\MEDIA

Birtingaráðgjöf

Fagleg birtingaráðgjöf í hnotskurn

Í rétt samsettri birtingaáætlun með réttri blöndu af fjölmiðlum er haft í huga hvaða miðlar henta best til að koma skilaboðunum á framfæri til markhópsins. Ávallt þarf að hafa í huga að fjölmiðillinn og vörumerkið fari saman – það er ekki nóg að fá mikinn afslátt af birtingunni ef markhópurinn er ekki að nota fjölmiðilinn. Við þurfum því stöðugt að spyrja spurninga eins og hver er að horfa/lesa/hlusta og svo framvegis.

Auk þess að leita sífellt hagstæðustu birtingaleiða fyrir hvert verkefni og gera hagstæða samninga við fjölmiðla, fylgjumst við einnig náið með nýjum tækifærum og birtingaleiðum.

Birtingadeildin tengir saman ólíka aðila, samræmir þarfir og leitast við að sinna hagsmunum allra sem best.

 

Á endanum snýst gerð birtingaáætlana um að hámarka nýtingu auglýsingafjár fyrir viðskiptavini og skapa æskilegt áreiti fyrir hvert vörumerki með faglegum hætti.