Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#21 – 03.11.11

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Finndu þína sælkerablöndu
Kreistu pokann
Te & Kaffi hefur nú sett í verslanir 5 nýjar Sælkerablöndur sem sameina flest það besta sem býðst í kaffiheiminum, bæði hvað varðar baunir og vinnsluaðferðir. Blöndurnar eru í nýjum og fallegum umbúðum með einstreymisventli, svo hægt er að kreista pokann mjúklega og finna kaffiilminn, án þess að það hafi nokkur áhrif á gæði innihaldsins. Við framleiddum 5 sjónvarpsauglýsingar sem Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrði.

http://youtu.be/2KtKL_N14jk


Deluxe 20 ára
 

Nýdönsk á Facebook
Fimmtudaginn 17. nóvember fagnar hljómsveitin Nýdönsk 20 ára útgáfuafmæli plötunnar Deluxe með tónleikum í Borgarleikhúsinu. Af því tilefni höfum við nú sett af stað leik á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Fimm geta unnið miða fyrir tvo á tónleikana, en hverjum miða fylgir að auki ókeypis niðurhal á plötunni af tónlist.is.

http://www.facebook.com/nydonsk


Ballerina – frá enni í munn

 

Ballerina
Í sumar efndum við til myndbandaleiks fyrir Ballerina-kex. Þátttakendur sendu inn myndbönd af sér koma Ballerina-kexi frá enni í munn, sumir hverjir gerðu það með stórkostlegum tilþrifum og mikilli útsjónarsemi. Myndböndin rötuðu öll í auglýsingu sem birtist fyrir skömmu í sjónvarpi og á Facebook-síðu Ballerina.

http://youtu.be/u5Jaodi18rk


Hugur/Ax

 

Til hamingju TOK
TOK bókhaldskerfið frá Hug/Ax fagnar 30 ára afmæli í ár, en það var á sínum tíma sérhannað fyrir íslenskt atvinnuumhverfi og hefur verið eitt það vinsælasta meðal íslenskra fyrirtækja æ síðan. Hér unnum við sjónvarpsauglýsingu, prentauglýsingar og netborða í tilefni afmælisins.

http://youtu.be/7054qwBFhyw


Gömul og góð frá starfsfólki

Verslunarbankinn

Tækifæris tékkareikningur

Í kringum 1986 skrifaði hönnunarstjórinn okkar, Tryggvi Tryggvason, handrit þessarar gömlu auglýsingar ásamt Birgi Ingólfssyni á AUK hf., Auglýsingastofu Kristínar. Auglýsingin kynnir Tækifæris tékkareikning Verzlunarbankans sem ásamt Alþýðu-, Iðnaðar- og Útvegsbankanum varð seinna að Íslandsbanka. Framleiðandi var Frost film.

http://kvikmynd.is/mynd/?v=1461
Fimmtudagsrúnturinn

Samkvæmt Hagstofu Íslands voru skráðir fólksbílar 206.652 í fyrra. Það hefur greinilega farið vel um okkur í bílunum því fjöldi íbúa á hvern fólksbíl var 1,6 sama ár. En hvað sem öllum nýskráningum líður birtast bílaauglýsingar á hverjum degi. Hvern einasta dag fáum við að heyra hversu umhverfisvænn, fjölskylduvænn og hagkvæmur hinn og þessi bíllinn er. Þess vegna förum við á fimmtudagsrúntinn.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
John Lewis

Volkswagen Jetta

Hvað myndir þú gefa fyrir draumabílinn? Nokkrar krónur? Milljónir?  Annan handlegginn eða báða? Það sem gerir þig einstaka(n), það eina sem skilur þig frá fjöldanum? Ný auglýsing frá Volkswagen sýnir nákvæmlega þetta. Volkswagen Jetta er víst svo magnaður bíll að fólk er tilbúið til að fórna ýmsu til að eignast hann. Og það hiklaust án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikið kemst í farangursgeymsluna, hvernig hann fer með umhverfið og andrúmsloftið, hversu miklu eldsneyti hann eyðir á hundraði eða hvað hann kostar. En hvað skiptir svo sem máli þegar þú bara verður að eignast draumabílinn?

http://www.youtube.com/watch?v=1EpE-kSECaA
Chevy Sonic Stunts

Chevy Sonic

Margar bílaauglýsingar ganga út á að gera viðkomandi bíltegund að einhvers konar tákni fyrir stöðu, áhugamál, skoðanir og hugarfar ökumannsins. Chevy Sonic virðist aldeilis vera hipp og kúl og flippaður smábíll fyrir ofurhuga sem þurfa bíl sem gerir hvað sem er og fer hvert sem er. Þá sem vilja hafa takmarkalaust frelsi til að gera hvað sem þeim dettur í hug. Það er algjör óþarfi að minnast á umhverfi, mengun, kostnað, eyðslu eða rými. Og kannski er ekki vitlaust að sleppa því öllu, það er margbúið að segja okkur í auglýsingum að smábílarnir séu mun stærri að innan en þeir eru að utan. Kaupandinn er mun líklegri til að benda vinum sínum á að Chevy Sonic hafi farið í fallhlífarstökk en að í hann hafi komist heil þrjú golfsett.

http://www.youtube.com/chevrolet?x=us_showcase_1577Forza Motorsport 4

Tegund í útrýmingarhættu

Þegar bílaauglýsingar sem sýna tiltekna bíltegund í akstri er yfirleitt tekið fram að bifreiðunum hafi verið ekið af atvinnuökumönnum í stýrðum aðstæðum. Þess vegna eru ekki fleiri bílar á ferð þegar ekið er á ofsahraða í skóginum eða á þrönga veginum sem liggur hátt upp í Alpana. Og þó við viljum öll vita hversu hratt bíllinn kemst og hversu fljótur hann er að fara í hundrað til að geta rætt það aðeins við vini sem kunna allt um bíla erum við þó fá sem nýtum afl vélarinnar fulls. Það er einfaldlega ekki hægt utan kappakstursbrauta. Nema kannski ef maður á Xbox 360 leikjatölvu.

http://www.youtube.com/watch?v=PvimE0aNFOg
SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Google Ads Preferences


Auglýsingar á Google

Samfélagsmiðlar hafa orðið til þess að virkni auglýsinga er að miklu leyti í höndum markhópsins, enda hefur hann orðið mun meira að segja um hvað hann skoðar, hvenær og hvers vegna. Google hefur nú gert notendum sínum kleift að sjá hvernig þeir eru valdir í markhópa auglýsenda, þ.e. af hverju nákvæmlega þessar auglýsingar birtast þegar hann leitar á Google eða opnar tölvupóstinn. Við auglýsingarnar eru nú komin spurningin: „Why this ad?“ Þegar smellt er á spurninguna segir Google notandanum að auglýsingin sé vegna þess að hann leitaði að einhverju þess háttar á Google eða hver sem ástæðan er. Þar að auki geta notendur Google breytt auglýsingastillingum, hvernig auglýsingar þeir vilja sjá og lokað á ákveðna auglýsendur ef þeim sýnist svo. Þetta getur aukið líkurnar á að markaðssetning á Google verði mun markvissari og nái beint til þeirra notenda sem henni er ætlað. En á móti kemur sá möguleiki að engar auglýsingar berist frá fyrirtæki sem notandinn hefur lokað á.

MEIRA HÉR:
http://googleblog.blogspot.com/2011/10/increasing-transparency-and-choice-with.html

http://adwords.blogspot.com/2011/10/improved-transparency-and-choice-with.html
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 www.pipar-tbwa.is

© 2011 - PIPAR\TBWA


Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101