PIPAR\TBWA
FIMMTUDAGUR

GLEÐILEG JÓL!

FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#44    19. desember 2013
 
Hver kannast ekki við jólalagið „Hátíðarskap“, sem Helga Möller gerði ódauðlegt með dúettnum Þú og ég árið 1980? Í 33 ár höfum við öll staðið okkur að því að syngja með, viljandi eða óvart. Já, öll! Helga er órjúfanlegur partur af jólunum, rétt eins og rjúpur, salt og nýtt kortatímabil. 
Við mælum með að þið farið í geymsluna, náið í safnplötuna „Í hátíðarskapi“, bregðið undir nálina og faðmið næstu manneskju. Það mun allt verða betra.
 
Gleðileg jól!
Starfsfólk PIPARS\TBWA


Vörumerkið „Santa“

Þetta er alger snilld fyrir okkur auglýsinganirðina. Þarna sjáum við bara svart á hvítu (eða meira rautt á hvítu) hverskonar vörumerki sjálfur jólasveinninn er, hvaða litaborðum maður á að fylgja, hvaða gildum á að halda á lofti og hvaða stefnu skal taka í öllu sem varðar jólasveininn. Einnig er þetta mjög gott fyrir jólasveinana sjálfa þegar þeir byrja að undirbúa jólin fyrir allt það sem kúnninn krefst af þeim.
 


The Bear & The Hare

Breska verslunarkeðjan John Lewis hefur í mörg ár gert stórar jólaauglýsingar. Í þetta sinn var gerð teiknimynd í anda gömlu Disneymyndanna sem fjallar um vinskap og kærleik milli björns og héra. Lily Allen var fengin til að endurgera Keane-slagarann „Somewhere only we know“. Útkoman er einstaklega falleg – og ekki síður magnað að horfa á „making off“ myndbandið, en þarna er unnið með listilega blöndu af teiknimynd og alvöru leikmynd.


The Taste that Unites

KFC fór óvenjulega leið þessi jólin og gaf út jólalag í fullri lengd. 
Jólin eru hátíð sem sameinar fólk – og hjá KFC er það bragðið sem sameinar. Þessu er blandað saman á skoplegan og skemmtilegan hátt í laginu „The Taste that Unites“.
Skemmtileg jólaballaða sem klístrast við heilann eins og kjúklingur við fingurgóma.
 


 
NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Ding dong – og varan er komin!

Æ fleiri Íslendingar hafa áttað sig á þeim snilldarlega verslunarmáta sem Heimkaup bjóða upp á – og nýtt sér fría heimsendingu, ekki síst nú fyrir jólin. Það er enginn vafi að Heimkaup hafa létt heilmiklu jólastússi af mjög mörgum, enda kærkomið fyrir flesta að slá aðeins á þvælinginn milli búða á aðventunni. Mögulega hafa einhverjir grætt gæðastundir með fjölskyldunni í staðinn. Við gerðum einfaldar sjónvarpsauglýsingar með Stefáni Halli Stefánssyni leikara.

 


Ljóminn á skilið þau „læk“ sem hann fær

Ljóma smjörlíki þekkja flestir enda hefur varan í gylltu umbúðunum verið áberandi í búðarborðum landsmanna frá árinu 1931. Flest tengjum við Ljóma við gamla tíma, Ljómalagið vinsæla með Ríó Tríó og kökurnar hennar ömmu. Minningin um gamla eldhúsið, góða kökubragðið og lyktina úr ofninum er sterk. Í nýjum auglýsingum fyrir Ljóma reynum við að endurvekja einmitt þessa stemningu og innblástur er sóttur til 6. áratugarins. Við hrærðum líka að sjálfsögðu í einn uppskriftaleik á Facebook.

 


„Alveg eins og heimagerður“

Að undanförnu höfum við hannað nýjar umbúðir utan um ýmsar ístegundir frá Emmessís – Djæf, Lurk, Gamaldags rjómaís – og nýjasta afurðin eru pakkningar utan um Jólaíspinna. Gamaldags rjómaísinn minnir á heimagerða ísinn sem hafður var til hátíðabrigða í gamla daga og kallar fram dýrmætar minningar um ljúfar og góðar stundir. Stórleikkonan Kristbjörg Kjeld fór á kostum í útvarpsauglýsingum fyrir gamaldagsísinn.
 


Hversu mikið elskar þú KFC?

KFC fer óvenjulegar leiðir á Facebook. Í nokkrar vikur hefur aðdáendum þessa vinsæla skyndibita boðist að senda inn mynd af sér – og geta þeir í framhaldi átt von á að sjá sjálfa sig á „vinafötu KFC“ næst þegar þeir fá sér að borða. Nú þegar hefur fjöldi Íslendinga skreytt föturnar á KFC – og unnið sér inn fötu – og næsta upplag mun svo skarta nýjum andlitum. Skemmtileg leið til að sýna vörumerki hollustu sína í verki.

 


Ísland - Króatía

Það var gríðarleg stemning í listasafnsportinu (sem gárungarnir kalla „hátíðasal Pipars“) í byrjun nóvember þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta atti kappi við Króata um sæti á HM. Við rúlluðum inn pylsuvagni, sýndum báða leikina á risaskjá, fengum þekkta fótboltaspekúlanta með leikskýringar og skemmtikraftar stigu á stokk. Portið fylltist af fólki, stemningin var nánast eins og best gerist á vellinum og loftið var þrungið spennu.

 


Löggan á Facebook
 

Við fengum gríðarlega skemmtilega heimsókn í hádeginu föstudaginn 6. des. Stefán Eiríksson lögreglustjóri kom og sagði okkur frá ævintýrum löggunnar á Facebook og öðrum samfélagsm