Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#26 – 12.04.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Páskaegg

Góu páskaegg
Fyrir páskana unnum við og birtum nýja auglýsingu fyrir Góu páskaegg. Snillingarnir hjá Caoz teiknuðu auglýsinguna sem byggir á þeirri skemmtilegu hefð að fela páskaeggin á páskadagsmorgun. Í þetta sinn eru það seinheppnir en krúttlegir páskaungar sem gegna þessu hlutverki og það gengur á ýmsu þegar þeir fela girnilegt Góu páskaegg. Birgir Tryggvason hjá Hljod.is hljóðsetti af miklu listfengi.

http://bit.ly/z65TUsDuo Bucket 
Fata fyrir tvo
Við unnum nýja sjónvarpsauglýsingu fyrir KFC sem kynnir vel útilátna kjúklingamáltíð fyrir tvo á aðeins 1.990 krónur. Máltíðin inniheldur 2 kjúklingabita, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings, 2 skammta af frönskum, 2 heitar sósur, 4 hot sósur og BBQ dip sósu. Gus Ólafsson leikstýrði auglýsingunni sem var tekin upp á Red Epic myndavélar til að ná sem allra bestum matarskotum.

http://bit.ly/HzWSoDLeikjatorg

Leikjatorg
Leikjatorg er ný Facebook-síða sem býður reglulega upp á nýja Facebook-leiki. Nú er í gangi leikur á vegum Garðheima, Garðlistar og BM Vallá þar sem þátttakendur senda inn mynd af garði og geta unnið yfirhalningu á garðinum að verðmæti 300.000 kr.

http://www.facebook.com/Leikjatorg


Húsaskjól

Húsaskjól
Fasteignasalinn tók upp nýtt nafn og útlit í byrjun mars og heitir nú Húsaskjól. Þar er lögð áhersla á nýja nálgun á fasteignamarkaði og framúrskarandi þjónustu við bæði kaupendur og seljendur fasteigna.

http://www.husaskjol.is


Mint Solutions
 

Bylting í lyfjaskönnun
Mint solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem byggir á íslenskri uppfinningu, MedEye lyfjaskannanum. Nýjasta tækni í þrívíddarskönnun og greindarhugbúnaði gerir tækinu kleift að greina allar töflur sjúklingsins í einu og láta vita ef eitthvað stemmir ekki. Forsvarsmenn Mint eru nú að kynna tækið á erlendri grund. Við gerðum m.a. merki, bækling, kynningarbás, vefsíðu og kynningarmyndband.

http://www.mint.is


Gömul og góð frá starfsfólki

Flughress

Iceland Express Flughress
Á upphafsárum Iceland Express fyrir tæpum áratug, var einn af starfsmönnum okkar, Guðmundur Pálsson, markaðsstjóri þess fyrirtækis og því í hlutverki viðskiptavinar. Tveir af starfsmönnum okkar, þeir Darri Johansen og Sævar Sigurgeirsson voru hins vegar hugmyndasmiðirnir á bak við sjónvarpsauglýsingar fyrirtækisins, ásamt Einari Magnúsi Magnússyni sem nú starfar hjá Umferðarstofu. Þá leit dagsins ljós afar umdeild auglýsing með fúlum gulum broskalli þar sem þulur spurði hvort menn væru orðnir alveg „flugleiðir“ á háum fargjöldum. Í kjölfarið fylgdu nokkrar með þessum sama kalli.

http://youtu.be/nHkKJC6zOAE

Súkkulaði út um allt

Páskarnir eru nýafstaðnir og þriðjudaginn 10. apríl mætti starfsfólk til vinnu eftir páskaeggjaátið. Sumir kunnu sér hóf um páskana en aðrir mega varla heyra orðið súkkulaði eftir fríið. Einhverjir gengu jafnvel svo langt að segjast aldrei ætla að borða súkkulaði aftur, en það gleymdist um leið og nammistjóri PIPARS\TBWA setti fulla skál af sælgæti á barinn okkar. Og nú er bara að bíða eftir yfirdrifnum konfektskammti jólanna.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Cadbury Creme Egg

Cadbury – Creme Egg Goo Games

Hjá súkkulaðiframleiðandanum Cadbury er „Creme“-eggjatíminn frá nýársdegi til páskadags. Í febrúar og mars í ár hélt fyrirtækið „Goo leikana“, sem vafalaust sækja innblástur í ólympíuleikana sem fara fram í London í sumar. Nafn herferðarinnar er hins vegar dregið af gumsinu sem er inni í eggjunum. Auglýsingarnar voru gerðar af Aardman (Wallace & Gromit, Hrúturinn Hreinn) og leikstjórnartvíeykinu Sumo Science, sem einnig leikstýrði Nokia N8 stuttmyndunum „Gulp“ og „Dot“. Samhliða auglýsingunum efndi Cadbury til ýmissa leikja, viðburða og áskorana á Facebook-síðu eggjanna.

http://www.youtube.com/watch?v=JXYrWUNb0ks
Dark Temptation

Axe – Chocolate Man

Auglýsingar fyrir Axe ganga gjarnan út á það að konur verði alveg óðar í þá karlmenn sem nota vörurnar. Þar birtast yfirleitt heldur væskilslegir piparsveinar sem verða hreinlega ómótstæðilegir í augum kvenna sem verða þá hamslausar af þrá hvar og hvenær sem karlmaðurinn birtist. Súkkulaðimaðurinn bætir í staðalímyndirnar og dregur fram þá klisju að konur hugsi um fátt annað en súkkulaði, sem að sjálfsögðu vekur með þeim lostann sem fylgir Axe svitalyktareyði. Auglýsingin hlaut verðlaun á auglýsingahátíðinni í Cannes 2008.

http://www.youtube.com/watch?v=Y3qYT60DSKQChocolate Dude

Cree Chocolate Dude Bunny

Cree framleiðir LED-ljós og vinnur ötullega að því að kynna LED-ljós og eiginleika þeirra fyrir heiminum í átaki sem fyrirtækið kallar „Lighting the LED Revolution“. Fyrir þessa byltingu hefur verið stofnaður sérstakur vefur þar sem áhugasamir geta fræðst og gengið til liðs við LED-byltinguna. Þar fer einnig fram hönnunarkeppni (2012 Iconathon) sem gengur út á að hanna alþjóðlegt tákn fyrir LED-ljós. Fyrir páskana í fyrra og hitteðfyrra setti Cree myndbönd á YouTube sem sýna hvernig hiti frá LED-ljósaperu annars vegar og glóperu hins vegar fer með súkkulaðikanínu.

http://www.youtube.com/watch?v=rAcc1WBbE1MSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Instagram

Instagram og Facebook

Síðastliðinn mánudag, 9. apríl, tilkynnti Kevin Systrom, framkvæmdastjóri Instagram, að fyrirtækið væri nú hluti af Facebook-samstæðunni. Í fréttatilkynningu af því tilefni tók hann skýrt fram að Instagram, sem er eitt vinsælasta myndaappið fyrir iPhone og nú líka fyrir Android, myndi vera áfram til staðar og ekki breytast nema til hins betra í samvinnu við Facebook.

Fréttatilkynning Kevin Systrom:
http://blog.instagram.com/post/20785013897/instagram-facebook

Instagram 1.0.4 fyrir Android:
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.instagram.androidProject Glass

Google: Project Glass og nýtt útlit Google+

Nýjasta verkefni Google kallast „Project Glass“ og snýst um þróun „samfélagsgleraugna“. Notendur gleraugnanna geta með þeim verið í sambandi við vinina, tekið myndir og geymt og fengið ýmsar upplýsingar sem þeir þarfnast, t.d. um veður, samgöngur, gönguleiðir, veitingastaði o.s.frv.
Google hefur endurhannað útlit samfélagsvefjarins Google+. Meðal helstu breytinga eru að hnappar hafa verið færðir til hliðar, stærð og yfirliti mynda hefur verið breytt og „hangout“-spjallið fær sérstaka síðu þar sem notandinn getur fylgst með og komist inn í hópa opna öllum.

Project Glass:
https://plus.google.com/111626127367496192147/posts

Nýtt útlit Google+:
http://www.theverge.com/2012/4/11/2940770/google-plus-navigation-redesign
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101