Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#34 – 06.12.12

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

SkjárEinn
Jólakveðjan þín á SkjáEinum 

SkjárEinn býður áskrifendum og notendum Facebook að taka upp og senda jólakveðjur í gegnum Facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar. Jólakveðjurnar birtast á síðunni, en þeir sem senda jólakveðjur geta einnig birt þær á eigin síðum eða á síðum vina sinna. Fallegar jólakveðjur sem sendar eru í gegnum appið verða einnig birtar á SkjáEinum núna í desember.

http://on.fb.me/Vm1Cyw


Inkasso
Nýjar leiðir í innheimtu

Fjármálafyrirtækið Inkasso tók til starfa vorið 2010 og hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir nýstárlega aðferðafræði í innheimtu krafna, þar sem hagsmunir allra málsaðila eru hafðir að leiðarljósi – og tæknivædda þjónustu sem minnkar álag viðskiptavina verulega. Fyrirtæki í viðskiptum við Inkasso eru nú orðin yfir 600 talsins. Ánægðir viðskiptavinir í innheimtuþjónustu lýsa henni í nýjum sjónvarpsauglýsingum.

http://youtu.be/AMQHIsitVCs


Dolce Gusto
NESCAFÉ Dolce Gusto í Fjarðarkaupum 
Í nóvember fór NESCAFÉ Dolce Gusto af stað á Facebook. Síðan er mjög virk og um síðastliðna helgi voru Facebook-vinir Dolce Gusto boðaðir í Fjarðarkaup þar sem þeir áttu að syngja fyrir kynningaraðila til að vinna Dolce Gusto-kaffivél. Tveir heppnir gátu unnið vélar, sá sem var fyrstur til og sá tíundi. Það voru Berglind Ósk og Kristín Fríða. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um kaffivélarnar og drykkina auk persónuleikaprófs sem sýnir þeim sem taka prófið sér til dægrastyttingar hvaða Dolce Gusto-drykkir eiga best við þá.

http://youtu.be/yVo9XEcZuJs?hd=1


EldvarnirÖryggismiðstöðin, eldvarnarleikur
Í desember er mikilvægt að vera með eldvarnir heimilisins á hreinu og vera viss um að reykskynjarar, slökkvitæki og allt slíkt sé í lagi. Þess vegna efnir Öryggismiðstöðin til einfalds leiks á Facebook þar sem þátttakendur þurfa aðeins að skrá sig á Facebook-síðunni. Reglulega eru svo dregin út nöfn þeirra heppnu sem fá eldvarnarpakka frá Öryggismiðstöðinni.
 

http://on.fb.me/TUvRg6 

Hjálparstarf kirkjunnarJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar 
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin og í ár er áherslan lögð á vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku. Söfnunin er nú undir yfirskriftinni Hreint vatn gerir kraftaverk og allir sem eru aflögufærir hvattir til að gefa þeim sem minna mega sín. Landsmenn geta greitt valgreiðslu í heimabanka, gefið frjálst framlag á framlag.is, keypt gjafabréf á gjöfsemgefur.is, hringt í styrktarsímann 907 2003 (2.500 kr.) eða lagt inn á söfniunarreikning Hjálparstarfsins (0334-26-50886, kt. 450670-0499).

http://youtu.be/jTdcEBIQXEQ

Gömul og góð frá starfsfólki

Gott báðum megin
Gott báðum megin

Sú gamla og góða kemur að þessu sinni úr smiðju Tryggva okkar Tryggvasonar, frá fyrstu árum hans á Yddu. Birgir Ingólfsson var hugmyndasmiður með Tryggva og varan var Homeblest-kex. Árið er líklega 1987 eða 8. Bessi heitinn Bjarnason og Kormákur Geirharðsson léku og Þórhallur Sigurðsson leikstýrði. Yfir öllu hljómar svo goðsagnakennd rödd Rúriks heitins Haraldssonar. Klassík!

http://bit.ly/RaWnX1

Gleðileg jól

Desember er genginn í garð með öllu sínu jólaskrauti, jólasögum, jólatrjám, jólagjöfum og jólaljósum – og jólaauglýsingum og jólaverslunarferðum. Seinni hluta nóvember sýnist sitt hverjum um skreytingagleði verslana en öll hneykslan hverfur og gleymist um leið og desember rennur upp. Þá förum við að skreyta sjálf og auðvitað látum við vita á Facebook. Við sjáum stöðuuppfærslur um fjölda smákökusorta á heimili eða yfirlýsingar þess efnis að viðkomandi sé bara búinn að redda öllum jólagjöfum. Á milli leynist mynd af skreyttu jólatré sem mesta jólabarnið skreytti fyrsta sunnudag í aðventu og athugasemdir bera þess merki að flestum þyki það bilun, það sé óhæft annað en að skreyta það seint á Þorláksmessu.

Góða helgi og gleðileg jól,
starfsfólk PIPARS\TBWAThe Cautionary Tale of Ebenezer Snoop

Adidas – Sagan af Ebenezer Snoop 

Jóladraumur Charles Dickens hefur margoft verið endurgerður og út úr honum snúið á ótal vegu. Í jólaherferð Adidas er það enginn annar en Snoop Lion (áður Snoop Dogg og Snoop Doggy Dogg) sem bregður sér í hlutverk Ebenezer Scrooge. Þar hefur hann glatað jólaskapinu og -stuðinu en með hjálp anda liðinna jóla (Stan Smith), anda þessara jóla (David Beckham) og anda hinna ókomnu jóla (Derrick Rose og Rita Ora) leysist úr málunum og Snoop finnur jólastuðið að nýju. Á Facebook geta notendur fundið út hvort þeir hafi glatað stuðinu og búið til sinn eigin jóladraum.

The Cautionary Tale of Ebenezer Snoop: http://www.youtube.com/watch?v=w1bIl7tqi8o

Ert þú Ebenezer?:
http://apps.facebook.com/adidasebenezeryou


Wine Orchestra

[yellow tail] – Vínsveitin

Í sumar bauðst fólki að senda [yellow tail] vínframleiðandanum „tónlistarmyndbönd“ þar sem spilað var á vínflöskur, -glös og annað sem tengist víninu. Á sama tíma gaf fyrirtækið 1 dollara til Unison Benevolent sjóðsins (sem styrkir kanadíska tónlistarmenn) í hvert skipti sem einhver sendi nýtt hljóð eða myndband, eða deildi síðunni með öðrum á Facebook og/eða Twitter. Í nóvember hafði tónlistarmaðurinn Kutiman blandað hljóðunum saman og gert stutt lag og myndband sem fyrirtækið notar í auglýsingum fyrir jólin. Öllum býðst þar að auki að fara á vef verkefnisins og blanda saman hljóðum í ný lög og ný myndbönd.

Auglýsing [yellow tail]: 
http://www.youtube.com/watch?v=jRGuoR20gLY

Nýtt lag: http://www.wineorchestra.com/


Another Miracle on 34th Street

Macy's – Annað kraftaverk á 34. stræti

Jólaherferð Macy's gengur út á hina klassísku kvikmynd „Miracle on 34th Street“ frá 1947 (ekki endurgerðina 1994). Þar er svarthvítur jólasveinninn (Edmund Gwenn) klipptur beint úr kvikmyndinni inn í Macy's-verslun dagsins í dag. Þar er hann í svipaðri stöðu og í myndinni, ráðinn til að hjálpa í jólaösinni. Í auglýsingunni fylgjumst við með honum þegar hann hittir aðra „starfsmenn“, sem eiga vörumerki sem seld eru í versluninni. Þar á meðal eru Martha Stewart, Taylor Swift, Carlos Santana, Donald Trump, Tommy Hilfiger og Justin Bieber.  

http://www.youtube.com/watch?v=iy14SGW9vX0SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Facebook Governance Vote

Kosið um breytingar á skilmálum Facebook 

Notendur Facebook geta núna kosið um breytingar á skilmálum síðunnar. Kosið er um breytingar sem Facebook tilkynnti í nóvember en vegna athugasemda frá notendum var ákveðið að efna til kosninganna. Kosningin hófst 3. desember en hægt er að kjósa til 10. desember næstkomandi. Fjallað er um málið á vefnum mashable.com. Þar má einnig finna tengingar inn á tilkynningar frá Facebook.

Frétt Mashable: http://mashable.com/2012/12/05/facebook-vote/

Kosningin sjálf: https://apps.facebook.com/fbsitegovernance/


MySpace

Upprisa Myspace?

Í fyrra eignaðist tónlistarmaðurinn Justin Timberlake meirihluta í Myspace sem þá hafði verið í frjálsu falli síðan Facebook og Twitter urðu aðalmálið. Um miðjan nóvember kynnti hann sjálfur nýtt útlit Myspace sem enn er aðeins fyrir útvalda. Þar verður aðaláherslan lögð á tónlistina, en á blómatíma Myspace varð sprenging í uppgötvunum nýrra tónlistarmanna og hljómsveita. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þessar breytingar á útliti og eignarhaldi muni verða til þess að fólk rifjar upp gamlar aðgangsupplýsingar.

http://mashable.com/2012/11/16/justin-timberlake-myspace/

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101