Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#27 – 03.05.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Keilir

Fjölbreytt nám í Keili
Menntafyrirtækið Keilir á Ásbrú í Reykjanesbæ býður vandað og spennandi nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Umsóknarfrestur um nám í Keili í haust er til 6. júní. Við gerðum bækling, heilsíður og sex sjónvarpsauglýsingar; fyrir Flugakademíu (flugstjóranám, flugumferðarstjórn og flugþjónustu), Íþróttaakademíu, Tæknifræði og Háskólabrú. Leikstjóri var Gus Ólafsson.

http://youtu.be/jE5nOaGg7c4Duo Bucket 
„Fljúgandi start“ í sölu Merida-hjóla hjá Ellingsen
Ellingsen hefur hafið sölu á Merida-hjólum, en þau eru meðal þeirra vinsælustu í Skandinavíu, bæði hjá atvinnu- og áhugafólki og hafa verið áberandi í stærstu hjólreiðakeppnum heims undanfarin ár. Til að vekja athygli á þessu voru ofurhugarnir Maggi og Bjarki fengnir til að sýna mögnuð áhættuatriði á Merida BMX þrautapöllum fyrir utan Ellingsen.

http://youtu.be/HHoyT7U379AHjálparstarf kirkjunnar

Hjálpum heima
Hjálparstarf kirkjunnar er nú í sérstöku átaki til aðstoðar bágstöddum á Íslandi undir yfirskriftinni Hjálpum heima. Hjálparstarfið vinnur ötullega að fjölbreyttri aðstoð í ýmsum heimshlutum, mest í Afríku og Asíu, en því miður verður ekki fram hjá því horft að margir hafa átt í erfiðleikum hér á landi undanfarin ár og því ekki vanþörf á að þeir láti eitthvað af hendi rakna sem mögulega geta. Ákall um aðstoð heima dreifir sér að sjálfsögðu á Facebook.

http://on.fb.me/Kx0Vgl

 

Rannveig Tryggvadóttir
 

Birtingadeild innanhúss
Við höldum áfram að stækka og blómstra. Síðasta viðbótin er nýstofnuð birtingadeild og hefur Rannveig Tryggvadóttir verið ráðin birtinga- og herfræðistjóri. Rannveig er með MS-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einnig lauk hún BA-prófi í sálfræði frá sama skóla 2002. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Kringlunnar 20082009, sem birtingastjóri hjá Góðu fólki á árunum 20052008, var markaðsrannsóknastjóri 365 á tímabilinu 20032005 og hjá Auglýsingamiðlun við birtingastörf 20022003. 


Gömul og góð frá starfsfólki

Marteinn Mosdal

Aco Ílát
Fyrsta gamla auglýsingin sem við sýndum hér í Fimmtudegi var frá Aco sem tók þátt í tölvuvæðingu íslenskra heimila fyrir u.þ.b. 15 árum. Marteinn Mosdal (Laddi) gerði nokkrar auglýsingar fyrir Aco, en framleiðandi þeirra allra var hinn eini sanni Siggi Hlö, hann Valli okkar skrifaði handrit og leikstýrði en þeim til aðstoðar voru tökumaðurinn og klipparinn, Sævar Guðmundsson og hljóðmaðurinn Gunni Árna.

http://kvikmynd.is/mynd/?v=2844

Tölvuleikir

Öll höfum við spilað tölvuleiki, sum okkar spiluðu í Atari, önnur muna sérstaklega eftir Sinclair Spectrum, Nintendo eða Sega Mega Drive. Svo komu Game Boy, Dreamcast, PlayStation, Xbox, Wii, Nintendo DS og hvað sem þessar leikjatölvur heita. Við höfum náð að fylgjast með bræðrunum Mario og Luigi eldast og þróast í takt við tæknina hverju sinni. Við fórum úr Pacman og Tetris í stóru pc-tölvunum í Snake í flottustu Nokia-símum þess tíma og nú hafa Angry Birds, FarmVille, CityVille, MafiaWars og óteljandi aðrir leikir tekið við.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
GT Academy

Nissan – GT Academy 2012

Nissan og PlayStation standa nú fyrir GT Academy-keppni í fjórða sinn í Evrópu og annað sinn í Bandaríkjunum. Keppnin gengur út á að veita þeim sem spila PlayStation-leikinn Gran Tourismo tækifæri á kappakstursbrautinni. Frá 1. maí til 24. júní þurfa keppendur að komast í gegnum keppnir á netinu. Svo taka við landskeppnir en eftir það komast 6 keppendur í úrslitakeppnina á Silverstone. Sigurvegarinn fær þjálfun og möguleika á sæti í „Dubai 24 hours“-kappakstrinum í janúar 2013. Það getur reynst afdrifaríkt því sigurvegarar síðastliðinna ára keppa allir með Nissan í hinum ýmsu kappakstursliðum.

http://www.youtube.com/watch?v=Ys7SE5uUYt0


http://www.facebook.com/GTAcademyZerg Rush

Google – Zerg Rush

Af og til felur Google „páskaegg“ (Easter egg) á leitarvélinni. Það eru hlutir eins og skjábreytingar við leit að orðinu askew og fjöldi niðurstaðna þegar leitað er að orðinu binary. Eitt það nýjasta er zerg rush. Orðalagið á rætur að rekja til tölvuleiksins Starcraft, þar sem Zerg-kynþátturinn býr yfir þeim eiginleika að geta fjölgað sér gífurlega á stuttum tíma og gera svo árás á leikmann með því markmiði að útrýma honum með fjöldanum. Þegar orðin eru slegin inn í Google hefst léttur tölvuleikur þar sem markmiðið er að bjarga leitarniðurstöðunum.

https://www.google.is/search?aq=f&sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=zerg+rushMario & Sonic at the London 2012 Olympic Games

Mario og Sonic á ólympíuleikunum

Sega gerði tölvuleik með þrítuga píparanum Mario og hinum rúmlega tvítuga Sonic fyrir ólympíuleikana sem fara fram í London í sumar. Leikurinn kom út fyrir Wii í nóvember síðastliðnum og fyrir Nintendo 3DS nú í febrúar. Í Nintendo 3DS leiknum keppa Mario og Sonic í yfir 50 ólympíugreinum, t.d. göngu, listsundi, strandblaki og öllu þar á milli. Í auglýsingum fyrir leikina eru Mario og Sonic í konunglegri heimsókn í London þar sem kapparnir reyna verulega á þolrif gestgjafans.

http://www.youtube.com/watch?v=Hl191_cQegU&feature=plcp
SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Google Drive

Google Drive

Google Drive er ný gagnageymsla á netinu í anda Dropbox. Notendur Google Drive hafa þar aðgang að öllum sínum skjölum hvar sem er, hvenær sem er og hvað sem gerist. Þar er einnig hægt að deila skjölum með vinum og vinna í Google Docs, en þar geta margir notendur unnið í sama skjali í einu. Í upphafi fá notendur 5 GB til afnota ókeypis

Um Google Drive:
http://drive.google.comFacebook Organ Donation

Facebook líffæragjafir

Í fyrradag sýndi ABC sjónvarpsstöðin viðtal við Mark Zuckerberg um nýjustu virkni Facebook, þar sem notendur eiga að geta skráð sig sem líffæragjafa. Núna geta notendur í Bandaríkjunum og Bretlandi skráð sig á Facebook, en þaðan er þeim svo beint á þar til gerðar vefsíður í viðkomandi landi eða ríki. Með þessu vill Facebook vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa og stuðla að því að bjarga mannslífum um allan heim.

http://abcnews.go.com/blogs/headlines/2012/05/zuckerbergs-dinners-with-girlfriend-help-spur-life-saving-facebook-tool/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101