Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#29 – 05.07.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

BM Vallá

BM Vallá Hellur
Í byrjun júní gerðum við sjónvarpsauglýsingu fyrir BM Vallá. Guðjón Ólafsson leikstýrði auglýsingunni sem sýnir áhorfandanum inn í verksmiðjur BM Vallá og það ferli sem farið er í gegnum þegar hellur eru framleiddar. Mikil áhersla er lögð á gæði og endingu vörunnar og mikilvægi þess í íslensku veðurfari.

http://youtu.be/0NDY8A6CKn4

 


Weetos

Verðlaunaðu þig með Weetos
Við gerðum nýjar útvarpsauglýsingar fyrir Weetos. Auglýsingarnar eru hluti af sumarherferð Weetos, sem kallast „Verðlaunaðu þig með Weetos“. Biggi Tryggva hjá Hljóð.is tók upp en Laddi las. Á sama tíma var stofnuð Facebook-síða þar sem hægt er að spila Weetos-leikinn. Leikurinn gengur út á að koma Weetos-hringnum yfir eldhúsborðið og ofan í skálina sem allra fyrst.

HLUSTA Á ÚTVARPSAUGLÝSINGU:
http://bit.ly/RcbkDG
WEETOS Á FACEBOOK:
http://on.fb.me/RbYWDXBallerina

Ballerina vinningshafar
Í lok júní voru veitt verðlaun í Ballerina-leiknum 2012. Það voru þeir Jacob Melin, sem hlaut flest atkvæði í kosningu á Facebook-síðu Ballerina, og Ágúst Elí Ásgeirsson, sem var valinn af dómnefnd fyrir glæsileg tilþrif. Hringt var í vinningshafana í útvarpsþætti Heiðars Austmann á FM957. Heiðar afhenti svo vinningshöfunum 100.000 kr. gjafakortin frá Arion banka. Myndir frá afhendingunni má sjá á Facebook-síðu Ballerina.

FLEST ATKVÆÐI
JACOB MELIN
http://on.fb.me/MUnPUoViðskiptastjóri

Viðskiptastjóri óskast
Við auglýsum nú eftir viðskiptastjóra í tengladeildina okkar. Umsóknir skal senda inn í gegnum Facebook-síðuna okkar en þar eru einnig upplýsingar um hvaða kröfur viðkomandi snillingur þarf að uppfylla. Umsóknarfrestur rennur út nk. sunnudag, 8. júlí.

http://on.fb.me/MJn41j


Gömul og góð frá starfsfólki

Linda

Stenstu freistinguna?
Gamla góða auglýsingin okkar er nú ekki svo gömul en þar sjáum við Lindu suðusúkkulaði í allri sinni dýrð. Auglýsinguna framleiddum við árið 2005. Valli okkar skrifaði handritið ásamt Hannesi Þór Halldórssyni sem einnig leikstýrði. Kvikmyndataka var í höndum Tómasar Arnar Tómassonar.

http://youtu.be/6iSRCeaMiR0

Hvað er í matinn?

Það þurfa allir að borða, sumir meira en aðrir, en það er yfirleitt ekki aðalatriðið þegar matur er markaðssettur. Það snýst gjarnan um hvað maturinn er góður og framkvæmdin einföld og fljótleg fyrir fólk í hraða nútímasamfélagsins. Sum okkar taka því fagnandi og segjast loksins nenna að elda en öðrum stendur ekki á sama og finnst að allir ættu alltaf að dedúa dálítið við matinn. En það skiptir ekki máli hvort við viljum vera snögg eða lengi að elda matinn, af því að það allra besta er að borða saman.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWAHellmann's

Hellmann's – „Recipe Receipt“

Hérna starfar fólk sem elskar majónes og notar majónes í meira en sígildar brauðtertur, salöt og heimagerða kokteilsósu. Hellmann's í Brasilíu ákvað að kenna fólki þetta með því að setja uppskriftir á kassakvittanir frá verslunarkeðju þar í landi. Uppskriftirnar eiga allar það sameiginlegt að innihalda Hellmann's majónes. Önnur innihaldsefni uppskriftarinnar voru einnig í körfu þess sem keypti majónesið. Fullkomið fyrir þá sem halda að majónes eigi helst bara að vera í rækjusalati, þ.e. ef þeir muna eftir „miðanum“.

http://www.youtube.com/watch?v=h3aCVrcnFOQ


Red Tomato Pizza

Red Tomato Pizza – „VIP Fridge Magnet“

Red Tomato Pizza er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar á bæ áttuðu menn sig á að ólík tungumál og framburður á ensku varð gjarnan til þess að skapa misskilning við pöntun og þar með pirring þegar viðskiptavinir fengu afhenta pítsu með einhverju allt öðru en þeir pöntuðu. Red Tomato Pizza varð líka einhvern veginn að skapa sér nafn í þessu öllu saman og þess vegna varð VIP ísskápssegullinn til. Viðskiptavinir með VIP-segul geta núna pantað pítsu með því einu að ýta á segulinn.

http://www.youtube.com/watch?v=-Y51eqhlnRY


Food Ad Tricks

Girnilegir hamborgarar

Fyrir mörgum árum voru þættir á PBS sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum sem kölluðust „Buy me that“. Þáttunum var ætlað að kenna börnum að auglýsingum ætti að taka með fyrirvara og að á þær ætti að líta gagnrýnum augum áður en ákvörðun væri tekin um kaup á vöru. Í einum hluta þáttanna kom fram matarstílisti sem sýndi hvernig hamborgarar eru matreiddir og samsettir fyrir auglýsingar svo þeir líti sem allra best og girnilegast út.

http://www.youtube.com/watch?v=xA14pAGW4UASAMFÉLAGSFRÉTTIR

Skype – Conversation Ads

Auglýsingar á Skype

Um miðjan júní tilkynnti Skype að opnað yrði fyrir auglýsingar í tveggja manna hljóðsamtölum (1:1 audio calls) þeirra sem nota Skype í Windows og nýta sér þjónustuna ókeypis. Þar með hafa auglýsendur beinan aðgang að notendum Skype og þar verður hægt að velja markhópa eftir kyni, staðsetningu og aldri. Auglýsingarnar birtast eftir að Skype-forritið hefur athugað tengingu. Auglýsingarnar birtast í 30 sekúndur og verða ein mynd, án hljóðs og hreyfingar.

http://bit.ly/MMyRdZ


Facebook - comment editing

Breytingar á athugasemdakerfi

Hingað til hafa notendur Facebook þurft að eyða athugasemdum og ummælum hafi þeir viljað breyta þeim. Nýjasta virkni Facebook tekur á þessu og nú, eða á næstu dögum, eiga notendur að geta breytt athugasemdum beint eftir að hafa sett þær inn á síðu. Til viðbótar verður breytingasagan sýnileg notendur geta séð hvort og hvernig ummælum var breytt.

http://vrge.co/KC11Jd

TBWA\DAN

TBWA\DAN

TBWA\ hefur nú stofnað TBWA\DAN (Digital Arts Network). TBWA\DAN mun hafa höfuðstöðvar sínar hjá TBWA\Worldwide í New York. Þessum hluta TBWA er m.a. ætlað að efla starfsemi keðjunnar í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, vefviðskiptum og annarri stafrænni miðlun með því að tengja saman sérfræðinga víðsvegar að úr heiminum.

http://on.wsj.com/Pd7z2o
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101