Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#31 – 06.09.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

SkjárEinn
Úrklippubókin mín

Haustherferð SkjásEins gerir uppáhaldsþáttum hátt undir höfði í nýju útliti. Notendur Facebook geta líka búið til eigin úrklippubók eða -bækur og sett inn myndir úr uppáhaldsþáttunum sínum, t.d. Óupplýst eða öðrum nýjum þáttum sem sýndir verða í vetur. Vetrardagskráin er einkar áhugaverð að þessu sinni, Johnny Naz snýr aftur á skjáinn í september og hið sama má segja um Sönn íslensk sakamál sem hefjast í október. Vertu með í fjörinu!

http://on.fb.me/R1n7ri


ElísabetElísabet – Gætir þú sparað?
Við settum upp Facebook-app fyrir Elísabetu tryggingar. Appið tengist reiknivél sem reiknar út, miðað við forsendur notenda, hversu mikið (eða lítið) þeir gætu sparað með því að færa tryggingarnar til Elísabetar. Þegar reiknivélin hefur reiknað út gefst notendum tækifæri til að skrá sig í lukkupott þar sem fyrsti vinningur er gisting í 2 nætur á Icelandair-hóteli í Reykjavík eða á Akureyri, 50.000 kr. í farareyri og 20.000 kr. eldsneytisinneign frá Olís. Að auki geta fjórir heppnir hlotið aukaverðlaun, 30.000 kr. inneign í Kringlunni.


http://on.fb.me/OUI8AD

Happdrætti Háskóla Íslands
Milljónaveltan 50 milljónir
Tveir af nýjustu starfsmönnum okkar, þau Sverrir Bergmann og Berglind Jónsdóttir, fóru á stúfana fyrir útdrátt í Milljónaveltunni í ágúst, en aðalvinningur var þá 50 milljónir. Sverrir og Berglind tóku með sér kvikmyndatökuvél og miða í Milljónaveltunni og fengu fólk m.a. til að nefna 50 hluti sem það myndi kaupa fyrir 50 milljónir og gera 50 armbeygjur. Þeir sem gátu svarað fengu að sjálfsögðu miða. Aðalvinningurinn gekk ekki út að þessu sinni og þess vegna verður hann 60 milljónir í næsta útdrætti í Milljónaveltunni, þann 25. september nk.

http://bit.ly/Upb0Dk

PIPAR\TBWA

Nýtt starfsfólk
Í vor og sumar hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá okkur. Hannes Friðbjarnarson gekk til liðs við hugmynda- og kvikmyndadeild, Sverrir Bergmann og Berglind Jónsdóttir hófu störf í samfélagsdeildinni, Pétur Rúnar Heimisson og Huld Óskardóttir starfa nú í birtingadeild og Brynja Björk Garðarsdóttir var ráðin í tengladeildina okkar. 

Gömul og góð frá starfsfólki

XFMXFM – Rokkið lifir!
Hlutirnir gerast hratt í auglýsingaheiminum og stundum þarf að redda auglýsingu með litlum fyrirvara. Auglýsing dagsins var gerð sama dag og hún birtist fyrir útvarpsstöðina XFM sem var nýkomin í loftið á þessum tíma. Lukkutröll sem voru í útsendingarstúdíói XFM voru mynduð og borðvifta fór með hlutverk vindvélar sem blés í hárið á þeim. Siggi Hlö myndaði tröllin, Valli klippti auglýsinguna svo saman og Doddi litli sá um hljóðið.

http://youtu.be/p-zLio7tJKU

Orkugjafar

Með fyrstu haustlægðunum finnum við hversu mikið við þurfum orku af öllu tagi. Við þurfum orku til að komast fram úr á morgnana og í gegnum vinnudagana. Við þurfum orku til að halda á okkur hita þegar fer að kólna. Við þurfum annars konar orku til að geta kveikt ljósin og hækkað á ofnunum þegar myrkur og kuldi leggst yfir á vetrartímanum sem framundan er. Allt í kringum okkur er knúið einhvers konar eldsneyti sem gefur orku til nánast hvers sem okkur dettur í hug.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWAVi värmer varandra

Hlýjum hvert öðru

Sænsk félagsmálayfirvöld fengu TBWA\Stockholm til að annast verkefni sem kallað er „Vi värmer varandra“. Verkefnið gengur út á að þeir sem vilja taka þátt geta sótt forrit fyrir ruslatunnuna í tölvunni. Forritið breytir síðan því rusli sem þangað er hent í hita fyrir athvörf heimilislausra í Svíþjóð, þ.e. megabætum er breytt í kílóvattstundir af hita þegar einhverju er hent í ruslatunnuna í tölvunni. Þannig getur ruslið búið til hita fyrir heimilislausa í Svíþjóð.

KYNNINGARMYNDBAND:
http://www.youtube.com/watch?v=4qre4Apkrsg

VEFUR VERKEFNISINS (Á SÆNSKU):
http://www.vivarmervarandra.se/


A world without petrol

Heimur án eldsneytis

Nissan í Ástralíu kynnti rafmagnsbílinn LEAF á markaðinn með sýningum í Sydney og Melbourne. Listamaðurinn James Dive fékk þar það verkefni að breyta bensíndælum í nytsamlegri hluti þar sem upprunalegu hlutverki þeirra væri lokið í heimi án bensíns. Dælurnar voru svo settar upp og sýndar úti á götu í borgunum tveimur og vegfarendum boðið að prófa þær í nýjum hlutverkum. Á netinu fór einnig fram leikur þar sem þátttakendur gátu unnið sína uppáhaldsdælu.

http://www.youtube.com/watch?v=HqnUVCmEiVo

DÆLURNAR MÁ SKOÐA HÉR:
http://www.zeropetrol.com.au/


Mirai Nihon

Framtíð Japans

Eftir stóra jarðskjálftann í Japan í mars 2011 og flóðbylgjuna sem fylgdi hrundu öll kerfi sem halda stórum hluta landsins gangandi. Eftir skjálftann fór TBWA\Hakuhodo af stað með verkefni sem kallað er „Mirai Nihon“ (Framtíð Japans). Verkefnið gat af sér hús sem er algjörlega óháð kerfum, eins og t.d. rafmagnskerfum, og á að hvetja til umhverfisvænni lífsstíls. Húsið var hannað í samstarfi við yfir 20 nýsköpunarfyrirtæki sem standa framarlega á sviði tækni og umhverfisverndar.

http://vimeo.com/43008478SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Lincoln

Lincoln á google+ hangouts 

Steven Spielberg ætlar að frumsýna stiklu nýjustu myndar sinnar, Lincoln, á google+ hangouts þann 13. september nk. Eftir frumsýningu stiklunnar gefst aðdáendum síðan kostur á að spyrja Spielberg og Joseph Gordon-Levitt spurninga um myndina. Þetta er í fyrsta skipti sem google+ tekur þátt í frumsýningu kvikmyndastiklu en áður hafa bæði Disney og Marvel nýtt miðilinn fyrir spjall við aðstandendur kvikmynda og teiknimynda.

http://on.mash.to/Q3MIfn


Pinterest

Pinterest á iPad og Android

Pinterest var í vor orðinn þriðji vinsælasti samfélagsvefur Bandaríkjanna á eftir Facebook og Twitter. Á Pinterest geta notendur merkt við og deilt myndum af hinu og þessu sem þeir hafa áhuga á. Pinterest app fyrir iPhone hefur notið mikilla vinsælda úti í heimi og nú hefur vefurinn opnað öpp fyrir iPad og Android.

http://bit.ly/P2PAvd

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101