Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#35 – 03.01.13

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

HHÍ - Harpa Sveinsdóttir
HHÍ – „Stóri dagurinn“ 
Útdráttarfyrirkomulagi Happdrættis háskólans var breytt nú um áramótin. Dregið verður einu sinni í mánuði í stað tvisvar áður – en í þremur leikjum, Aðalútdrætti, Milljónaveltunni og Milljón á mann. Öll númer eru með í öllum leikjum dagsins.
Nýjar auglýsingar fyrir happdrættið voru framleiddar hér á PIPAR\TBWA í desember en þær skarta Ilmi Kristjánsdóttur í aðalhlutverki. Þar kynnumst við Hörpu Sveinsdóttur miðaeiganda og talnaspekúlant og sérviskum hennar. Leikstjóri var Óskar Jónasson og tökumaður Bergsteinn Björgúlfsson.

http://youtu.be/uvsVpWA3Qwc


ÓB og HM í handbolta
HM nálgast – vertu með ÓB-lykil!

ÓB brá á leik í kringum Ólympíuleikana sl. sumar og bauð afslátt af eldsneytislítranum í takt við markamun eftir sigurleiki íslenska landsliðsins í handbolta. Mestur varð munurinn 17 mörk gegn Bretum og ÓB-lykilhafar nýttu sér það svo sannarlega. Um leið var boðið upp á leik á Facebook þar sem fólk gat giskað á rétt úrslit leikja og unnið sér inn gull-, silfur- eða bronslykla sem gefa meiri afslátt en venjulegur ÓB-lykill.
HM í handbolta hefst 11. janúar næstkomandi og ÓB endurtekur leikinn. Miklar vonir eru bundnar við leikina við Katar og Chile. Á Facebook-síðu ÓB verður á næstu dögum hægt að spá fyrir um úrslit allra leikja.

http://on.fb.me/WZiIcaJóla- og áramótakveðja PIPARS\TBWA 
Jóla- og áramótakveðja
Jólakveðjan á YouTube:

http://bit.ly/WgeK8A


Hvað gerist 2013?

Fyrir áramótin birtu dagblöð og tímarit völvuspár fyrir árið 2013, þar var að venju farið yfir það helsta: veðurfar, náttúruhamfarir, viðskiptalíf, pólitík, barneignir, hjónabönd og skilnaði. Í kjölfarið bíðum við eftir rysjóttri tíð, eldgosi, fyrirsjáanlegum kosningaúrslitum og að ákveðnir starfsmenn óski eftir fæðingarorlofi. Þessi tilhneiging til að reyna að sjá fyrir atburði nýs árs er ekki séríslensk, á vefmiðlum og markaðsbloggum reyna menn að rýna í árið framundan til að komast að því hvaða markaðsaðferðir munu virka vel á komandi mánuðum.

Góða helgi og gleðilegt ár,
starfsfólk PIPARS\TBWA


James Bond
Dauði stórra sjónvarpsauglýsinga?  

Einn áhugaverðasti punkturinn í markaðsspám ársins kemur frá Greg Smith hjá The Via Agency. Hann telur að á árinu muni draga úr áhorfi á stórar sjónvarpsstöðvar með hefðbundnum auglýsingatímum og þar með stórar sjónvarpsauglýsingar. Þessi minnkun í áhorfi er afleiðing aukins niðurhals og aukins frelsis áhorfenda með tilkomu VOD og þess háttar þjónustu. Þegar hefðbundnir auglýsingatímar hverfa með þessum hætti stóraukast tækifæri til vöruinnsetningar (product placement) í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um allan heim. Kvikmyndaframleiðendur munu þar að auki leita frekar til auglýsenda og vörumerkja fyrir fjármögnun og framleiðslu markaðsefnis fyrir slíkt afþreyingarefni. Vöruinnsetning er nú þegar mun meira áberandi í slíku afþreyingarefni og sést gjarnan vel í stiklum stórra kvikmynda.

Skyfall – hvað sérðu margar auglýsingar?
http://www.youtube.com/watch?v=YvV3g8hLlyU

Hugleiðingar Greg Smith er að finna í grein Jennifer Rooney hjá Forbes:
http://www.forbes.com/sites/jenniferrooney/2012/12/10/the-biggest-disruptions-to-hit-the-ad-industry-in-2013/


Adidas NEO
„SoLoMo – social, local, mobile“ 

„SoLoMo“ er hugtak sem bloggarinn Mike Gingerich notar í markaðsspá sinni fyrir árið framundan. Í því felst notkun samfélagsmiðla og snjallsíma með sérstökum staðbundnum markaðsaðferðum. Þar með verða fyrirbæri eins og Wi\Sh™ (Window Shopping), gagnvirkur verslunargluggi þróaður af TBWA\Helsinki, mikilvæg fyrir markaðssetningu vörumerkja. Glugginn var prófaður í Adidas NEO versluninni í Nürnberg í september og október 2012. Þar gátu viðskiptavinir keypt vörur og deilt upplifuninni með vinum á samfélagsvefjum.

Wi\Sh™ – Adidas NEO:
http://www.youtube.com/watch?v=7ZXucLUfh0U

Markaðsspá Mike Gingerich:
http://blogs.imediaconnection.com/blog/2012/12/11/digital-and-social-marketing-trends-for-2013/


Nokia NFC

Snjallsímar og þægindi – Nokia með NFC

Jennifer Rooney hjá Forbes hafði samband við yfirmenn í auglýsingabransanum til að komast að því hvað yrði áberandi í markaðsaðferðum ársins. Þar kom fram hjá bæði Tomos Evans og Paul Cunning að snjallsímar yrðu áberandi þetta árið. Michael Hart kom að auki inn á að þetta árið myndu markaðsaðferðir ganga meira út á innihald og upplifun fyrir neytandann. Nokia í Póllandi sýndi fram á möguleika NFC-tækninnar (Near Field Communication) í markaðssetningu í samstarfi við kvikmyndahús þar í landi í október sl. Þar bauðst notendum Nokia snjallsíma upplifun í formi ókeypis bíómiða.

Nokia með NFC: http://www.youtube.com/watch?v=OSOzLdNJc2Q

Vangaveltur markaðsmanna í Forbes:
http://www.forbes.com/sites/jenniferrooney/2012/12/10/the-biggest-disruptions-to-hit-the-ad-industry-in-2013/


Social Activism

Innihald og mannleg skilaboð mikilvæg

Í nóvember birti TBWA\Worldwide niðurstöður könnunar sem unnin var í samstarfi við TakePart. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hefur samfélagsleg virkni og aðgerðastefna aukist sömuleiðis og þar leynast tækifæri. Neytendur krefjast innihaldsríkra samskipta við þau fyrirtæki sem þeir eiga viðskipti við og skilaboðin verða að samræmast þeirri ímynd sem þeir hafa. Þessi krafa um innihald og persónulega markaðssetningu kemur einnig fram í spám annarra fyrirtækja um markaðsáherslur 2013.

Social Activism – niðurstöður TBWA\ og TakePart:
https://spotlit.es/tbwa/social-activism-2012/s-726638/l 

Fréttatilkynning TBWA\Worldwide: http://www.prnewswire.com/news-releases/is-social-activism-the-new-black-180034901.htmlFleiri greinar um markaðsáherslur 2013

„Online Marketing: Top Trends for 2013“ – Adexchanger: 
http://www.adexchanger.com/data-driven-thinking/online-marketing-top-trends-for-2013/

„Industry Experts Predict the Top 5 Digital Marketing Trends For 2013„ – Adotas:
http://www.adotas.com/2012/11/industry-experts-predict-the-top-5-digital-marketing-trends-for-2013/

„Northstar Consulting Group: 4 Marketing Trends to Watch in 2013“ – Virtual-strategy:
http://www.virtual-strategy.com/2012/12/13/northstar-consulting-group-4-marketing-trends-watch-2013

„4 Best Practices for Digital Marketers in 2013“ – Mashable:
http://mashable.com/2012/12/13/digital-marketing-2013/
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
 Sent to <<Netfang>> — why did I get this?
unsubscribe from this list | update subscription preferences
PIPAR\TBWA · Tryggvagata 17 · Reykjavik 101