Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#22 – 01.12.11

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Óskaskrín 
Óskaskrín
Óskaskrín er ný leið til að gefa gjafir, þar sem gefandinn gefur ekki hlut heldur upplifuní öskju. Hægt er að velja á milli sjö ólíkra Óskaskrína með mismunandi þema, sem hvert inniheldur gjafakort sem hægt er að nota í yfir 15 upplifanir. Meðal þess sem við höfum gert fyrir Óskaskrín er kynningarbás, standar og sjónvarpsauglýsing.
http://bit.ly/v6mjrU

 

Skafmiðinn
 

Fyrsti skafmiðaleikurinn á Facebook
Hópkaup var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem var með skafmiðaleik á Facebook með raunverulega virkni. Allir sem fóru inn á Facebook-síðu Hópkaupa fengu einn skafmiða og ef viðkomandi bauð vinum sínum skafmiða fékk hann fleiri miða. Vinsældir skafmiðaleiksins urðu svo miklar að Facebook réð ekki við umferðina. Á tveimur klukkustundum var búið að skafa 25 þúsund miða og allir vinningar gengnir út. Hópkaup voru að vonum ánægð með áhugann og hyggjast endurtaka leikinn fljótlega.
http://www.facebook.com/Hópkaup.is


Póst- og fjarskiptastofnun – reiknivél.is

 

Reiknivél.is
Á tímum æ flóknari fjarskipta finnst okkur stundum eins og símafyrirtækin séu að toga okkur í allar áttir. Póst- og fjarskiptastofnun rekur vefsíðuna reiknivél.is en þar getur fólk fengið óháðan útreikning á kostnaði við heimasíma, farsíma, netþjónustu og 3G hjá öllum fyrirtækjunum og áætlað þannig út frá sinni notkun hvar hagstæðast er að vera. Auglýsingin var framleidd innanhúss, Sævar Sigurgeirsson leikstýrði og Elísabet Thoroddsen pródúseraði og klippti.
http://youtu.be/aXA5HxilhDa


Gömul og góð frá starfsfólki

Þriðji besti bjór í heimi

3. besti bjór í heimi
Dag einn fyrir nokkuð mörgum árum birtist frétt í dagblöðunum um að Thule hefði verið valinn þriðji besti bjór í heimi í danskri samkeppni. Á þessum tíma starfaði okkar eini sanni Helgi Helgason á auglýsingastofunni Góðu fólki og þar höfðu menn hraðar hendur. Haft var samband við Dag Kára sem þá var staddur í Köben og hann sendur út á næsta bar til að finna Dani í auglýsingu. Kassi af Thule var sendur með næstu vél og að nokkrum dögum liðnum var búið að framleiða auglýsingar sem slógu í gegn. Nokkru síðar voru Danirnir sendir með vél og fleiri auglýsingar gerðar hér heima. Og áður en menn gátu snúið sér við var Thule orðinn söluhæsti bjórinn á Íslandi.
http://bit.ly/v6FCZE

Jólin koma!

Í dag er 1. desember. Það þýðir að jólin eru handan við hornið  – fréttir sem ættu ekki að koma neinum á óvart, enda er þónokkuð síðan jólaauglýsingarnar fóru að dynja á landanum. Jólin eru ein helsta neysluhátíðin; fólk þarf að finna sér og sínum jólaföt svo enginn fari í jólaköttinn, mikið er um jólahlaðborð og ýmis konar boð þar sem matur og drykkur er ekki skorinn við nögl og ekki má gleyma sjálfum jólagjöfunum. Fyrir mörg fyrirtæki getur jólasalan jafnvel ráðið úrslitum fyrir afkomu ársins og því ekki skrítið að mikið sé lagt í jólaauglýsingarnar.

Góða helgi og gleðilega hátíð,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Kør grønt – Alt anded er helt sort

Gullverðlaun til TBWA\ í Danmörku

Jólin komu snemma hjá vinum okkar á TBWA\ í Danmörku. Fyrir viku fengu þau gullverðlaun í flokki almannatengsla og auglýsingaherferða á verðlaunahátíð International Green Awards í Náttúrugripasafninu í London. Herferðina unnu þau fyrir Trafikstyrelsen, umferðarráð danska samgönguráðuneytisins. Kør Grønt gengur út á að kenna Dönum sparakstur, hvernig má lækka eldsneytiskostnað og draga úr útblæstri. Herferðin var byggð á vefnum kørgrønt.dk, þar sem notendur gátu m.a. skoðað hversu miklu bílarnir eyða, fylgst með eigin eldsneytisnotkun og fengið góð ráð frá kappakstursmanninum Casper Elgaard.

Um Kør Grønt:
http://www.youtube.com/watch?v=9wUfi08Q90o

International Green Awards: http://www.greenawards.comTarget 2-Day Sale

Metnaður í jólainnkaupum

„Black Friday“ er föstudagurinn eftir þakkargjörðarhátíð í Bandaríkjunum, í ár 25. nóvember. Hann markar yfirleitt upphaf jólainnkaupanna og búðir opna snemma morguns, eða jafnvel um miðja nótt, og bjóða ýmsar vörur með miklum afslætti. Sum fyrirtæki gefa jafnvel frí þennan dag, sem eykur enn innkaupagleðina hjá mörgum. Verslanakeðja Target tekur að sjálfsögðu þátt í brjálæðinu og í ár birtist metnaðarfullur kaupandi í auglýsingaherferð þeirra fyrir þennan föstudag. Fyrir utan YouTube-myndbönd og sjónvarpsauglýsingar svarar Target-konan líka spurningum á Twitter.

http://www.youtube.com/watch?v=wIEvvriLDdYBen er á leiðinni

Ben er á leiðinni

Ben er hollenskt fjarskiptafyrirtæki sem nýverið sendi frá sér jólaauglýsingu sem blandar saman hollenska jólasveininum, Sinterklaas (Heilagur Nikulás), og mexíkóskum spagettívestra. Útkoman er frumleg og skemmtileg en hún er einnig upphafið af jólaherferð Ben. Hægt er að fylgjast með söguhetjunni sem ferðast frá Mexíkó til Hollands til að koma þangað leyndardómsfullum poka fyrir jólin. Og auglýsingin lofar að hann muni færa öllum í Hollandi glaðning. Hvað það verður, veit nú enginn. Þeir sem tala hollensku geta fylgst með ævintýrinu á Facebook-síðu fyrirtækisins.

http://www.youtube.com/watch?v=XSrzHc4uHf4SAMFÉLAGSFRÉTTIR

7 Social Media Trends 2012

Hvað gerist 2012?

Samfélagsmiðlarnir breytast hratt og það er erfitt að sjá nákvæmlega hvað gerist næst. Þó er það svo að flestar vefsíður og blogg um þessi mál hafa þann sið að láta reyna á spádómsgáfuna undir lok hvers árs. Niall Harbison er meðal þeirra sem skrifa á SimplyZesty og hann hefur tekið saman þau 7 „trend“ sem hann býst við að einkenni árið 2012, þ.á m. aukin ásókn í sjónvarpsefni á netinu, verslanir á samfélagsmiðlum og aukin útgáfa rafbóka og annars lesefnis.

Grein Niall Harbison á SimplyZesty: http://www.simplyzesty.com
/social-media/the-7-social-media-trends-that-will-emerge-in-2012/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101