\MEDIA

Birtingaþjónusta

Auglýsing sem enginn sér er afskaplega lítils virði. Starfsfólk birtingadeildar PIPARS\TBWA sér til þess að auglýsing sé ekki framleidd án þess að tekið sé tillit til þess hvar hún muni birtast. Birtingaáætlanir og framleiðsla á auglýsingum þarf að vera nátengt og á það leggjum við mikla áherslu hér innanhúss.

Við gerð markaðsefnis er mikilvægt að byrja á því að greina markhópinn og síðan hvernig best er að ná til þessa hóps. Réttir markhópar verða að hafa tækifæri til að sjá auglýsingarnar sem að þeim er beint. Áralöng reynsla starfsfólks af birtingum og markaðsrannsóknum ásamt yfirgripsmikilli tölfræðiþekkingu nýtist við að koma til móts við þarfir ólíkra viðskiptavina.

Markmið birtingadeildarinnar er ávallt að finna hagstæðustu birtingaleiðina fyrir hvert verkefni, gera hagstæða samninga við fjölmiðla og veita faglega ráðgjöf og umsjón. Við fylgjumst auk þess náið með nýjum tækifærum og birtingaleiðum en PIPAR\TBWA sérhæfir sig einmitt í því að markaðssetja fyrirtæki á netinu og gera fyrirtæki sýnileg gagnvart sínum markhópi, sem verður æ mikilvægara í hinum stafræna heimi.