\MEDIA

Markaðssetning á netinu

Fyrirtæki þurfa í síauknum mæli að huga að sýnileika í hinum ört vaxandi stafræna heimi. PIPAR\TBWA sérhæfir sig í markaðssetningu fyrirtækja á netinu þar sem áhersla er lögð á að gera þau sýnilegri þar gagnvart sínum markhópi.

Lykilatriði í netmarkaðssetningu er að vera finnanlegur á netinu. Einn mikilvægur hluti þess er leitarvélabestun heimasíðna (Search Engine Optimization eða SEO) til að ná þeim ofarlega í niðurstöðum leitarvéla.

Annar stór hluti netmarkaðssetningar eru auglýsingar á Google. Þær skiptast í annars vegar kostaðar leitarniðurstöður og hins vegar vefborðaauglýsingar. Með því móti geta fyrirtæki komið einföldum skilaboðum eða herferðum til markhópsins með mjög áhrifaríkum hætti og aðeins borgað fyrir smelli (Pay pr. Click, eða PPC).  Einn stærsti kostur netauglýsinga er að við mælum árangurinn jafnóðum og getum þvi alltaf vitað hvað virkar og hvað ekki.

Enn einn hlutinn er svo markaðssetning á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum, en birtingadeildin vinnur náið með samfélagsmiðladeild PIPARS\TBWA, sem er sú stærsta sinnar tegundar á landinu.

Helstu hugtök í birtingafræðunum
 

Dekkun (reach %)
Hversu margir í markhópnum hafa möguleika á að sjá eða heyra auglýsinguna a.m.k. einu sinni á birtingatímabilinu. Dekkun er mæld í prósentum – 50% dekkun þýðir að 50% einstaklinga í markhópnum hafi tækifæri til að sjá auglýsinguna.
 

Tíðni (frequency)
Hversu oft einstaklingar í markhópi hafa möguleika á að sjá auglýsinguna. Tíðnin 2 þýðir að einstaklingar í markhópi hafi tækifæri til að sjá auglýsinguna tvisvar sinnum á tímabilinu.
 

Snertiverð (Cost Per Thousand)
Hvað það kostar í krónum að ná í einn einstakling í markhópnum – þetta er reiknað út frá kostnaði birtingar og fjölda þeirra einstaklinga sem áætlað er að horfi/hlusti/lesi, út frá fjölmiðlarannsóknum. Snertiverðið hjálpar birtingaráðgjöfum að meta hversu hagkvæm hver birting er.
 

GRP (Gross Rating Point)
Margfeldi dekkunar og tíðni. GRP-gildi er notað til að meta áreiti – því hærra GRP-gildi, því meira er áreiti auglýsingar.
 

PPC (Pay pr. Click). 
Þá greiðir auglýsandi fyrir hvern smell sem auglýsingin fær. Þetta fyrirkomulag er á Facebook- og Google-auglýsingum.