Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#23 – 05.01.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Milljónaveltan 
90 milljónir í Milljónaveltunni
Þann 28. desember síðastliðinn lauk Milljónaveltu ársins hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá voru dregnar 90 milljónir á einn miða. Að auki voru 5 stakar milljónir í pottinum og 10 vinningar að upphæð 500.000 kr. Hinn heppni sem hlaut milljónirnar 90 var maður á besta aldri. Við gerðum sjónvarpsauglýsingu fyrir útdráttinn.
http://youtu.be/OIE0gfd9eR0

Litla skrímslið og Stóra skrímslið í leikhúsinu
 

Skrímslin í Þjóðleikhúsinu á Facebook
Það hefur verið líf og fjör á Facebook-síðu Þjóðleikhússins undanfarið. Skafmiðaleikir þar sem miðar í leikhús eru í verðlaun hafa tekist með eindæmum vel og núna, í tilefni þess að sýningar á Litla skrímslinu og Stóra skrímslinu í leikhúsinu eru hafnar, ætlar Þjóðleikhúsið að bjóða heppnum vinum í leikhús og gefa boli og bækur.
http://on.fb.me/y7yDML


Kredia.cz

 

Kredia í Tékklandi
Smálánafyrirtækið Kredia hóf nýverið rekstur í Tékklandi og hefur fyrirtækinu gengið mjög vel þar úti. Útlit og markaðsefni Kredia í Tékklandi var unnið út frá því sem við höfum gert hér heima fyrir Kredia. Markaðssetning fyrirtækisins í Tékklandi er auk þess uppbyggð á sama hátt og hér.
http://www.kredia.cz


Jólakveðja

Jólakveðja PIPARS\TBWA
Við sendum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum jólakveðju nú fyrir jólin. Við ákváðum að nýta okkur Facebook og birtum hana þar:
http://on.fb.me/xZvBld


Gömul og góð frá starfsfólki

Tommi Thule

Thule Skegg
Sú „gamla og góða“ að þessu sinni er kannski ekki mjög gömul, en þess skemmtilegri, enda skartar hún sjálfum gullkálfi grínsins, Pétri Jóhanni Sigfússyni, í hlutverki hins óþægilega hreinskilna Tomma Thule. Tvær herferðir með Tomma voru unnar á Himni og hafi (síðar TBWA) 2007 og 2008. Ýmsir komu að handritunum, m.a. Sævar okkar Sigurgeirsson, en Sigurjón Kjartansson liggur einnig undir grun. Leikstjóri var Reynir Lyngdal og Pegasus framleiddi.
http://bit.ly/wUYQ1h

Dýrslegar auglýsingar!

Mismunandi dýr vekja mismunandi tilfinningar hjá fólki. Sum þeirra eru uppátækjasöm og krúttleg gæludýr á meðan önnur eru hættuleg og villt og vekja óttablandna aðdáun. Sum eru tignarleg á meðan önnur eru beinlínis hlægileg. Það er því ekki skrýtið að auglýsendur hafi lengi notast við dýr í markaðssetningu á efni sínu. Tilfinningar okkar til dýranna eru til staðar, fyrirtækin þurfa ekki nema að tengja sig dýrunum og vonast til þess að viðhorf okkar til þeirra færist yfir á vörumerkið.

Góða helgi og gleðilegt ár,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Costa Rica's Million Dollar Gift of Happiness

Talandi letidýr býður til Costa Rica

Það er orðið árvisst að rétt eftir áramótin skýra fréttamiðlarnir frá niðurstöðum kannana sem sýna hversu ánægð og hamingjusöm við erum í samanburði við aðrar þjóðir. Hér ríkir sem sagt blússandi hamingja. En á síðari hluta liðins árs kom í ljós að það eru ekki bara Íslendingar sem eru svona ánægðir og hamingjusamir. Í átaki til að laða fleiri ferðamenn til Costa Rica ákvað ferðamálaráð Costa Rica að gefa ferðir til landsins að andvirði einnar milljónar bandaríkjadala. Andlit herferðarinnar er Herra Letidýr. Og hann kann að tala.

http://www.youtube.com/watch?v=9hEjZ7kGKbI&feature=relmfuCat Herders

Að smala köttum

Sumir vilja meina að internetið hafi beinlínis verið búið til til þess að miðla kattamyndböndum, enda eru myndbönd og myndir af þeim með vinsælasta efni á fjölmörgum síðum. Tæknifyrirtækið EDS, sem er undirfyrirtæki HP, nýtti sér vinsældir kattamyndbanda í markaðssetningu sinni og blandaði krúttlegheitunum við ímynd hins svellkalda kúreka, sem lengi hefur verið mikið karlmennskutákn. Útkoman er skemmtileg og öðruvísi.

http://www.youtube.com/watch?v=m_MaJDK3VNEDon't Give Up

Ekki gefast upp

Dýr í útrýmingarhættu eru gjarnan notuð til að spila á tilfinningar manneskjunnar og vekja athygli hennar á umhverfisvernd. Hlýnun jarðar stefnir í að verða alvöru vandamál, og kannski er hún þegar orðin það. Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á dýrin í náttúrunni. Auglýsingar sem þessi eru ekki nýjar af nálinni en þessi gengur þó skrefinu lengra inn í samviskubitið. Auglýsingin er mjög dramatísk en hún hvetur fólk til þess að hugsa um hvernig fer fyrir blessuðum dýrunum ef við mannfólkið gætum okkar ekki.

http://www.youtube.com/watch?v=UU0SP91D9JsSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Facebook-auglýsingar

Auglýsingar í fréttaveituna á Facebook?

Auglýsingar á Facebook eru afar áhrifaríkar. Þær birtast til hliðar við fréttuveitu notenda og jafnvel með upplýsingum um hvaða vinir þeirra séu búnir að líka við vöruna. Sá orðrómur er nú á kreiki að Facebook sé í þann mund að fara að tilkynna að fyrirtæki geti keypt auglýsingar sem birtast beint í fréttaveitu notenda.

Meiri upplýsingar hér: http://www.simplyzesty.com/facebook/a-step-too-far-facebook-bringing-ads-to-your-news-feed-in-january/

Vinsælustu auglýsingarnar á YouTube

Vinsælustu auglýsingar ársins á YouTube

Takmark margra „social media“ auglýsinga er að fá notendur til að dreifa þeim á netinu af sjálfsdáðum. Það þýðir að auglýsingin sjálf þarf annaðhvort að vera svo skemmtileg að fólk deilir henni með vinum sínum eða nógu áhugaverð til þess að fólk vilji horfa á hana og deila henni.

Youtube hefur tekið saman lista yfir þær auglýsingar sem oftast voru skoðaðar á síðunni á árinu sem leið:
http://www.adweek.com/adfreak/10-most-watched-ads-2011-youtube-137242
 
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101