Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#32 – 04.10.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Promennt – námskeið
Námskeið 17. og 18. október – Facebook sem markaðstæki

Dagana 17. og 18. október verða snillingarnir í samfélagsdeildinni okkar með námskeið í samstarfi við Promennt. Námskeiðið kallast „Facebook sem markaðstæki“ og er ætlað þeim sem vilja auka sölu sína með notkun Facebook. Farið er yfir allt frá stofnun Facebook-síðu til þess hvernig hún er notuð sem markaðstæki. Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig er hægt að ná árangri og hvenær er tímanum eytt til einskis? Allir geta sótt námskeiðið en það verður einnig kennt í fjarkennslu. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Promennt, Skeifunni 11b og skráning fer fram á vef Promennt.

http://bit.ly/SsSUTp


SS 105 ára
Ný SS auglýsing og lag eftir KK

Í sumar gerðum við nýja ímyndarauglýsingu fyrir SS. Auglýsingin er nokkurn veginn beint framhald annarrar sem nokkrir starfsmanna okkar komu að fyrir fimm árum. Inntakið er hjálp við náungann og handleiðsla til góðra verka; allskonar skemmtilegar og mannlegar senur þar sem við sjáum fólk á öllum aldri rétta öðrum hjálparhönd. Tónlistarmaðurinn KK samdi nýtt lag fyrir auglýsinguna, eins og þá fyrri, og má segja að rödd hans gefi þessu öllu mjög heimilislegan blæ, þar sem hann er í rauninni orðinn eign þjóðarinnar, rétt eins og SS.
Lárus Jónsson sá um leikstjórn og Republik annaðist framleiðslu. Auglýsingin var tekin á góðviðrisdögum í Reykjavík og á Fljótsdalshéraði. SS vörurnar eru jú jafngóðar um allt land.

http://youtu.be/VyVS_AWBZtU

Þróunarsamvinna ber ávöxt
Komum heiminum í lag!
Frjáls félagasamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, stóðu á dögunum að átakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“.
Undirtitill átaksins í ár var „Komum heiminum í lag“. Landsþekktir tónlistarmenn voru fengnir til að koma skilaboðum átaksins í „lag“ en þeir sömdu 5 mismunandi lög við texta, sem starfsmaður okkar, Sævar Sigurgeirsson, samdi af þessu tilefni. Eitt lag var frumflutt á Rás 2 og Facebook frá mánudegi til föstudags alla vikuna og átakinu lauk svo með tónleikum þar sem tónlistarmennirnir komu fram ásamt leynigestum. Almenningi bauðst einnig að reyna sig við lagasmíðar og var einn þátttakandi valinn til að koma fram á tónleikunum. Átakinu fylgdu einnig greinaskrif og umfjallanir í fjölmiðlum, bíósýningar í Bíó Paradís – og samfélagsmiðlarnir voru nýttir til hins ítrasta.

VÉDÍS HERVÖR OG RAGNHEIÐUR GRÖNDAL
http://bit.ly/RDUzPR

ÞRÓUNARSAMVINNA BER ÁVÖXT
http://on.fb.me/T4TWop

Gömul og góð frá starfsfólki

SSSS 100 ára
Árið 2008 gerðum við ímyndarauglýsingu fyrir hið 100 ára gamla Sláturfélag Suðurlands , eins og fram kemur hér að ofan. Við fengum þá tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, KK, til að semja lag sérstaklega fyrir auglýsinguna – og varð lagið, Kærleikur og tími, feykivinsælt í kjölfarið og náði m.a. á topp vinsældalista Rásar 2. Lárus Jónsson leikstýrði og Republik framleiddi. Auglýsingin hefur verið reglulega í birtingu fram á þennan dag, en hin nýja mun nú leysa hana af hólmi. Hér er sú gamla, til upprifjunar.

http://bit.ly/QJvDXI
Október

Konur eru áberandi í október. Byggingar um allan heim eru lýstar upp með bleikum ljósum til að minna á baráttu gegn krabbameini í konum, íslenskar konur ganga um með bleikar slaufur og á götum borgarinnar má sjá „bleika“ leigubíla. Konur eru líka áberandi í fimmtudagspóstinum okkar núna. Erlendu verkefnin tengjast öll konum á einhvern hátt. Það eru konur í nýju verkefnunum okkar og gömlu auglýsingunni sömuleiðis – en þessar 13 sem vinna hérna, þær eru bæði áberandi og ómissandi á hverjum degi.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWAKeep her in the game

Gatorade – stelpur í íþróttum

Í sumar voru liðin 40 ár frá því að lög um jafnrétti í skólum og ríkisstyrktu frístundastarfi (Title IX) voru sett í Bandaríkjunum. Af því tilefni leitaði styrktarsjóður kvenna í íþróttum (Women's Sports Foundation) til TBWA\Chiat\Day í Los Angeles sem í kjölfarið hóf herferð sem nefnist „Keep her in the game“. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að þar í landi hætta tvöfalt fleiri stúlkur en strákar að æfa íþróttir um og eftir 14 ára aldurinn.

http://www.youtube.com/watch?v=URVYgTbbryE


Twee-Q

TWEE-Q – jafnrétti í Twitter-færslum

„Crossing Borders“ eru sænsk samtök sem berjast fyrir jafnrétti. Meðal þeirra verkefna sem samtökin hafa tekið sér fyrir hendur er Twee-Q. Á twee-q.com geta notendur Twitter reiknað út sitt eigið Twitter-kynjahlutfall, þ.e. hvort þeir skoða og endurtísta meira efni frá konum eða körlum. Twee-Q leitar að Twitter-síðu viðkomandi og sýnir að því loknu jafnréttiseinkunn notandans. Notendur geta líka prófað aðra Twitter-notendur, t.d. þá 3 vinsælustu: Lady Gaga fær 7,8 á Twee-Q-prófinu, Justin Bieber fær 3 og Katy Perry fær 10!

http://twee-q.com/


Nissan Juke

Nissan Juke fær silfurverðlaun Euro Effie

Nissan hefur lengi unnið með TBWA og þegar Nissan Juke kom á markaðinn var sett af stað herferð sem hafði það að aðalmarkmiði að gera smábílinn, sem af einhverjum ástæðum er talinn meira fyrir konur, eftirsóttan fyrir unga karlmenn. Árangurinn lét ekki á sér standa og markaðshlutdeild Nissan Juke meðal ungra karla í Evrópu jókst verulega. Í lok september hlaut herferðin silfurverðlaun á Euro Effie verðlaunahátíðinni.

http://vimeo.com/49841102SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Facebook

1.000.000.000 Facebook-notendur

Í morgun tilkynnti Mark Zuckerberg að Facebook hefði núna einn milljarð virkra notenda í hverjum mánuði. Tilkynningunni fylgir úttekt á staðreyndum þar sem kemur m.a. fram að meðalaldur notenda er 22 ár, um 600 milljónir nota Facebook í símanum og að þegar fjöldanum var náð voru flestir innskráðir í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Indónesíu og Mexíkó. 

TILKYNNING FRÁ MARK ZUCKERBERG
http://newsroom.fb.com/News/One-Billion-People-on-Facebook-1c9.aspx

FRÉTT Á MASHABLE.COM
http://mashable.com/2012/10/04/facebook-one-billion/


Worldcam

Worldcam finnur Instagram-myndir

Worldcam er vefur sem finnur Instagram-myndir teknar í nágrenni þess staðar sem leitað er að. Worldcam nær í upplýsingar frá Foursquare, Instagram, Geonames og Geoplugin og sýnir svo þær myndir sem koma upp í leitinni. Fyrir þá sem hyggja á ferðalög gæti verið einstaklega forvitnilegt að slá inn nafn hótels og kíkja á nánasta nágrenni þess.

http://worldc.am/

http://mashable.com/2012/10/04/worldcam/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101