Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#28 – 01.06.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Krushers

KFC Krushers
Það jafnast ekkert á við að fá sér Krusher á KFC. Krusher er ískaldur þeytingur með ýmsum bragðtegundum, eins og Oreo, Milky Way og jarðarberja soginn upp með þykku röri, þar sem bitarnir eru stórir. Ein bragðtegund í viðbót er væntanleg, það er Krusher með Lion Bar. Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Krushers var kláruð í vikunni. Leikstjóri var Guðjón Ólafsson, betur þekktur sem Gus.

http://youtu.be/NgO5xqizwZBSmálán Kredia 
„Þú sendir bara sms ...“
Nú í maí gerðum við nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir smálán Kredia. Hugmyndin var einföld, leikarinn knái Magnús Guðmundsson setti sig í stellingar hins týpíska sölumanns í sjónvarpi sem við höfum séð svo oft, en í þessum auglýsingum fær hann hvorki tíma né svigrúm til þess að tala um vöruna því á hann dembist grafík með lestri sem segir í örfáum orðum skilaboðin frá Kredia: Það þarf ekkert að útskýra smálán Kredia neitt frekar því þú sendir bara sms ...

http://youtu.be/oKFx5K5rjfg


Sumarleikur Góu

Sumarleikur Góu
Sumarleikur Góu er hafinn. Í allt sumar er möguleiki á vinningum í Sinalco-töppum og sælgætisöskjum frá Góu. Í töppum og öskjum eru lukkunúmer sem slegin eru inn í þar til gerðan reit á Facebook-síðu Góu til að sjá hvort þar leynist vinningur og þá hver hann er. Góa er einnig í samstarfi við sumartúr FM957 sem dregur út nöfn þeirra heppnu sem hljóta risaviðbótarvinninga.

http://on.fb.me/KZ5CPK


Gömul og góð frá starfsfólki

Papinos pizza

Papinos pizza
Gömlu góðu auglýsinguna framleiddi Valli fyrir Papinos pizza. Þegar auglýsingin fór í loftið fjórfaldaðist velta Papinos á innan við mánuði og náði keðjan sér vel á strik í nokkurn tíma. Síðan eru liðin um það bil 9 ár og Papinos ekki til lengur. En afmælisbarnið Valli framleiddi ekki bara auglýsinguna, hann skrifaði líka handritið ásamt Smára Tarfi. Leikstjóri var Hannes Þór Halldórsson.

http://youtu.be/TLJz0ad0Pc4

Hvað er þetta TBWA?

TBWA er keðja auglýsingastofa um allan heim. Fyrsta stofan var stofnuð í París árið 1970 af Bandaríkjamanninum William G. Tragos, Frakkanum Claude Bonnange, Svisslendingnum Uli Wiesendanger og Ítalanum Paolo Ajroldi. Nú starfa 274 TBWA-stofur í 100 löndum, þar af 1 á Íslandi (það er PIPAR\TBWA). Hjá TBWA-stofunum starfa yfir 11.000 manns, þar af 30 á Íslandi (það erum við). Þessar stofur vinna fyrir yfir 5.000 viðskiptavini, þar af um 140 á Íslandi (það eruð þið).

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA
Independence

Amnesty International – „Independence“

TBWA\PARIS gerði nýlega herferð fyrir Amnesty International. Herferðin beinist að peningum, sem ódæðismenn nota gjarnan til að fela mannréttindabrot og önnur ódæðisverk. Í sjónvarpsauglýsingu herferðarinnar sjáum við peningana fela fimm brot sem því miður viðgangast í heiminum; brot á frelsi til upplýsingar, umhverfismengun, dauðarefsingu, pyntingar og barnahermenn. Auglýsingin, sem var tekin upp í Casablanca í Marokkó, sýnir þessi brot hreint út á áhrifamikinn hátt við lagið „Atrocities“ (ísl. grimmdarverk) með hljómsveitinni Antony & the Johnsons.

http://www.youtube.com/watch?v=lU890HldYhgToday's Youth for Yesterday's Youth

KBC – „Today's Youth for Yesterday's Youth“

TBWA\Brussels í Belgíu nýtti samfélagsmiðla til hins ítrasta fyrir KBC bankann. Þar var markmiðið að sanna fyrir yngra fólki að KBC væri treystandi. Í samstarfi við TBWA\Brussels keypti bankinn 1.000 miða á Rock Werchter, stærstu tónlistarhátíð Belgíu. Miðarnir voru síðan gefnir eldri borgurum. Nöfn þessara eldri borgara voru því næst skráð á vefsíðu herferðarinnar ásamt verkefnum sem fólkið vildi fá hjálp við eða láta vinna fyrir sig. Þau ungmenni sem höfðu áhuga á þessum ókeypis miðum urðu þá að klára þessi verkefni til að fá launin, miða á Rock Werchter.

http://www.youtube.com/watch?v=uczF1Q-MgWgLife

Apple iPhone 4S – „Life“

TBWA hefur lengi unnið fyrir Apple, en samstarfið má rekja til Lee Clow stjórnanda TBWA\Media Arts Lab hjá TBWA\Worldwide. Lee þessi hefur lengi verið heilinn á bak við markaðssetningu Apple, en hann og Steve Jobs heitinn urðu vinir eftir gerð auglýsingarinnar „1984“ fyrir fyrstu Macintosh-tölvuna. Nýjustu auglýsingarnar sem TBWA\Media Arts Lab hefur unnið fyrir Apple eru gerðar fyrir iPhone 4S. Í þeim koma fram þekktir leikarar sem eiga í samræðum við Siri, sem er nokkurs konar „gerviaðstoðarmanneskja“ í iPhone. Siri getur veitt notendum upplýsingar um veður, veitingastaði og ýmislegt fleira. Meðal stjarnanna eru Samuel L. Jackson, sem skipuleggur stefnumót með aðstoð Siri, Zooey Deschanel, sem skipuleggur kósídag heima, og John Malkovich, sem skipuleggur ekki neitt en veltir vöngum um lífið og tilveruna.

http://www.youtube.com/watch?v=0t-lsULa8ZMSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Promoted posts

Auglýsingar í stöðuuppfærslu

Eigendur Facebook-síðna munu fljótlega hafa þann möguleika að kaupa birtingar í fréttaveitum (e. promoted posts) þeirra sem líkar við síðuna með því markmiði að þær birtist hjá fleiri aðdáendum. Þetta er eingöngu hægt að gera með nýjum stöðuuppfærslum.  Eftir slíka birtingu getur Facebook gefið skýrslu um hversu margir sáu færsluna, en núna er staðan sú að lítill hluti aðdáenda hverrar síðu sér færslur sem þar eru settar inn.

http://marketingland.com/facebooks-promoted-posts-rolling-out-
heres-what-it-looks-like-12917

 
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101