Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#18 – 04.08.11

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

„Hvaða lag vilt þú heyra á meðan þú dælir?“
Vinsældalisti Óttars Bender
Óttar Bender, eini starfsmaður ÓB, situr ekki aðgerðalaus. Frá því hann tók til starfa hefur hann m.a. boðið 10 króna afslátt og fjórfalda vildarpunkta og nú vill hann gera upplifun viðskiptavina enn betri með góðri tónlist. Á Facebook er öllum velkomið að senda Óttari lag, en á morgun mun heppinn þátttakandi hljóta 10.000 kr. eldsneytisinneign.

Óttar kynnir vinsældalistann:

http://www.youtube.com/ottarbender
Hér getur þú sent honum lag: http://www.facebook.com/pages/ÓB-Ódýrt-bensínMilljónaveltan – 50 milljónir
 

Milljónirnar velta
Milljónavelta Happdrættis Háskólans hefur sannarlega slegið í gegn. Smiðurinn okkar þarf orðið að smíða nýja milljónatölu í hverjum mánuði en aðalvinningur er nú orðinn heilar 50 milljónir. Dregið verður 24. ágúst nk. Í júlí efndi happdrættið til milljónaleiks á Facebook þar sem 10 heppnir unnu miða í Milljónaveltuna.
http://www.youtube.com/watch?v=JCtZBhifCoI


Viltu vinna Nokia N8?
 

Facebook-leikur Nokia á Íslandi
Ljósmyndasamkeppni Nokia N8 hefur farið mjög vel af stað á www.n8.is. Þriggja manna dómnefnd velur bestu myndirnar, en úrslit verða tilkynnt þann 16. september. Ljósmyndakeppnin er ekki eini leikurinn sem Nokia á Íslandi stendur fyrir, en síðastliðinn mánudag hófst sérstakur Facebook-leikur þar sem Nokia N8 snjallsími er í aðalverðlaun.
http://www.facebook.com/NokiaISL


Gömul og góð frá starfsfólki

Atlantsskip

Atlantsskip flytja vörur

Forsvarsmenn Atlantsskipa komu til okkar þegar stofan var mjög lítil. Fyrir Atlantsskip gerðum við allt frá merki og fyrstu nafnspjöldum til stórra herferða þegar fyrirtækið hafði stækkað. Þessa auglýsingu gerðum við á gullaldarárum Atlantsskipa. Valgeir Magnússon gerði handritið og leikstjóri var Gunnar Björn Guðmundsson. Þeir Tveir framleiddu. Merki Atlantsskipa hannaði Siggi Hlö.
http://www.youtube.com/watch?v=CBc1OHmV-90
„Apps“

Handtöskur, hattar, húfur, skartgripir, úr, hárskraut og sólgleraugu eru aukahlutir sem við setjum á okkur, sumt kannski til þæginda en annað jafnvel til að fullkomna ákveðið útlit, setja punktinn yfir i-ið ef svo mætti segja. Símarnir okkar gera það sama. Fyrir þá allra nægjusömustu dugar að geta hringt í mömmu, en fyrir aðra er sérstaklega mikilvægt að geta hlaðið bæði gagnlegum og gagnslausum aukahugbúnaði (apps) í Nokia, iPhone og Android-símana. Hið sama má segja um iPad-tölvurnar og Facebook-síðurnar okkar. Þar bætast við „öpp“ á hverjum degi, sum gáfulegri og nytsamlegri en önnur.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Coca-Cola Summer Love

FaceLook

Í sumar gátu gestir á viðburðum Coca-Cola í Ísrael deilt reynslu sinni beint á Facebook. Það gerðu þeir með því að horfa í sérstakar vélar sem skönnuðu andlit og tengdust síðan Facebook-síðu viðkomandi. Auglýsingastofan Publicis e-dologic, sem sérhæfir sig í markaðssetningu á stafrænum miðlum, sá um herlegheitin. Á Facebook gátu notendur einnig opnað á búnaðinn með því að skrá sig sem þátttakendur á ákveðnum viðburðum. Þegar á staðinn var komið gátu þeir breytt stöðu sinni með því einu að horfa í vélina.

http://www.youtube.com/watch?v=uGsDMgkj5b0BandPage – RootMusic

BandPage

BandPage er meðal vinsælustu aukaforrita á Facebook. Tónlistarmenn og hljómsveitir geta með BandPage búið til sérstakar síður þar sem aðdáendur finna auðveldlega tónlist, myndir, myndbönd, upplýsingar um viðburði og ýmislegt fleira. Allar þessar upplýsingar geta þeir síðan sent á vegg eða beint til ákveðinna vina eða vandamanna. Fyrir utan augljósa markaðssetningu tónlistarinnar hefur margsannast að tónlistarbransinn hefur einnig gríðarlega möguleika fyrir aðra markaðssetningu, t.d. í vöruinnsetningu í tónlistarmyndböndum og baksviðsborðum á tónleikum.

http://www.youtube.com/watch?v=2h64tZfNZ3IBoost your beauty – Allure medical spa

Boost your beauty

Fyrirtækið Pixineers virðist aldeilis hafa dottið í lukkupottinn þegar það þróaði netforritið FaceTouchUp. Forritið nota þeir sem grunn fyrir hugbúnað í síma sem gerir notendum kleift að sjá hvernig þeir myndu líta út eftir lýtaaðgerð. Lýtalæknar víðsvegar í Bandaríkjunum hafa fengið fyrirtækið til að sníða búnaðinn að upplýsingum, verðskrám og þjónustuframboði sínu. Þegar notandinn hefur leikið sér að því að minnka nef sitt eða móta línurnar, getur hann svo sent upplýsingabeiðni eða beiðni um verðtilboð beint til viðkomandi fyrirtækis.

http://www.pixineers.com/boost-your-beauty.htmlWord Lens orðabók

Word Lens

Word Lens er orðabók sem virkar í iPhone og iPad. Í grunnforritinu geta notendur ruglað stöfum og strokað út orð og sennilega er það nú ansi tilgangslaust svona til langs tíma, en þegar orðabækurnar hafa verið keyptar er lítið mál að þýða skilti og matseðla í öðrum löndum með því einu að beina myndavél símans að textanum. Enn sem komið er má einungis fá ensk-spænska og spænsk-enska orðabók en þegar forritið hefur þróast og fleiri tungumál bæst við geta auglýsingaskilti náð til mun stærri hóps en áður.

http://www.youtube.com/watch?v=h2OfQdYrHRs
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 www.pipar-tbwa.is

© 2011 - PIPAR\TBWA


Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101