Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#19 – 01.09.11

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Tryggðu þér sæti í vetur
Þjóðleikhúsið 20112012
Þjóðleikhúsið kom í viðskipti til okkar í vor og nú er nýtt, fjölbreytt og spennandi leikár skriðið í gang. Bæklingur er kominn í hús, veggspjöld komin úr prentun, prentauglýsingar birtar, strætóskýli merkt og sjónvarpsauglýsingar í renderingu. Opinn dagur um liðna helgi, 27. ágúst sl., heppnaðist vel. Gestir og gangandi kíktu baksviðs og framsviðs, hittu persónur og leikendur og gæddu sér á grilluðum pylsum. Nú er um að gera að tryggja sér sæti í vetur, leikhúskortin fást hér.

http://issuu.com/leikhusid
/docs/leikhusbaekl_2011-2012Grillveisla í Goðheimum
 

Goði grillar fyrir Goðheima
Í sumar hefur Goði efnt til skemmtilegra leikja á Facebook. Þátttaka hefur verið mjög góð og hafa þátttakendur í leikjunum unnið til glæsilegra verðlauna. Þeirra á meðal er Dagný Baldvinsdóttir sem vann grillveislu fyrir götuna sína, Goðheima í Reykjavík. Goði sló upp veislu fyrir Dagnýju og aðra íbúa götunnar þann 12. ágúst sl.

http://vimeo.com/27899627


Stimpilleik Olís lokið
 

Metþátttaka í Ævintýraeyjunni
Ævintýraeyjunni, hinum sívinsæla stimpilleik Olís, lauk á Menningarnótt með útdrætti á risavinningum og húllumhæi á Höfðatúni. Hinn ævintýraferðaglaði stimpilsafnari Sverrir Þór Sverrisson hefur því lokið máli sínu í bili og niðurstaðan er frábær; metþátttaka í leiknum frá upphafi.

http://www.youtube.com
/watch?v=CO1WOLSHxg8


Gömul og góð frá starfsfólki

Nýir upptakarar!

Egils upptakarar

Árið 1988 urðu tímamót í sögu gosdrykkja á Íslandi. Þá innleiddi Ölgerðin, fyrst íslenskra framleiðenda, nýja gerð gosdósa með áföstum „upptakara“. Auglýsingin okkar var gerð á auglýsingastofunni Yddu, en handritið skrifaði okkar eini sanni Tryggvi Tryggvason ásamt Birgi Ingólfssyni. Og auglýsingin tengist starfsfólkinu okkar enn frekar þar sem hinn ungi Haukur Már Hauksson sýnir snilldarleik sem þyrstur ungur maður. Leikstjórn var í höndum Þórhalls Sigurðssonar og um kvikmyndatöku sá Karl Óskarsson í Frost film.

http://www.youtube.com
/watch?v=BEUTAPaKJFc

Listin að auglýsa

Auglýsingar bjóða augljóslega upp á þann möguleika að sameina ólík listform á einum stað, t.a.m. tónlist og leiklist, myndlist og ritlist. Í auglýsingum mætast listformin í nútímaverkum sem lýsa tíðaranda hverrar kynslóðar fyrir sig. Sumar þeirra hverfa fljótlega eftir að þær birtast en aðrar lifa áfram og verða með tímanum sígild listaverk. Vissulega liggja að baki þeirra mikil vísindi byggð á markhópum, tölum og staðreyndum og í huga sumra eru þær jafnvel álitnar hefta skapandi hugsun með þeim tilgangi að markaðsvæða og selja. Líklega er það þó mesta listin að setja formin saman innan ramma þeirra markaðsaðferða sem virka.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Gulp. The world's largest stop-motion animation shot on a Nokia N8

„Gulp“ – Nokia N8

Stuttmyndin „Gulp“ var frumsýnd fyrir stuttu og er skráð í heimsmetabók Guinness fyrir stærstu leikmynd „stop-motion“ teiknimyndar (largest stop-motion animation set). Það er ekki bara leikmyndin sem gerir myndina ansi magnaða heldur líka sú staðreynd að hún er öll tekin á Nokia N8 snjallsíma. Tvíeykið Sumo Science hjá Aardman, sem gerir m.a. þættina um hrútinn Hrein (Shaun the Sheep) og Wallace og Gromit, leikstýrði myndinni og snillingarnir hjá Sandinyoureye sáu um sandlistaverkin sem í henni birtast. „Gulp“ er ekki eina heimsmetsmyndin sem félagarnir í Sumo Science hafa gert með Nokia N8 en mynd þeirra „Dot“ skartaði í aðalhlutverki minnstu „stop-motion“ persónu í heimi.

Gulp
http://www.vimeo.com/26877221

Gerð myndarinnar
http://www.vimeo.com/27019750Absolut Blank

Absolut Blank

Frá árinu 1985 hefur Absolut Vodka nánast óslitið starfað með listamönnum að hinum ýmsu verkefnum. Þetta ár teiknaði Andy Warhol fyrsta verkið í listaverkasafni Absolut sem hefur stækkað mjög á þessum 26 árum, myndirnar eru víst orðnar rúmlega 800. Síðastliðin tvö ár hefur Absolut þar að auki veitt listamönnum verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í listrænu starfi í heiminum. Í vor setti Absolut af stað verkefni sem kallast Absolut Blank. Þátttakendur í verkefninu voru 20 listamenn og -hópar sem fengu það verkefni að skreyta flöskuna. Fyrirmælin voru einföld: „Gerðu það sem þú vilt.“

http://www.youtube.com/watch?v=QqC0dvN7U3U&NR=1Inkling

Inkling

Inkling er lítið apparat fyrir þá sem hafa sérstaklega gaman af að teikna. Tækinu fylgir sérstakur penni sem gerir það að verkum að tækið les teikningu á pappír og þegar það er tengt við tölvu flytur það myndirnar inn í hana. Það er ekki það eina sem það gerir, tækið getur flutt myndirnar í lögum og sem vektorteikningar beint inn í hönnunarforrit. Hjá okkur eru hönnuðir sem margir hverjir eru afar færir í handteikningu og fyrir þá er tæki sem þetta afar spennandi kostur, eða eins og einn þeirra sagði: „snilld vikunnar“.

http://www.youtube.com/watch?v=3fQe0YSLm88SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Nýtt á Facebook


Breytingar á Facebook

Fyrir rúmri viku tilkynnti Facebook yfirvofandi breytingar á virkni vefsins. Flestar eru til þess ætlaðar að notendur geti ráðið frekar hverjir sjá hvað. Að miklu leyti er um færslu að ræða, þ.e. stillingar sem voru mögulegar en mörgum ókunnar vegna þess að þær leyndust einhvers staðar á bakvið. Þannig á að vera hægt að stýra með einum smelli hverjir sjá það sem viðkomandi setur inn á Facebook-síðu sína. Þá verður einnig hægt að stjórna hvað birtist af efni frá öðrum, merktar myndir er t.d. hægt að samþykkja áður en þær birtast. Af öðrum breytingum má nefna að „Places“ verður hægt að nota hvar sem er og á hvaða tæki sem er, þ.e. það skiptir ekki máli hvort viðkomandi notar snjallsíma eða tölvu, möguleikinn er alltaf til staðar. Að auki virkar „Places“ með öðrum aðgerðum, t.d. þegar staða er uppfærð eða mynd sett inn. Breytingarnar hafa komið inn hægt og rólega síðustu daga og einhverjar þeirra koma á næstu dögum. Nánari útlistun á breytingunum er að finna á meðfylgjandi síðu.

http://blog.facebook.com/blog.php?post=1015025186779713
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 www.pipar-tbwa.is

© 2011 - PIPAR\TBWA


Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101