarf að vera nátengt og á það leggjum við mikla áherslu hér innanhúss.

Við gerð markaðsefnis er mikilvægt að byrja á því að greina markhópinn og síðan hvernig best er að ná til þessa hóps. Réttir markhópar verða að hafa tækifæri til að sjá auglýsingarnar sem að þeim er beint. Áralöng reynsla starfsfólks af birtingum og markaðsrannsóknum ásamt yfirgripsmikilli tölfræðiþekkingu nýtist við að koma til móts við þarfir ólíkra viðskiptavina.

Markmið birtingadeildarinnar er ávallt að finna hagstæðustu birtingaleiðina fyrir hvert verkefni, gera hagstæða samninga við fjölmiðla og veita faglega ráðgjöf og umsjón. Við fylgjumst auk þess náið með nýjum tækifærum og birtingaleiðum en PIPAR\TBWA sérhæfir sig einmitt í því að markaðssetja fyrirtæki á netinu og gera fyrirtæki sýnileg gagnvart sínum markhópi, sem verður æ mikilvægara í hinum stafræna heimi. 

Birtingaráðgjöf

Fagleg birtingaráðgjöf í hnotskurn

Í rétt samsettri birtingaáætlun með réttri blöndu af fjölmiðlum er haft í huga hvaða miðlar henta best til að koma skilaboðunum á framfæri til markhópsins. Ávallt þarf að hafa í huga að fjölmiðillinn og vörumerkið fari saman – það er ekki nóg að fá mikinn afslátt af birtingunni ef markhópurinn er ekki að nota fjölmiðilinn. Við þurfum því stöðugt að spyrja spurninga eins og hver er að horfa/lesa/hlusta og svo framvegis.

Auk þess að leita sífellt hagstæðustu birtingaleiða fyrir hvert verkefni og gera hagstæða samninga við fjölmiðla, fylgjumst við einnig náið með nýjum tækifærum og birtingaleiðum.

Birtingadeildin tengir saman ólíka aðila, samræmir þarfir og leitast við að sinna hagsmunum allra sem best.

 

Á endanum snýst gerð birtingaáætlana um að hámarka nýtingu auglýsingafjár fyrir viðskiptavini og skapa æskilegt áreiti fyrir hvert vörumerki með faglegum hætti.

Markaðssetning á netinu

Fyrirtæki þurfa í síauknum mæli að huga að sýnileika í hinum ört vaxandi stafræna heimi. PIPAR\TBWA sérhæfir sig í markaðssetningu fyrirtækja á netinu þar sem áhersla er lögð á að gera þau sýnilegri þar gagnvart sínum markhópi.

Lykilatriði í netmarkaðssetningu er að vera finnanlegur á netinu. Einn mikilvægur hluti þess er leitarvélabestun heimasíðna (Search Engine Optimization eða SEO) til að ná þeim ofarlega í niðurstöðum leitarvéla.

Annar stór hluti netmarkaðssetningar eru auglýsingar á Google. Þær skiptast í annars vegar kostaðar leitarniðurstöður og hins vegar vefborðaauglýsingar. Með því móti geta fyrirtæki komið einföldum skilaboðum eða herferðum til markhópsins með mjög áhrifaríkum hætti og aðeins borgað fyrir smelli (Pay pr. Click, eða PPC).  Einn stærsti kostur netauglýsinga er að við mælum árangurinn jafnóðum og getum þvi alltaf vitað hvað virkar og hvað ekki.

Enn einn hlutinn er svo markaðssetning á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum, en birtingadeildin vinnur náið með samfélagsmiðladeild PIPARS\TBWA, sem er sú stærsta sinnar tegundar á landinu.

Helstu hugtök í birtingafræðunum
 

Dekkun (reach %)
Hversu margir í markhópnum hafa möguleika á að sjá eða heyra auglýsinguna a.m.k. einu sinni á birtingatímabilinu. Dekkun er mæld í prósentum – 50% dekkun þýðir að 50% einstaklinga í markhópnum hafi tækifæri til að sjá auglýsinguna.
 

Tíðni (frequency)
Hversu oft einstaklingar í markhópi hafa möguleika á að sjá auglýsinguna. Tíðnin 2 þýðir að einstaklingar í markhópi hafi tækifæri til að sjá auglýsinguna tvisvar sinnum á tímabilinu.
 

Snertiverð (Cost Per Thousand)
Hvað það kostar í krónum að ná í einn einstakling í markhópnum – þetta er reiknað út frá kostnaði birtingar og fjölda þeirra einstaklinga sem áætlað er að horfi/hlusti/lesi, út frá fjölmiðlarannsóknum. Snertiverðið hjálpar birtingaráðgjöfum að meta hversu hagkvæm hver birting er.
 

GRP (Gross Rating Point)
Margfeldi dekkunar og tíðni. GRP-gildi er notað til að meta áreiti – því hærra GRP-gildi, því meira er áreiti auglýsingar.
 

PPC (Pay pr. Click). 
Þá greiðir auglýsandi fyrir hvern smell sem auglýsingin fær. Þetta fyrirkomulag er á Facebook- og Google-auglýsingum.

Rannsóknir

Birtingadeildin hefur aðgang að ýmsum rannsóknum, neyslu- og lífsstílskönnunum sem nauðsynlegar eru til að byggja á greiningar, ráðgjöf og birtingaáætlanir.
 
Neyslu- og lífstílskönnun Capacent er gerð einu sinni ári, en hún veitir t.d. upplýsingar um markhópa, þróun neyslu, helstu venjur og kauphegðun og þróun viðhorfa í samfélaginu.
 
Birtingadeildin styðst við tölulegar upplýsingar um áhorf, hlustun og lestur frá Capacent. Í þeim sjá birtingaráðgjafar hvaða sjónvarpsþættir eru vinsælastir á hverri stöð, hvenær dagsins er helst hlustað á útvarp og einnig hver lestur dagblaða og tímarita er. Með þessi tól og tæki til hliðsjónar er hægt að vinna heilsteypta birtingaáætlun sem hámarkar  nýtingu auglýsingafjár viðskiptavina okkar.
 

Fjölmiðakannanir Capacent:

PPM-mælingar (Portable People Meter) eru mælingar á áhorfi og hlustun á ljósvakamiðla, sem síðan er hægt að greina eftir helstu bakgrunnsbreytum. Mælingin er mjög nákvæm og fer þannig fram að um 500 manns, á aldrinum 12–80 ára, ganga með lítil tæki á sér sem nema merki frá útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Þessir mælar senda svo inn gögn á hverju kvöldi – við fáum því fersk gögn í hverri viku um áhorf – þar sem við getum reiknað út hversu hátt hlutfall er að horfa á hvaða þætti og hvernig sá hópur er samsettur.
 
Prentmælingar eru samfelld mæling yfir allt árið og niðurstöður eru gefnar út ársfjórðungslega.
 

Auglýsingamarkaðurinn:

Auglýsingamarkaðurinn mælir í hverjum mánuði allar auglýsingar sem birtast í dagblöðum og sjónvarpi, sem getur nýst vel, t.d. til að fylgjast með samkeppnisaðilum og til að bera saman markaðshlutdeild.

Starfsfólk

Aðalheiður Konráðsdóttir

Markaðsráðgjafi
893 3377 510 9000

Agga Jónsdóttir

Hönnunarstjóri

Alexandra Axelsdóttir

Birtingaráðgjafi

Anna Karen Jørgensdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Texta- og hugmyndasmiður

Ásmundur Þórðarson

Rannsóknir

Baldvin Þormóðsson

Texta- og hugmyndasmiður

Berglind Viðarsdóttir

Birtingaráðgjafi

Bjarni Ben

Markaðsráðgjafi
696 5555 510 9000

Björk Emilsdóttir

Grafískur hönnuður

Björn Daníel Svavarsson

Kvikari / 3D teiknari

Björn Jónsson

Grafískur hönnuður FÍT

Bolli Bjarnason

Texta- og hugmyndasmiður

Darri Johansen

Markaðsráðgjafi
694 8044 510 9000

Elvar Páll Sigurðsson

Ráðgjafi í stafrænni markaðssetningu \ DAN

Erla Arnbjarnardóttir

Vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi

Erla Gerður Viðarsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens

Grafískur hönnuður / kvikari

Garðar Pétursson

Grafískur hönnuður FÍT

Guðmundur Pálsson

Framkvæmdastjóri
896 0900 510 9000

Halldór R. Baldursson

Markaðsráðgjafi
693 3617 510 9000

Harpa Hlín Haraldsdóttir

Markaðsráðgjafi

Haukur Már Hauksson

Grafískur hönnuður FÍT

Heiðdís Ágústsdóttir

Móttaka
510 9000

Hekla Aðalsteinsdóttir

Texta- og hugmyndasmiður

Helgi Helgason

Markaðsráðgjafi
868 9508 510 9000

Hera Sólveig ívarsdóttir

Vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi

Hildur Halldórsdóttir

Matselja

Hilmar Sveinsson

Prentsmiður

Hólmfríður Rut Einarsdóttir

Ráðgjafi
8455688 5109000

Hrafnkell Konráðsson

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Hreiðar Júlíusson

Pródúsent\klippari

Huld Óskarsdóttir

Birtingaráðgjafi

Hulda Vigdísardóttir

Vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi

Ísak Winther

Hönnunarstjóri

Jonas Moody

Texta- og hugmyndasmiður

Kría Benediktsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Lydia Holt

Textasmiður

Marcel Deelen

Digital Art Director

Pétur Guðmundsson

Grafískur hönnuður FÍT

Rannveig Tryggvadóttir

Framkvæmdastjóri PIPAR\MEDIA

Sævar Sigurgeirsson

Texta- og hugmyndasmiður

Selma Rut Þorsteinsdóttir

Hönnunarstjóri

Snæbjörn Ragnarsson

Samfélagsráðgjafi

Snorri Sturluson

Leikstjóri/hugmyndasmiður

Svanþór Laxdal

Fjármálastjóri

Svavar Örn Eysteinsson

Kerfisstjóri

Sylvía Kristjánsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Tinna Ólafsdóttir

Texta- og hugmyndasmiður

Tómas Ingi Ragnarsson

Grafískur hönnuður FÍT / kvikari

Tryggvi T. Tryggvason

Grafískur hönnuður FÍT

Valgeir Magnússon

Starfandi stjórnarformaður
892 1242

Valgerður Gunnarsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Vigdís Jóhannsdóttir

Aðstoðarframkvæmdastjóri
697 4630 510 9000
Back to top