Email not displaying correctly? View it in your browser.
PIPAR\TBWA\FIMMTUDAGUR
#37 – 07.03.13

Fréttir og fróðleiksmolar
um markaðsmál
og auglýsingar
 
PIPAR\TBWA
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík
Sími 510 9000

 

 
Ný verkefni PIPARS\TBWA

PIPAR\TBWA
Nýr vefur PIPAR\TBWA 

Vefurinn okkar hefur fengið allsherjar yfirhalningu, bæði hvað varðar útlit og virkni og við erum enn að bæta hann og snurfusa. Þar er að sjálfsögðu hægt að finna allar upplýsingar um okkur og skoða sýnishorn af verkum. Margar hendur hafa komið að, en mest hefur mætt á vefgaldrakarlinum okkar, Matej Hlavacek. Smartmedia sá um forritun.

http://pipar-tbwa.is


VLO
Olís – VLO díselolía 
Olís kynnti á dögunum nýjung í eldneytismálum, en þar er nú blandað VLO – vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu í díselolíuna. VLO er afrakstur áratuga rannsókna- og þróunarstarfs hjá finnska fyrirtækinu Neste Oil og þykir hreinna og umhverfisvænna eldsneyti en áður hefur þekkst. Það er betur útskýrt í sjónvarpsauglýsingunni sem framleidd var hér á PIPAR\TBWA. Guðjón Ólafsson, Gus, leikstýrði.

http://bit.ly/XUjV1V


Heimkaup
Heimkaup – allt í einum smelli

Heimkaup eru nýtt vöruhús með vefverslun og sýningarsal, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Vöruúrvalið er mikið og úr ýmsum vöruflokkum. Þegar keypt er á Heimkaup.is getur viðskiptavinurinn valið hvort hann fær vöruna senda heim eða á vinnustað. Í Turninum er stórt og glæsilegt vöruhús með sýningarsal þar sem viðskiptavinum gefst einnig færi á að sækja keyptar vörur sé þess óskað. „Búðaráp heyrir nú sögunni til“ – skv. aðalpersónu auglýsingarinnar sem við gerðum í samstarfi við teiknisnillingana hjá AgnarÖgn.

http://bit.ly/14xvRHS


Ljósmyndauppboð
Mottumyndauppboð á Facebook

Mottumars er farinn af stað í fjórða sinn.
Mottusafnarinn Baldur Ragnarsson ákvað upp á sitt einsdæmi að útvíkka mottusöfnun sína þetta árið og bjóða upp á myndauppboð á Facebook. Til að útbúa uppboðs-appið á Facebook-síðu sinni leitaði hann til samfélagsdeildarinnar okkar og Smartmedia. Báðum aðilum var það að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að gefa þá vinnu í þágu málstaðarins, rétt eins og listamennirnir og aðrir sem að þessu koma. Við hvetjum alla til að taka þátt í uppátækinu og bjóða í myndirnar. Áfram Baldur!

http://on.fb.me/Z1A8lm


Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

„Glöggt er gests augað“ nefnist átaksverkefni um öryggi eldri borgara sem slysavarnadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Öryggismiðstöðin standa að sameiginlega. Á næstu vikum fá einstaklingar fæddir 1937 bréf og býðst þeim í framhaldi að fá heimsókn frá fulltrúum slysavarnadeildanna þar sem farið verður yfir öryggismál og slysavarnir á heimilinu. Auk ýmissa auglýsinga fyrir átakið voru framleidd nokkur stutt myndbönd þar sem farið er yfir hluti sem vert er að hafa í huga varðandi öryggi eldri borgara.

http://on.fb.me/12wBKJL

Tónlistin

Tónlistarbransinn er gríðarlega stór og áhrifamikill. Stórfyrirtæki keppast um að fá tónlistarfólk til að lýsa ánægju sinni með hitt og þetta vörumerkið. Tónlistarmyndbönd eru kostuð af auglýsendum og um allan heim eru tónlistarviðburðir sem við höfum ekki hugmynd um. Nærtækasta dæmið hjá okkur hérna á PIPAR\TBWA er sennilega Viña del Mar International Song Contest, sem er alþjóðleg söngvakeppni í samnefndri borg í Chile. Fáir hérna heima vissu af keppninni áður en Hera Björk fór út um miðjan febrúar og kom aftur heim með óaðfinnanlega hárgreiðslu og silfurmáv í farteskinu.

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA


Grammy amplifier

Grammy Amplifier

Grammy verðlaunin voru afhent núna í byrjun febrúar við mikinn fögnuð viðstaddra í Staples Center í Los Angeles. Síðastliðin tvö ár hefur auglýsingastofan TBWA\Chiat\Day séð um markaðssetningu Grammy verðlaunanna. Í fyrra undir heitinu „We are music“ og í ár kallaðist herferðin, „#TheWorldIsListening“. Herferð ársins gekk ekki bara út á að vekja athygli á verðlaununum, afhendingu þeirra og sjónvarpsútsendingunni heldur líka nýrri tónlist. Vefurinn grammyamplifier.com var gerður til að gefa upprennandi tónlistarfólki, þeim sem eiga sér draum um að meika það, tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri. 

Um Grammy Amplifier:
http://www.youtube.com/watch?v=UQIKvPYri4U

#TheWorldIsListening sjónvarpsauglýsing:
http://www.youtube.com/watch?v=DOvwjU5cBks

Grammy Amplifier:
http://www.grammyamplifier.com/


Headphone Music Festival
 
Sony: Headphone Music Festival 

Með fjölgun þeirra tækja sem bjóða upp á að við getum hlustað á þá tónlist sem við viljum, þegar við viljum og þar sem við viljum, hefur framboð heyrnartóla aukist að sama skapi. Þess vegna hélt Sony í Japan tónlistarhátíð sem eingöngu var hægt að sjá (og heyra) í snjallsímum. Sony notaði eigin tækni, SmartAR (AR = augmented reality, viðbótarveruleiki) til að miðla hátíðinni til þeirra sem vildu hlusta. Auglýsingaplaköt með mynd af merki hátíðarinnar og nöfnum hljómsveita gegndu hlutverki sviðs og þegar eigendur snjallsíma beindu símunum að plakötunum birtist myndband af hljómsveitinni í símanum. Að sjálfsögðu var öllum boðið að koma svo í næstu Sony-verslun til að hlusta í Sony-gæðum.

http://www.youtube.com/watch?v=IUab2HJoy5o


Anadolu Efes

TBWA\Istanbul býður leikmönnum Anadolu Efes á tónleika

Á dögunum buðu TBWA\Istanbul og Efes Pilsen leikmönnum tyrkneska körfuboltaliðsins Anadolu Efes á tónleika. Hljómsveitin var strengjasveit sem lék klassíska tónlist, eitthvað sem fellur ekki að smekk leikmanna liðsins. Tónleikarnir enduðu þó ekki á þann veg sem þeir bjuggust við, þegar hljómsveitin lék lag sem þeir könnuðust vel við. Málið á sér forsögu þar sem Efes Pilsen hafði áður fengið nokkra leikmenn liðsins til að flytja sama lag í auglýsingu til að þakka aðdáendum liðsins fyrir stuðninginn. Í þetta sinn var sendingunni snúið við og leikmenn liðsins féllu bæði fyrir klassískri tónlist og klassískum hrekk.

http://www.youtube.com/watch?v=8X3OL1UzP3U
 


SAMFÉLAGSFRÉTTIR

Dragon Bytes

TBWA \\ Dragon Bytes 

Dragon Bytes eru umræðuþættir á vegum TBWA Worldwide. Nick Parish, ritstjóri Contagious Magazine, stýrir umræðunum. Fyrsta umræðuefnið var staða og framtíð samfélagsmiðla og þátttakendur voru Danielle Strle (Tumblr), Chris Gomersall (Facebook), Jason Clement (TBWA\Digital Arts Network) og Jesse Spencer (Integer). Umræðurnar skiptust í fjóra hluta: Self, Content, Experiences og Tech. Dragon Bytes-umræður munu verða fleiri á árinu, þ.á m. verður fjallað um arkitektúr og hönnun. #dragonbytes

1.1 Self: http://vimeo.com/56934391 
1.2 Content: http://vimeo.com/56934392 
1.3 Experiences: http://vimeo.com/56934393 
1.4 Tech: http://vimeo.com/56934394


Facebook timeline

Ný tímalína í prófun hjá Facebook

Facebook er um þessar mundir að prófa nýja tímalínu hjá Facebook-notendum á Nýja-Sjálandi. Um er að ræða margar minni breytingar en stærsta breytingin virðist vera efst á tímalínunni þar sem hnapparnir Timeline, About, Friends, Photos og More munu birtast í textaformi beint fyrir neðan forsíðumyndina. En Maps og Subscriber information eru ekki lengur efst á tímalínunni.

http://mashable.com/2013/02/28/facebook-nz-timeline/

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar? Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.