\MEDIA

Rannsóknir

Birtingadeildin hefur aðgang að ýmsum rannsóknum, neyslu- og lífsstílskönnunum sem nauðsynlegar eru til að byggja á greiningar, ráðgjöf og birtingaáætlanir.
 
Neyslu- og lífstílskönnun Capacent er gerð einu sinni ári, en hún veitir t.d. upplýsingar um markhópa, þróun neyslu, helstu venjur og kauphegðun og þróun viðhorfa í samfélaginu.
 
Birtingadeildin styðst við tölulegar upplýsingar um áhorf, hlustun og lestur frá Capacent. Í þeim sjá birtingaráðgjafar hvaða sjónvarpsþættir eru vinsælastir á hverri stöð, hvenær dagsins er helst hlustað á útvarp og einnig hver lestur dagblaða og tímarita er. Með þessi tól og tæki til hliðsjónar er hægt að vinna heilsteypta birtingaáætlun sem hámarkar  nýtingu auglýsingafjár viðskiptavina okkar.
 

Fjölmiðakannanir Capacent:

PPM-mælingar (Portable People Meter) eru mælingar á áhorfi og hlustun á ljósvakamiðla, sem síðan er hægt að greina eftir helstu bakgrunnsbreytum. Mælingin er mjög nákvæm og fer þannig fram að um 500 manns, á aldrinum 12–80 ára, ganga með lítil tæki á sér sem nema merki frá útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Þessir mælar senda svo inn gögn á hverju kvöldi – við fáum því fersk gögn í hverri viku um áhorf – þar sem við getum reiknað út hversu hátt hlutfall er að horfa á hvaða þætti og hvernig sá hópur er samsettur.
 
Prentmælingar eru samfelld mæling yfir allt árið og niðurstöður eru gefnar út ársfjórðungslega.
 

Auglýsingamarkaðurinn:

Auglýsingamarkaðurinn mælir í hverjum mánuði allar auglýsingar sem birtast í dagblöðum og sjónvarpi, sem getur nýst vel, t.d. til að fylgjast með samkeppnisaðilum og til að bera saman markaðshlutdeild.