Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#33 – 08.11.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

Weetos
Weetos styrkir Gerplustelpurnar

Weetos styrkti Gerplu fyrir ferð landsliðsins, sem er að að mestu skipað Gerplustelpum, á Evrópumeistaramótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í Árósum í Danmörku og stelpurnar vörðu þar Evrópumeistaratitilinn þann 20. október sl. Weetos gaf 10 krónur af hverjum seldum pakka til Gerplu og fylgdist vel með mótinu á Facebook-síðunni. Stelpurnar fóru svo með Weetos í Kringluna, sýndu listir sínar og árituðu plaköt.

http://on.fb.me/Txs9tm


Olís 85 ára
Olís 85 ára

Þann 3. október hélt Olís upp á 85 ára afmæli sitt með veislu á þjónustustöðvum sínum. Þar gátu viðskiptavinir fengið Grill 66 hamborgara á 85 krónur og það sama gilti um pylsu, kók, trúðaís, prince polo og rúðusköfur og lítraverð á rúðuvökva var sömuleiðis lækkað. Áttatíu og fimm heppnir viðskiptavinir fengu einnig eldsneytislítrann á 85 krónur. Starfsfólk stóð við grillið frá morgni til kvölds, hamborgararnir ruku út og mikið að gera á öllum stöðvum. Jóhann K. Jóhannsson flakkaði milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu og sendi út beint á Bylgjunni.

http://youtu.be/q3giidN6lmc


Jólabjór
Jólabjór Ölvisholts
Jólabjór Ölvisholts Brugghúss kemur í verslanir Vínbúðarinnar eftir helgina. Bjórinn er toppgerjað öl, kryddað með kanil, negul og appelsínuberki. Kryddunin er hófstillt og liggur aftarlega í eftirbragði. Jólabjórinn er dökkur, með mikla fyllingu og beiskir humlar mynda gott jafnvægi við sætt maltbragðið. Miðinn á flöskuna var hannaður hér hjá okkur.

Skoða mynd

Gömul og góð frá starfsfólki

Nokia on ice Nokia on Ice
Airwaves tónlistarhátíðin fór fram um síðastliðna helgi með tilheyrandi hljóðprufum hérna í Hafnarhúsinu. Árið 2009 skipulögðum við í annað sinn tónlistarhátíðina Nokia on Ice í samstarfi við Hátækni og Nokia á Íslandi. Hátíðin var auglýst í sjónvarpi það árið en allt kynningarefni var unnið hér innanhúss. Útlit hátíðarinnar hannaði hinn eini sanni Tómas Ingi Ragnarsson.

http://bitly.com/STHwyI
Disruption

Á hverju ári veitir TBWA-keðjan Disruption-verðlaunin og í ár voru verðlaunin tilkynnt nú í október. Verðlaunin eru, eins og nafnið gefur til kynna, veitt þeim auglýsingaherferðum innan keðjunnar sem þykja falla best að hugmyndafræðinni. Disruption er ætlað að „ögra hefðbundinni þekkingu og umbylta venjum og fordómum sem hefta hugmyndir um ný tækifæri og önnur markmið“. Fjöldi stórra fyrirtækja hefur farið í gegnum Disruption-dag með TBWA, þ.á m. Apple, Adidas, Nissan, PlayStation, Pedigree og Whiskas.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWABOYSEN KNOxOUT

GRAND PRIX – TBWA\SMP og Boysen

TBWA\Santiago Mangada Puno í Filippseyjum fékk fyrstu verðlaun Disruption-verðlaunanna í ár. TBWA\SMP vann herferð fyrir málningarfyrirtækið Boysen sem hefur þróað málningu sem dregur úr koltvísýringsmengun. Listamenn víðsvegar að úr heiminum voru fengnir til að mála vegglistaverk með Boysen KNOxOut málningunni meðfram stærstu og umferðarþyngstu götu Manila, Epifanio de los Santos Avenue.

Vefur verkefnisins: http://boysenknoxoutproject.com

Um verkefnið: http://vimeo.com/50094235


42 Maslak

TBWA\Istanbul – „Artful Living“

Verkefni TBWA\Istanbul fyrir tyrkneska byggingafyrirtækið BAY, 42 Maslak, „Artful Living“, var meðal 10 efstu í Disruption-verðlaununum, en verkefnið hlaut Grand Prix-verðlaun á Golden Drum auglýsingahátíðinni í byrjun október. Tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á hönnun og tilgangi 42 Maslak-svæðisins, þar sem byggja á m.a. íbúðir, skrifstofuhúsnæði og verslunarmiðstöð á einum byggingarreit, strax frá upphafi vinnunnar með litskrúðugum atvinnutækjum.

http://vimeo.com/39816258


HEMA

Doom&Dickson – HEMA

Auglýsingastofan Doom&Dickson í Hollandi er hluti af TBWA-keðjunni og var meðal 10 efstu tilnefninga til Disruption-verðlaunanna í ár. Stofan var tilnefnd til verðlaunanna fyrir verkefni sem hún vann fyrir HEMA. Verslunin vildi auglýsa „mega push-up“-brjóstahaldara sem ku geta stækkað barminn um tvær skálastærðir. Fyrirsætan Andrej Pejic var mynduð og auglýsingar birtar. Svo fengu fjölmiðlar að vita að fyrirsætan er karlmaður. Herferðin hlaut gullverðlaun á auglýsingahátíðinni í Cannes í ár.

http://www.youtube.com/watch?v=kgsRKRhPUlwSAMFÉLAGSFRÉTTIR

Instagram

Prófílsíður á Instagram

Í upphafi mánaðarins fengu notendur Instagram prófílsíður á netinu. Síðurnar eru að mörgu leyti líkar Facebook-síðum, en það kemur kannski ekki mörgum á óvart þar sem Facebook eignaðist Instagram í september síðastliðnum. Notendur geta athugað hvort þeirra síða er komin upp með því að bæta notendanafni sínu aftan við instagram.com/. Síðan okkar er komin í loftið.

Um breytinguna: http://mashable.com/2012/11/05/instagram-web-profiles/

Instagram-síðan okkar: http://instagram.com/pipartbwa


Barack Obama

Barack Obama setti met á Facebook og Twitter

Forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum fyrr í vikunni og fagnaði forsetinn Barack Obama sigri. Fögnuðurinn birtist m.a. í færslum á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Mynd hans á Facebook varð í kjölfarið sú mynd sem fengið hefur flest „like“ frá upphafi en tæplega 4.000.000 hafa nú „líkað við“ myndina. Sama mynd sló einnig met á Twitter en færslan varð sú sem hefur fengið flest „retweet“, sú tala stendur nú í tæplega 785.000. Justin Bieber átti Twitter-metið fyrir en hans 200.000 „retweet“ blikna í samanburðinum.

http://mashable.com/2012/11/07/obama-most-liked-facebook/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101