Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#20 – 06.10.11

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Dans, dans, dans
Dans, dans, dans á Facebook
Við önnuðumst öll kynningarmál og almannatengsl fyrir dansprufur vegna sjónvarpsþáttarins Dans, dans, dans. Að auki sér Samfélagið, „social media“-deildin okkar, um Facebook-síðu þáttarins. Samstarfið hófst fyrir rúmum mánuði og meðal þess sem deildin hefur unnið fyrir síðuna er skráningarform fyrir dansprufur sem fóru fram í Laugardalshöllinni síðastliðna helgi, 1. og 2. október. Skráningarformið er ein af fjölmörgum nýjungum sem við bjóðum upp á, en með því geta notendur t.a.m. skráð sig á póstlista, pantað tíma og haft samband við viðkomandi fyrirtæki.

http://www.facebook.com
/dansdansdans


Listaverkið
 

Listaverkið í Þjóðleikhúsinu
Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins hefur slegið öll met. Allt auglýsingaefni Þjóðleikhússins í ár var unnið hér en þar má m.a. nefna veggspjöld, bæklinga og sjónvarpsauglýsingar. Miðasala fyrir leiksýninguna Listaverkið hefur verið með eindæmum góð en áður en sýningar hófust var búið að bæta við aukasýningum og sérstökum aukasýningum. Nú er svo komið að örfá sæti eru laus á örfáum sýningum en verkið verður aðeins sýnt í október. Þjóðleikhúsið hefur lengt sölutíma leikhúskortanna til 15. október nk.

http://www.youtube.com
/watch?v=El_trGlT6Yw


Sif Cosmetics
 

EGF dagkrem frá Sif Cosmetics
Um miðjan september kom á markaðinn nýtt dagkrem frá Sif Cosmetics. Dagkremið er að sjálfsögðu notað á daginn á móti EGF húðdropunum sem eru notaðir á nóttunni, en droparnir hafa eins og kunnugt er slegið í gegn meðal íslensku kvenþjóðarinnar. Auglýsingar, umbúðir, standar og annað kynningarefni fyrir kremið var unnið í sama útliti og droparnir enda vörurnar nátengdar. Fyrsti skammtur af kreminu er uppseldur hjá Sif Cosmetics en von er á nýjum skammti innan tíðar.

http://www.sifcosmetics.is


Gömul og góð frá starfsfólki

Slangur

Slangurorðabókin

Gamla auglýsingin að þessu sinni var ekki gerð hjá okkur, en við eigum í henni fulltrúa. Afmælisbarn dagsins, Helgi Helgason viðskiptastjóri og hugmyndasmiður, sýnir hér fáheyrð snilldartilþrif í leik. Varan er Slangurorðabókin, sem þá var nýútkomin og árið er 1982. Til hamingju með daginn Helgi! Við diggum þig og myndum fíla það ef þú kýldir á köku í dag!

http://kvikmynd.is/mynd/?v=740
Blessuð blíðan

Íslendingar eru með veðrið á heilanum. Það er þó sennilega meira af nauðsyn en áhuga þar sem veðrið hérna á skerinu getur breyst á örskotsstundu frá blankalogni í blindöskubyl. Hér eru veðursælir staðir og rokrassgöt en besta veðrið er alltaf fyrir norðan, sunnan, austan eða vestan allt eftir því hver talar. Hér getur himininn verið svo heiður og blár og þokan á hálendinu svo þykk að ratvísustu menn tapa áttum og missa alla tilfinningu fyrir því hvað er upp og hvað er niður. Veðrið og árstíðirnar hafa líka áhrif á auglýsingarnar. Ósköp fáum dettur í hug að auglýsa bikini í djúpri haustlægð og enn færri leggja í að auglýsa kuldagallana á börnin í hitabylgju í júlí.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
John Lewis

Veðurstýrðir netborðar

Eitt það fyrsta sem við lærum sem börn er að klæða okkur eftir veðri. Þar áður lærum við setninguna: „Klæddu þig vel“. Ömmur og mömmur klifa á því stanslaust að okkur megi ekki verða kalt og þess vegna erum við dúðuð í síðermabol, peysu, lopapeysu og úlpu um leið og fer að blása. Í vor gerði hönnunarfyrirtækið Unit9 vefborða fyrir auglýsingastofuna Adam&Eve fyrir hönd tískuverslunarinnar John Lewis. Vefborðana, sem sýna vortískuna 2011, tengdi fyrirtækið við veðurspár þannig að sá sem skoðaði sæi alltaf þann klæðnað sem hentaði miðað við veðrið á staðnum hverju sinni. Svo var hægt að deila ákveðnum vörum á samfélagsvefjum og senda þær í tölvupósti.

http://www.unit9.com/johnlewisbanners
Be One Step Ahead

Veðurspáin

Á Íslandi vitum við nákvæmlega hvar við fáum upplýsingar um veður og veðurspá. Við skoðum veðurkort á netinu eða horfum á veðurfréttirnar í sjónvarpinu, mörg okkar á báðum stöðvum. Hér á Íslandi þarf ekki að auglýsa veðurfréttirnar, við vitum svona nokkurn veginn hvenær þær birtast. Í útlöndum keppast sjónvarpsstöðvarnar hins vegar um þá sem horfa á og skoða veðurfréttir og veðurspár. Í Bretlandi þarf greinilega að benda fólki á að hugsa um veðrið og klæða sig eftir því. Meðfylgjandi auglýsing er frá breska ríkisútvarpinu (BBC) og auglýsir veðurvef fyrirtækisins.

http://www.youtube.com/watch?v=f7_PqXdugQEtripyourface.com

Hvert viltu fara?

Þegar veðrið er farið að fara í taugarnar á okkur og við höfum fengið nóg af „þessu skítaveðri“ alltaf hreint er freistandi að stökkva bara frá öllu saman og fara bara til útlanda. Bara eitthvert þar sem veðrið er mun betra en hér. Trip your face er herferð Hotels.com, sem býður upp á að bóka hótelherbergi á rúmlega 140.000 hótelum í meira en 60 löndum. Þegar ferðalöngunin kemur yfir mann er hægt að upplifa fjörið í New York, París eða Las Vegas. Vefurinn tripyourface.com getur tengst Facebook-síðu „ferðalangsins“ og þannig getur hann valið hverja hann vill hafa með í ferðalagið sem getur orðið ansi skrautlegt.

http://www.tripyourface.comSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Premium auglýsingar


Facebook – „premium“

Í kjölfar breytinga á notendasíðum á Facebook verða gerðar ákveðnar breytingar á auglýsingum og notendaviðmóti fyrirtækja og auglýsenda. Hægt verður að setja inn svokallaðar „premium“-auglýsingar, t.d. stórar myndir og myndbönd. Auglýsingarnar geta að auki orðið að samtali þar sem markhópurinn getur tjáð sig beint um auglýsinguna, vöruna, fyrirtækið eða bara hvað sem er í auglýsingarýminu. Hvernig það virkar sést hægra megin á myndinni hér fyrir ofan. Þessi möguleiki verður aðeins í boði fyrir auglýsendur sem eyða dágóðum fjármunum í auglýsingar á Facebook.

http://mashable.com/2011/10/02/facebook-expandable-ad-unit/

Facebook insights


Facebook – „people talking about“

Innra viðmót síðu mun einnig breytast eins og sést hér á myndinni. Meiri og ítarlegri upplýsingar um virkni verða aðgengilegar og meðal upplýsinga sem bætast við eru tölur sem sýna hvort og þá hversu margir tala um vöruna, merkið eða fyrirtækið. Líklegt þykir að fyrirtæki keppist við að hafa sem hæsta tölu í „people talking about“ frekar en „likes“. Það verður því enn mikilvægara að búa til umræðu um fyrirtækið eða vöruna á samfélagsvefjunum.

http://www.simplyzesty.com/facebook/facebook-introduces-
new-ads-and-insights-what-they-mean-for-brands/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 www.pipar-tbwa.is

© 2011 - PIPAR\TBWA


Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101