Email not displaying correctly? View it in your browser.
#30 – 02.08.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

ÓB

Ólympíuleikur ÓB
Strákarnir okkar stjórna afslættinum hjá ÓB á meðan Ólympíuleikarnir fara fram í London. Þegar liðið vinnur leik fá ÓB-lykilhafar afslátt, sem nemur markamuninum, á öllum ÓB- og Olís-stöðvum daginn eftir. Til viðbótar fer fram Ólympíuleikur ÓB þar sem hægt er að giska á þennan markamun. Þar geta þátttakendur unnið gull-, silfur- eða bronslykil og þannig fengið afslátt eftir því hversu marga leiki þeir hafa rétta. ÓB-lyklar verða svo uppfærðir eftir Ólympíuleikana.

http://on.fb.me/MTTSAI


Smálán

Smálán Eyjar
Nú í lok júlí var framleitt framhald af hinum óviðjafnanlegu Smálánaauglýsingum. Hundarnir tveir eru orðnir vel þekktir enda hafa auglýsingarnar með þeim verið í birtingu undanfarið ár. Nú ætla rakkarnir á Þjóðhátíð í Eyjum og slíkar skemmtanir er einfalt að fjármagna á vefnum smalan.is

http://youtu.be/9aXTd5GQWWA


Bílabúð Benna

Bílabúð Benna og Chevrolet
Bílabúð Benna og Chevrolet á Íslandi í samstarfi við Senu efna til leiks á Facebook þar sem heppnir þátttakendur geta unnið miða fyrir tvo á tónleika Tony Bennett í Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. Tilkynnt verður um vinningshafa á Facebook-síðu Bílabúðar Benna daginn áður, þann 9. ágúst.

http://on.fb.me/OGJ0cP


ÍSÍ

Ólympíuleikur ÍSÍ
Í dag, fimmtudag 2. ágúst, er síðasti séns að taka þátt í Ólympíuleik ÍSÍ og Ólympíufjölskyldunnar á Facebook. Nafn vinningshafa verður dregið út í útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás 2 í fyrramálið. Vinningshafi hlýtur flug og gistingu fyrir 2, miða á leik með íslenska landsliðinu og 60.000 kr. í gjaldeyri.

http://bit.ly/olympiuleikurinn


Gömul og góð
frá starfsfólki

Hunt's

100% Hunt's
Að þessu sinni rifjum við upp nákvæmlega 10 ára gamla ímyndarauglýsingu fyrir Hunt's tómatvörur. Auglýsingin var gerð sumarið 2002 af auglýsingastofunni ABX fyrir Innnes. Hugmyndasmiðir voru Magnús Guðmundsson og okkar eini sanni Sævar Sigurgeirsson. Leikstjóri var Reynir Lyngdal og Pegasus framleiddi. Auglýsingin var tilnefnd til Lúðursins 2003 í flokki sjónvarpsauglýsinga.

http://youtu.be/cTR6xRo0oeo

Ólympíuleikar

Það fer ekki framhjá neinum að Ólympíuleikarnir í London standa sem hæst. Auðvitað fylgjumst við með. Við sjáum sigurvegara brosa í gegnum gleðitárin og vonbrigðin í tárum þeirra sem voru svo nálægt því. Við sjáum líka auglýsingar, þó þeim sé haldið í lágmarki á Ólympíuleikum. Búningar eru sem allra minnst merktir og leikvangar og keppnisstaðir sömuleiðis. En sjónvarpsstöðvarnar standa þar fyrir sínu, sumar senda út íþróttafréttir allan sólarhringinn og auglýsingahléin kosta sitt. Það er líka til mikils að vinna þegar áætlað er að tæplega fjórir milljarðar manna fylgist með.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWAProcter&Gamble

P&G – „Best Job“

Procter & Gamble er meðal ellefu samstarfsfyrirtækja Alþjóðaólympíunefndarinnar en P&G sér um hreinlætis- og snyrtivörur fyrir leikana, til og með Ólympíuleikum árið 2020. Í upphafi leikanna í London opnaði fyrirtækið sérstakt P&G-heimili í Ólympíuþorpinu þar sem ólympíufarar geta átt góða stund með fjölskyldum sínum. Procter & Gamble styrkir einnig sérstaklega ungmennastarf nefndarinnar í gegnum verkefnið „Takk mamma“ (e. Thank You Mom). Auglýsing P&G fyrir Ólympíuleikana í London er byggð á þessu verkefni og hefur vakið mikla athygli um allan heim enda afskaplega glæsileg í alla staði.

http://www.youtube.com/watch?v=NScs_qX2Okk


VISA

VISA – „Go World“

VISA hefur séð um greiðslukerfi Ólympíuleika í 25 ár og þannig verið einn af aðalstyrktaraðilum Alþjóðaólympíunefndarinnar. VISA hefur lengi starfað með TBWA\Chiat\Day Los Angeles og í auglýsingum fyrir Ólympíuleikana er lögð áhersla á hvatningu. Aðdáendur leikanna fengu þannig tækifæri til að hvetja og fagna á Facebook-síðu fyrirtækisins. VISA styrkir einnig afreksíþróttafólk um allan heim. Þannig birtast bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps og rússneska stangarstökkskonan Yelena Isinbayeva í auglýsingum fyrirtækisins. Til að toppa herlegheitin var stórleikarinn Morgan Freeman fenginn til að lesa þulartexta.

http://www.youtube.com/watch?v=p9PZV1e9jks


Channel 4

Channel 4 – „Meet the Superhumans“

Ólympíuleikunum lýkur 12. ágúst. Starfi framkvæmdaraðila í London er þó alls ekki lokið því við tekur undirbúningur fyrir Ólympíuleika fatlaðra sem fara fram dagana 29. ágúst til 9. september. Sjónvarpsstöðin Channel 4 í Bretlandi er opinber útsendingaraðili (e. official broadcaster) Ólympíuleika fatlaðra í ár. Sjónvarpsstöðin auglýsir leikana með einni af glæsilegustu ólympíuauglýsingum ársins. Leikunum eru einnig gerð skil á sérstökum vef á vegum stöðvarinnar. Auglýsingin var framleidd innanhúss hjá Channel 4.

http://vimeo.com/45968190SAMFÉLAGSFRÉTTIR

The Must-Follow Athletes on Twitter

Ólympíuleikar á Twitter

Það er viðbúið að samfélagsmiðlar komi mun meira við sögu á Ólympíuleikunum í London en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir að Alþjóðaólympíunefndin hafi sett fram reglur um notkun samfélagsmiðla. Vefmiðillinn Mashable hefur tekið saman lista yfir þá 25 íþróttamenn sem hann telur vert að fylgjast með á Twitter. Þar á meðal eru hlaupararnir Usain Bolt, Asafa Powell og Oscar Pistorius, tennisstjarnan Caroline Wozniacki og knattspyrnumaðurinn Juan Mata.

http://mashable.com/2012/07/24/olympic-athletes-twitter/


Tweet Your Idea

Hugmyndir að tónlistarmyndbandi

Tónlistarmaðurinn Jason Mraz auglýsir nú eftir hugmyndum Twitter-notenda að myndbandi við lag hans, „The Woman I love“. Jason og leikstjóri myndbandsins munu síðan skoða hugmyndirnar og setja þær saman. Tónlistarmaðurinn hefur áður notað samfélagsmiðla til að vekja á sér athygli. Fyrr á þessu ári boðaði hann til myndasamkeppni á Instagram þar sem myndefnið átti að tákna lagið „I Won't Give Up“.
Nýja myndbandið á að sjálfsögðu að frumsýna á Twitter seinna í haust.

http://mashable.com/2012/07/30/jason-mraz-twitter-woman-i-love/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101