PIPAR\TBWA
FIMMTUDAGUR

GLEÐILEGT HAUST!

FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#52    7. ágúst 2014

 
Ótrúlegt en satt þá er verslunar-mannahelgin komin og farin og því blasir það óhjákvæmilega við að haustið er framundan. Við ætlum því að nýta sólargeisla ágústmánaðar (að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að reykvíska sumarið taki við sér á endasprettinum) til að undirbúa okkur vel, enda er haustið frábær tími til taka stöðuna, gíra sig upp fyrir framhaldið og hefja ný, skemmtileg og krefjandi verkefni. Við stefnum á að gera þetta haust eins gott og það getur mögulega orðið!

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA


Fartölva sem þú elskar


Talandi um haustið, nú er að sjálfsögðu tíminn til þess að uppfæra tölvuna og vera klár fyrir ný verkefni, hvort sem er í skóla eða vinnu. TBWA\Media Arts Lab framleiddi nýjustu auglýsingu Apple fyrir Macbook Air. Í stað þess að leggja áherslu á það sem tölvan sjálf hefur upp á að bjóða var athyglinni beint að því hversu persónuleg eign fartölva getur verið eftir smekk hvers eiganda. Auglýsingin sýnir, undir taktfastri tónlist Hudson Mohawke, ýmiss konar límmiða, allt frá Simpsons og Breaking Bad til Mikka músar, sem gera tölvu hvers og eins að einstakri eign. 
 
NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Nýjung á Domino's

Domino's hefur kynnt til leiks spennandi nýjung; Thin Crust-botn sem er bæði ljúffengur og brakandi léttur. Thin Crust-pizzurnar eru snilld í sumarpartíin enda eru þær skornar í minni sneiðar en hefðbundnu pizzurnar, þvert og endilangt eftir pizzunni. Það er um að gera að prófa Thin Crust-pizzurnar sem fyrst enda eru þær aðeins í boði í takmarkaðan tíma. Matseðillinn á Domino's hefur sjaldan verið jafn fjölbreyttur því ekki má gleyma Premium-pizzunum sem bættust á hann í júní. Sannkallaðar sælkerapizzur með sérvöldu hráefni. Namm!
 


Egils Gull

Í lok árs 2013 hófst fyrri hluti sjónvarps-auglýsingaherferðar Gull með „Ljósmyndaranum“. Í vor var svo síðari hluta herferðarinnar „Golfaranum“ hleypt af stokkunum. Auglýsingunum var leikstýrt af Rúnari Inga Einarssyni hjá Pegasus en lestur var í höndum Finnboga Péturssonar, myndlistarmanns. Þolinmæði bruggmeistara Ölgerðarinnar hefur skilað sér í margverðlaunuðum bjór en í herferðinni er spilað með tengingar í eilítið óhefðbundnari athafnir þar sem þolinmæðin leikur ekki síður stórt hlutverk.
 


Sumarleikur Ballerina

Enn sem fyrr settum við af stað skemmtilegan sumarleik fyrir Ballerina en þátttakendum gafst tækifæri til að vinna 100.000 krónur fyrir að setja Ballerina kex á rist eða hné, vippa því upp og grípa með munninum. Tilþrifin átti að taka upp á myndband og hlaða inn á Facebook-síðu Ballerina. 100.000 krónur voru gefnar bæði fyrir flest læk og flottasta myndbandið. Hið stórbrotna vinningsmyndband átti svo sannarlega Heimsmeistaratitillinn í kexspyrnu skilinn!
 


Er lukkan með þér?

Þeir sem nota lykilinn, Staðgreiðslu- eða Tvennukort Olís á stöðvum ÓB og Olís fá tækifæri til þess að næla sér í glæsilega vinninga í sumar. Vinningshöfum er komið skemmtilega á óvart enda hellist lukkan bókstaflega yfir þá! Í aðalverðlaun er ferð fyrir 4 til New York með Icelandair auk þess sem fjöldinn allur af frábærum vinningum er dreginn út vikulega. Vinningshafar eru tilkynntir í þætti Sigga Hlö og þætti Valtýs Björns og Jóa á Bylgjunni, sem og á Facebook-síðu Olís.   
 

Ungt hæfileikafólk athugið!

Í haust munum við bjóða ungu fólki upp á spennandi tækifæri til að öðlast reynslu af því að vinna á auglýsingastofu. Young Blood er fjölþjóðlegt verkefni hjá TBWA auglýsingakeðjunni – ekki hefðbundið starfsnám, heldur stökkpallur fyrir skapandi fólk, sem vill starfa í auglýsingageiranum. Þau sem verða valin fá starfsþjálfun í 10 mánuði á námsstyrk og einstakt tækifæri til að sýna hæfileika sína, vinna við alvöru auglýsingaherferðir og öðlast dýrmæta reynslu og skólun. Að auki fá þau að vinna á TBWA-stofu erlendis. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um bakgrunn eða nám – viðkomandi má bara ekki hafa starfað á auglýsingastofu áður. Áhugasömum er vinsamlega bent á að skrá sig á kynningu fyrir námið á Facebook-síðu okkar.
 


Uppfærsla Foursquare 

Foursquare er þjónusta sem var vinsæl hér á landi fyrir nokkrum árum en datt einhvern veginn upp fyrir þegar það varð auðvelt að uppfæra staðsetningu sína, t.d. beint í gegnum Facebook, sem og á öðrum miðlum líkt og Instagram. Foursquare hefur þó ekki gefist svo auðveldlega upp og hefur nú kynnt bæði nýtt útlit sem og breyttar áherslur. Eiginleikum forritsins hefur verið skipt niður í tvö mismunandi forrit, Swarm þar sem hægt er að tékka sig inn, og Foursquare sem orðin að eins konar persónulegri leitarvél sem aðstoðar notendur við að finna áhugaverða staði í nágrenni við sig.