Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#25 – 01.03.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Amazing

Amazing
Í janúar framleiddum við myndband við lagið Amazing með norsku stjörnunum Rex og Atle Pettersen. Rex er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem er nýbúinn að landa stórum plötusamningi en umboðsmaður hans er hinn hálfíslenski Daniel Hamnes. Atle Pettersen er mjög þekktur í Noregi. Hann lenti þar í 2. sæti í X-factor og fór með sigur af hólmi í  „Skal vi danse“. Um 35 manns tóku þátt í gerð myndbandsins sem var tekið upp á 2 dögum í Atlantic Studios á Ásbrú. Gus Ólafsson leikstýrði, Haffi Haff stíliseraði og Hákon Sverrison var tökumaður.
Á laugardaginn verður haldið frumsýningarpartí á skemmtistaðnum Austur kl. 23.00 en hér má sjá myndband sem sýnir það sem fram fór bak við tjöldin.

http://youtu.be/g07vw0tj-hQStórfréttir 
-15 krónur hjá ÓB
Óttar Bender er óstöðvandi og heldur áfram að fjölga ÓB-lykilhöfum og gleðja þá með hærri afslætti en nokkur annar hefur boðið. Nú býður hann hvorki meira né minna en 15 kr. afslátt af eldsneytislítranum í tíunda hvert skipti sem dælt er með lyklinum.

http://youtu.be/pBNiNMURxFATe

TE
Í nýjum tebæklingi Te & Kaffi er að finna upplýsingar um mismunandi gerðir af tei, virkni þess og lögun auk upplýsinga um úrval fyrirtækisins.
Te & Kaffi verður með tekynningu á konukvöldi í Smáralind í kvöld, 1. mars, og býður gestum og gangandi 2 fyrir 1 og prufur með heim.

http://on.fb.me/z8d8BX5 störf í boði
 

Fimm í ævintýraleit?

Síðustu daga höfum við leitað að góðu fólki til að vinna með okkur. Við leitum að 5 manneskjum: texta- og hugmyndasmið, grafískum hönnuði með mikla reynslu af skjámiðlun og hreyfigrafík, viðskiptastjóra í samfélagsdeild, PPC- og SEO-sérfræðingi og birtingastjóra. Upplýsingar og umsóknir eru á Facebook-síðunni okkar. Umsóknarfrestur er til 5. mars.

http://on.fb.me/xM3m9Z


Gömul og góð frá starfsfólki

Dúndur – Góa

Dúndur
Gamla og góða auglýsingin að þessu sinni var gerð af Pipar fyrir sælgætisgerðina Góu árið 2005. Varan var Dúndur nýtt súkkulaðistykki með lakkrís. Í aðalhlutverki var útvarpsmaðurinn góðkunni, Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli. Markvörðurinn knái, Hannes Þór Halldórsson leikstýrði og Filmus framleiddi.

http://kvikmynd.is/mynd/?v=1735

Leikari í aðalhlutverki

Í febrúar eru veitt verðlaun. Á Íslandi eru veitt íslensk tónlistarverðlaun, Eddur og lúðrar. Í útlöndum taka listamennirnir á móti GRAMMY-verðlaunum, BAFTA-verðlaunum og Óskurum. Óskarsverðlaunaleikarar eru sumir ekki sérlega hrifnir af því að leika í auglýsingum. Aðrir láta hafa sig út í alls kyns vitleysu. Karlarnir auglýsa bíla og kaffi, konurnar verða andlit stórra tískuhúsa og snyrtivörumerkja. Margir velja vandlega og leggja nafn sitt allra helst við mannréttindabaráttu, almannaheillaauglýsingar og koma fram sérstaklega fyrir góð málefni.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Real men don't buy girls

Sean Penn – Real Men

Frá árinu 1996 hefur Sean Penn fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki og á síðastliðnum 10 árum fengið verðlaunin tvisvar. Fyrst árið 2004 fyrir myndina „Mystic River“ og svo 2009 fyrir „Milk“. Hann er einn þeirra leikara sem hefur verið iðinn í mannréttindabaráttunni og fyrir tæpu ári tók hann þátt í herferð DNA (Demi & Ashton Foundation) gegn mansali og vændi. Herferðin kallast „Real Men Don't Buy Girls“ og hafa myndir af honum, Justin Timberlake, Ashton Kutcher og fleirum gengið reglulega á milli manna á Facebook.

http://www.youtube.com/watch?v=lPBM4gU1zh4&feature=channel_video_titleNespresso – What else?

George Clooney Nespresso

George Clooney hefur á ferilskránni 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna og þar af 1 verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Syriana sem kom út árið 2005. Hann hefur bæði verið tilnefndur fyrir leik í auka- og aðalhlutverki en einnig tvisvar fyrir handrit og einu sinni fyrir leikstjórn. Hann hefur leikið í auglýsingum fyrir m.a. Martini, Mercedes Benz, Fiat, Fastweb, DnB NOR og Nescafé þar sem hann berst við fegurðardísir um Nespresso kaffihylki. Í lok árs 2009 fór af stað herferð þar sem hann og John Malkovich (2 tilnefningar) semja um afnot af Nespresso kaffivél.

http://www.youtube.com/watch?v=_6V0Rhi_RI0Talk to my car

Jeff Bridges Hyundai

Það eru líka auglýsingar á Óskarsverðlaununum, þrátt fyrir að sekúndurnar séu dýrar. Jeff Bridges hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna sex sinnum frá árinu 1972 og unnið einu sinni árið 2010 fyrir Crazy Heart. Hann hefur líka verið rödd Hyundai frá 2007. Á Óskarsverðlaununum gilda þær reglur að tilnefndir megi ekki koma fram í auglýsingum sem birtast í auglýsingatímum og því hefur Hyundai þurft að redda málunum 2010 og 2011. En í ár var Bridges á sínum stað og talaði inn á sérstakar Óskarsauglýsingar sem Wes Anderson (2 tilnefningar, The Royal Tenenbaums og Fantastic Mr. Fox) leikstýrði.

http://www.youtube.com/watch?v=Bq-OBmIWbeQSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Facebook timeline

Tímalínan

Þann 30. mars næstkomandi munu allar Facebook-síður fá nýtt útlit en Facebook hefur þó opnað á möguleikann að breyta síðunum strax. Meðal helstu breytinga eru að fyrirtæki fá loksins tímalínuna og lendingarsíður verða ekki lengur í boði. Fliparnir á gömlu síðunum munu líka breytast og hönnuðir og forritarar fá þannig meira pláss til að vinna úr. Þá verður líka hægt að festa ákveðnar færslur efst á tímalínuna, senda skilaboð fyrir hönd fyrirtækisins til notenda og setja upp veggfóður (cover photo). Þar gilda reglur sem ná m.a. yfir að fyrirtæki megi ekki innihalda verð, upplýsingar sem eiga heima á upplýsingasíðu, „like“, „share“ eða misvísandi upplýsingar.

http://mashable.com/2012/02/29/facebook-brand-timelines-changes-marketing/Facebook Studio Award

Facebook Studio Awards

Auglýsingaheimurinn hefur breyst mikið á síðustu árum og markaðssetning snýst orðið mikið um samræður við neytandann eða viðskiptavininn frekar en bein skilaboð til hans um að kaupa hitt og þetta. Facebook Studio Awards verðlaunin eru ætluð þeim sem skara fram úr og finna skemmtilegar lausnir í þessum nýja auglýsingaheimi.

Hér er hægt að skoða verðlaunahafa ársins 2012: http://facebook-studio.com/awards/winners#/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101