PIPAR\TBWA
FIMMTUDAGUR

EUROVISION

FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#49    8. maí 2014
 
Nú er tíminn sem við höfum öll beðið eftir runninn upp því Eurovision er hér! Líf okkar á PIPAR\TBWA hefur að minnsta kosti að miklu leyti snúist í kringum Eurovision undanfarna mánuði enda eigum við ansi mikið í framlagi Íslands að þessu sinni. Bibbi Skálmaldarrokkari og sérlegur samfélagsmiðlari hefur að sjálfsögðu staðið vaktina í bakröddunum og staðið sig með stakri prýði. Það hefur hins vegar líklega farið framhjá fæstum að Valgeir okkar hefur unnið gríðarmikið og gott starf til þess að koma Pollapönkurunum á framfæri sem átti kannski einhvern þátt í því að ólíklegt lagt, að mati veðbankanna, komst upp úr undankeppninni. Við fögnuðum að minnsta kosti ærlega þegar Ísland kom upp úr síðasta umslaginu, í fjórða skiptið undanfarin fimm ár (er það bara hægt?) og gleðjumst yfir því að fá tækifæri til að sjá framlag okkar Íslendinganna í aðalkeppninni á laugardaginn. Fyrst og fremst er þó gleðilegt að pollarnir í Pollapönk geti haldið áfram að deila sínum jákvæða boðskap vítt og breitt um Evrópu. Ísland – 12 stig!


Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA


Pollapönk í Eurovision

Margir gera sér eflaust ekki grein fyrir allri þeirri margra mánaða vinnu sem liggur á bak við mínúturnar þrjár sem eitt Eurovision-framlag er. Ótal þættir koma þar saman, her manns hefur lagt nótt við dag – og við hér á stofunni höfum ekki farið varhluta af því. Mest hefur auðvitað mætt á Valgeiri sem heldur utan um alla þræði styrkri hendi, jafnt hið sýnilega, sem hið ósýnilega. Lagið, textinn, búningarnir, hreyfingarnar, flutningur og almennur óaðfinnanleiki flytjenda innan sviðs sem utan er auðvitað það sem heyrir undir hið sýnilega – en öll PR-mennskan í kring hið ósýnilega. Auk hefðbundins kynningarefnispakka fyrir blaðamenn (press-kit), plötuhönnunar og auglýsingaefnis af ýmsu tagi er einn af mikilvægu þáttunum rafrænt fréttabréf sem sent er héðan reglulega í öllu ferlinu, um alla Evrópu, á þúsundir netfanga blaðamanna, útvarpsmanna, Eurovision-bloggara og -nörda sem hjálpa til við að bera út fagnaðarerindið og smita áreitinu og boðskapnum út um Evrópu. Það sakar heldur ekki fyrir Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðlaumsjón að eiga í þetta skiptið fulltrúa úr samfélagsmiðladeildinni í bakraddadúettinum.

   
FRÉTTIR AF PIPAR\TBWA

Pollafjör hjá Olís
 

Pollapönk sér nú um landstjórnina á Ævintýraeyjunni, en þessi sumarleikur Olís er nú formlega hafinn. Hægt að svara skemmtilegum myndbandsspurningum Pollapönkara á olis.is, vinna sér inn ýmiskonar glaðninga og mögulega stærri vinninga. Litríkur Pollaís var framleiddur sérstaklega fyrir Olís af þessu tilefni og þar gæti jafnframt hangið vinningur á spýtunni. Pollaópal er í framleiðslu – og Pollarnir sjálfir munu troða upp á Olís-stöðvum í sumar.
 


Gleðiveðbankinn
 

Eins og undanfarin ár hafa Olís og ÓB tekið þátt í Eurovisiongleðinni og boðið upp á eldsneytisafslátt í tengslum við gengi Íslands. Lykilhafar fengu 20 króna afslátt í gær þar sem Pollapönk komst áfram með glæsibrag. Það verður því afsláttur á sunnudag í takt við sæti þeirra í úrslitum – og ennþá er hægt að giska á fimm efstu lönd á úrslitakvöldinu í gleðiveðbanka ÓB og vinna sér inn gull-, silfur- eða bronslykil. Hvaða lönd verða í efstu fimm sætunum að þínu mati?
 


Hver mun bjarga þér?

Öryggimiðstöðin vill ávallt gera vel við sína tryggu viðskiptavini og ákvað því að bjóða þeim á frítt 2 klst. skyndihjálparnámskeið þar sem áhersla er lögð á endurlífgun. Í von um að með sameiginlegu átaki getum við gert samfélag okkar ögn betra hvetur Öryggismiðstöðin viðskiptavini sína til þess að taka með sér 4 aðila, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini, vinnufélaga eða hlaupahópinn og mæta á námskeið.
 

 


Nýjar ávaxtastangir

Sama hvernig viðrar þá er eitt sem hægt er að treysta á: þegar sumarið mætir loksins á svæðið munu Íslendingar glaðir gera vel við sig með góðum ís. Emmessís er með nýjung á markaðnum þetta sumar, þau Sólu og Glóa. Sóla og Glói eru hressandi ávaxtastangir sem henta ákaflega vel fyrir smáa fingur. Nöfnin og hönnunin eru til þess gerð að vera litrík og skemmtileg – líkt og stangirnar sjálfar!

 

 

Engir fordómar

Talandi um enga fordóma er tilvalið að benda á nýlegt verkefni sem kallast „Diversity Song“ eða lagið um fjölbreytni. Þessi stuttmynd er samstarfsverkefni Being auglýsingastofunnar sem tilheyrir TBWA-veldinu en hún er framleidd í samstarfi við stofnun Asta Philpot, sem er breskur aðgerðasinni. Myndin hefur að geyma fólk af mismunandi stærðum og gerðum sem býr yfir mismunandi getu og skilaboðin eru einföld: hættum að dæma fólk eftir útliti því fjölbreytni er einfaldlega partur af lífinu. Að lokum er Asta Philpot svo með skilaboð til þeirra sem hafa ekki áhuga á víðsýni og fordómaleysi …
 

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Tryggvagata 17
101 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2014 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu