Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#36 – 07.02.13

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar

PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

HHÍ – Lukkudýr
Lukkudýr geta unnið happdrættismiða

Næsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands, Stóri dagurinn, fer fram þann 12. febrúar. Facebook-vinum HHÍ gefst nú kostur á að taka þátt í leik og geta þá unnið sér inn miða í útdrættinum. Útfærslan er einföld ljósmyndakeppni, þátttakendur senda inn myndir af lukkudýrunum sínum sem keppa um hylli almennings. Þrjár hlutskörpustu myndirnar hljóta verðlaun og að auki aðrar þrjár sem valdar verða af handahófi.

Lukkudýraleikurinn á Facebook:
http://on.fb.me/14C2LZR
Ný auglýsing fyrir Stóra daginn:
http://youtu.be/n-B29eVokls


DCG

ÓB – Mörk eru krónur
ÓB tók þátt í stemningunni kringum HM í handbolta í janúar, rétt eins og á Ólympíuleikunum í fyrra. Strákarnir okkar „stjórnuðu afslættinum“ en ÓB bauð afslátt af eldsneytislítranum í takt við markamun daginn eftir sigurleiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Á Facebook-síðu ÓB var jafnframt hægt að spá fyrir um úrslit leikja og vinna sér inn gull- silfur- eða bronslykil hjá ÓB.

Nýr „aðstoðarþjálfari“ á vegum ÓB var talsmaður átaksins, en það var leikarinn Hallgrímur Ólafsson sem fór þar á kostum.

http://youtu.be/Myj6eT4_YzU

DCG
DCG – nýr vefur

Nýr vefur DCG, www.dcg.is, fór í loftið núna í janúar. DCG sérhæfir sig í netfyrirtækjum og á m.a. Hópkaup og Kredia. Nýjasta fyrirtækið, Heimkaup, vöruhús með vefverslun og sýningarsal, var opnað fyrir skömmu á vefslóðinni www.heimkaup.is. Við hönnuðum nýja vefinn fyrir DCG.

http://dcg.is


KFC – Booster-smakk
KFC – Smakk 
Í kvöld, fimmtudaginn 7. febrúar, ætlar KFC að fara óvenjulega leið að því að kynna nýjung á matseðli og býður öllum sem vilja að koma og smakka og segja hvað þeim finnst. Nýjungin er girnilegur Booster kjúklingaborgari með dökku kjöti af upplæri, ásamt súrum gúrkum, majónesi og tómatsósu. Smökkunin verður aðeins á KFC Sundagörðum milli 18 og 21 í kvöld, eða meðan birgðir endast.

http://www.facebook.com/kfc.is

Auglýsingarúntur um Super Bowl

Super Bowl fór fram í Mercedes-Benz höllinni í New Orleans um síðastliðna helgi. Fyrir okkur er Super Bowl meira en bara leikur í amerískum fótbolta. Auglýsingahléin eru meðal þeirra allra dýrustu og þar eru engar endurbirtingar. Vikurnar á undan birta auglýsendur gjarnan styttar útgáfur til að auka á spennuna og stundum eru auglýsingar byggðar á leikjum eða öðru þess háttar. Þannig var auglýsing Lincoln byggð á Twitter-færslum sem notendur Twitter sendu sjónvarpsmanninum Jimmy Kimmel. Bílar, bjór, gosdrykkir, snyrtivörur og símar eru meðal þess sem auglýst var í ár.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA


Hyundai: Team

Hyundai: „Team“

Hyundai átti þrjár auglýsingar í Super Bowl auglýsingahléum. Þeirra fyrst var „Team“. Auglýsingin sýnir stærri stráka útiloka einn minni sem fær ekki að vera með nema hann hafi með sér lið. Strákurinn, ásamt móður sinni, sækir auðvitað liðið á 7 manna Santa Fe. Auglýsingin er meðal þeirra sem hafa fengið hvað besta dóma eftir leikinn. Hyundai birti líka auglýsingarnar „Stuck“ (Sonata Turbo) og „Epic Playdate“ (Santa Fe). Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges, sem hefur verið rödd Hyundai síðastliðin ár, kórónar svo verkið.

http://www.youtube.com/watch?v=uPZ8LZQMPys


Volkswagen: Get Happy
 
Volkswagen: „Get Happy“ 

Auglýsing Volkswagen vakti mikla athygli og var meðal þeirra sem hvað oftast var deilt á samfélagsmiðlum eftir sýningu hennar. Einhverjum fannst ekki nóg af vísunum í kvikmyndina Office Space, öðrum fannst notkun á jamaískum hreim ekki alveg málið og enn aðrir töldu hann alls ekki óviðeigandi þar sem hann vísaði til þess að fólk frá Jamaíka væri mjög hamingjusamt, skemmtilegt og glatt. Super Bowl auglýsingar hafa alltaf vakið athygli og er þá skemmst að minnast „The Force“ sem birtist í Super Bowl 2011.

http://www.youtube.com/watch?v=9H0xPWAtaa8


RAM: Farmer

RAM Trucks: „Farmer“

Auglýsing RAM þetta árið vísaði í ímynd bandarískra bænda og var tveggja mínútna virðingarvottur við stéttina. Auglýsingin þykir vel heppnuð en hún samanstendur af ljósmyndum sem birtast undir ræðu Paul Harvey. Engin tónlist, engin flugeldasýning og allt eins einfalt og mögulegt er. Í töluðu máli er hvergi minnst á vörumerkið sjálft, það birtist á örfáum myndum og í lokaskilti. Auglýsing RAM hefur verið borin saman við auglýsingu Jeep, þar sem Oprah Winfrey fer með tveggja mínútna ræðu um fórnir bandarískra hermanna.

http://www.youtube.com/watch?v=AMpZ0TGjbWE
 


SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Instagram

Nýtt á Instagram 

Loksins! Instagram er komið með fréttaveitu (feed) á netinu. Á instagram.com er hægt að skoða, líka við og gera athugasemdir við myndir hjá fólki sem maður fylgir. Það er smávegis munur á Instagram í símanum og á netinu en flest er svipað. Á instagram.com er ekki hægt að hlaða niður myndum og bæta við filterum. Ekki þarf að endurræsa síðuna þegar nýjar myndir eru settar inn líkt og gera þarf í símanum. Í fréttaveitunni er mikið af auðu plássi sem líklegt er að verði að auglýsingaplássi í framtíðinni líkt og tíðkast á Facebook.

Frétt á Mashable um instagram.com:
http://mashable.com/2013/02/05/instagram-web/

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.