PIPAR\TBWA
FIMMTUDAGUR

ÁFRAM ÍSLAND!

FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#43    14. nóvember 2013

Það er helst í fréttum að þér er boðið í partý! Í tilefni af leik Íslands og Króatíu á morgun ætlum við hér á PIPAR\TBWA að slá upp fótboltaveislu fyrir alla fjölskylduna hjá okkur á Tryggvagötu 17 og varpa leiknum á risatjald í Listasafnsportinu. Það væri gaman að sjá sem flesta af vinum okkar og velunnurum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, verður með greiningar og leikskýringar fyrir leik, Björn Jörundur tekur nokkur lög í leikhléi og settur verður upp skothraðamælir fyrir krakkana. Léttar veitingar í boði. Vinsamlegast staðfestið mætingu hér.

Góða helgi!
Starfsfólk PIPARS\TBWA


ADIDAS – Signature shots

Adidas tók ferskan vinkil á eiginhandaráritanir þegar NBA súperstjarnan Dwight Howard mætti til Manila, höfuðborgar Filippseyja í október síðastliðnum.
Teymi Adidas og TBWA\Singapore mætti með sérstakan útbúnað sem teiknar upp hreyfingar körfubolta og úr varð sannkölluð margmiðlunarveisla fyrir áhorfendur og þátttakendur. Í stað þess að skrifa með hefðbundnum penna á blað fyrir áhorfendur sína gerðu græjurnar Dwight Howard kleift að gefa hverjum og einum einstaka áritun á myndir og boli. Svona á að nýta tæknina!

 


NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Markaskorarar stjórna afslætti hjá ÓB

ÓB hefur oft brugðið á leik í kringum stórviðburði í handbolta og boðið afslátt í takt við markamun. Markamunur í fótbolta er hinsvegar ekki spennandi tala og því var brugðið á það ráð núna, þar sem mikilvægasti og umtalaðasti knattspyrnuleikur íslenska karlalandsliðsins er framundan, að láta treyjunúmer markaskoraranna stjórna afslættinum daginn eftir.
Við þurfum ekki nema eitt mark frá Eiði Smára (númer 22) til að afslátturinn verði umtalsverður. Og segjum að það kæmi nú annað til dæmis frá Kolbeini (númer 9) þá er afslátturinn kominn í 31 krónu. Rétt er að taka það fram að hvert treyjunúmer gildir aðeins einu sinni þótt leikmaður skori fleiri mörk.

ÓB býður jafnframt upp á skemmtilegan leik á Facebook þar sem hægt er að vinna sér inn miða fyrir tvo á seinni leik liðanna í Króatíu ásamt flugi og gistingu.
 


Hópkaup – í krafti fjöldans

Hópkaup hafa slegið í gegn hjá íslenskum kaupendum undanfarin þrjú ár enda viðskiptamódelið einfalt og sniðugt og þekktist ekki hér á landi þegar fyrirtækið tók til starfa. Sum tilboðanna hafa sprengt alla skala – eins og t.d. þegar hamborgarastaður seldi yfir 51 þúsund hamborgara á einum sólarhring á Hópkaup.is.

Í nýjum sjónvarpsauglýsingum er unnið með þesskonar raundæmi og þau sett í skemmtilegt samhengi. Slagorð fyrirtækisins hefur frá upphafi verið „í krafti fjöldans“, sem er mjög lýsandi fyrir starfsemina. Við vildum myndgera slagorðið og finna fyrir fjöldanum.

Auglýsingarnar eru hlaðnar stórleikurum; Víkingur Kristjánsson fer með aðalhlutverkið en á móti honum leika Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson og Vala Kristín Eiríksdóttir leiklistarnemi. Guðmundur Þór Kárason leikstýrði.


Gamaldags rjómaís frá Emmessís

Emmessís kynnti á dögunum nýja vöru – Gamaldags rjómaís. Um er að ræða hágæðavöru með ekta íslenskum rjóma og færri innihaldsefnum en hefðbundinn ís. Bragðið minnir einna helst á heimagerða ísinn sem hafður var til hátíðabrigða og margir tengja við gamla daga og góðar stundir.
Í hönnuninni lögðum við upp með að ná fram heimilislegri og huggulegri stemningu við hæfi, en samt með einfaldleikann að leiðarljósi.


Nokia Lumia 1020

Hátækni kynnti á dögunum nýjan snjallsíma frá Nokia, Lumia 1020, en óhætt er að segja að enginn annar snjallsími á markaðnum bjóði upp á betri myndavél. Hún er 41 megapixla, með fljótandi Carl Zeiss linsu og Xenon flassi. Atvinnuljósmyndarar hafa hrifist mjög af myndavélinni í símanum, m.a. Páll Stefánsson sem er hvað þekktastur fyrir flottar landslagsmyndir, og Finnur Andrésson ljósmyndari. Þeir tóku myndir á Lumia 1020 sem voru notaðar í auglýsinga- og kynningarefni fyrir símann.


Fyrsta sólóplata Eyþórs Inga

Eurovisionfarinn, gullbarkinn og snillingurinn hárprúði, Eyþór Ingi, hefur ekki setið auðum höndum undanfarin misseri og gefur nú út sína fyrstu sólóplötu. Það var hún Valgerður Gunnarsdóttir sem myndskreytti þetta fallega plötuumslag. Þar má sjá skemmtilega teikningu af Eyþóri Inga og segir Valgerður einfaldleikann hafa verið í fyrirrúmi þegar hún hannaði umslagið.
 


Ný jólaplata frá Heru Björk

Þetta árið kemur Hera Björk landanum í jólaskap með nýrri plötu, Hera Björk – Ilmur af jólum 2, en þar má finna hvern jólaslagarann á eftir öðrum. Selma Rut Þorsteinsdóttir hannaði umslagið og var unnið út frá fyrri jólaplötu Heru Bjarkar. Jónatan Grétarsson ljósmyndaði söngkonuna.


Rafskinna - SÍA 35 ára

Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er 35 ára um þessar mundir, en formennska er nú á höndum Valgeirs Magnússonar. Í tilefni af afmælinu stóð SÍA að sýningu á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu í samvinnu við afkomendur Gunnars Bachman.

Rafskinna var sjálfvirk, rafknúin auglýsingabók sem fletti auglýsingum í Skemmuglugganum í Austurstræti á árunum 1933-1957. Bókin setti líflegan svip á miðbæinn og var landsmönnum til skemmtunar og fróðleiks í aldarfjórðung.

Sýningin stendur í Gallerí Fold til 17. nóvember nk.Instaskipti

Instaskipti hófust í vikunni hérna á PIPAR\TBWA. Starfsmenn skiptast núna á að sjá um Instagram-aðgang stofunnar, viku í senn. Björn Leó, texta- og hugmyndasmiður, reið á vaðið og birtist fyrsta myndin hans síðastliðinn mánudag. Hann setur svo 1-2 myndir á dag út vikuna. Myndirnar birtast að sjálfsögðu á Instagram en þær er einnig hægt að skoða á Facebook-síðunni okkar.

Í næstu viku sjá starfsnemarnir Andrea Sif og Konráð um #PIPARTBWA. Fylgstu með!