PIPAR\TBWA
FIMMTUDAGUR

SUMARFÖGNUÐUR

FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#63    2. júlí 2015

 
Sértu enn eitthvað efins um að sumarið sé í alvörunni komið þá getum við sannfært þig með einu orði: Sumarherferðir. Andrúmsloftið virðist síst afslappaðra yfir sumarið á meðan það er svona margt í gangi en auðvitað tökum við því fagnandi að hafa nóg af spennandi verkefnum að vinna. Á svipuðum tíma og við sátum sveitt við að leggja lokahönd á herferðir sumarsins höfðu vinir okkar í TBWA-keðjunni það hins vegar gott í Cannes þar sem Cannes Lions fór fram með pompi og prakt. Þar eð sú hátíð er eins konar uppskeruhátíð auglýsingafólks þótti því tilvalið að renna yfir þær herferðir sem slógu þar í gegn.
 

Góða helgi,
starfsfólk PIPARS\TBWA


Netverslun á samfélagsmiðlum


Hvernig er best að fá notendur samfélagsmiðla til þess að kaupa vörur og þjónustu á viðkomandi miðlum? Það er áhugavert að bera saman þær leiðir sem Facebook, Twitter, Instagram, Pinterest og YouTube ætla sér að fara til að næla sér í auknar tekjur með netviðskiptum. Hver og einn þessara miðla stendur þó frammi fyrir ákveðnum vandamálum. Þrátt fyrir að Pinterest viti t.d. hverju fólk hefur áhuga á og býr yfir notendum sem eru vanir því að áherslan sé lögð á vörur er það vandamál fyrir auglýsendur að 80% notenda séu konur. Facebook býr jafnframt yfir gríðarlegum gagnagrunni en notendur virðast hafa takmarkaðan áhuga á því að versla þar ef miðað er við þær tilaunir sem hafa verið gerðar hingað til.  


TBWA í Cannes 


Cannes Lions er haldin hátíðleg í eina viku á hverju ári en við það breytist borgin í alþjóðlegan fundarstað fyrir þá sem hafa áhuga á tækni, auglýsinga-mennsku, fjölmiðlun, markaðsfræði, hönnun, nýsköpun og skemmtana-bransanum. Verðlaun eru að sjálfsögðu veitt fyrir þau verkefni sem þykja hafa skarað fram úr en TBWA hlaut að þessu sinni Grand Prix verðlaun, 9 gull, 12 silfur og 14 brons. Grand Prix verðlaunin voru veitt fyrir herferð Apple en markmiðið með henni var að sýna fram á gæði iPhone 6 myndavélarinnar. Það var gert með því að nýta myndefni frá notendum símans en myndirnar birtust á 10.000 auglýsingaskiltum í 75.000 borgum.
 


Verðlaunaðar herferðir TBWA í Cannes 


Af öðrum verkefnum sem TBWA hlaut verðlaun fyrir í Cannes má meðal annars nefna herferðir sem við höfum fjallað um áður líkt Nature is Speaking frá TBWA\Media arts lab sem og Welcome to Airbnb frá TBWA\Singapore auk þess sem TBWA\Kuala Lumpur hlaut jafnframt silfur fyrir The Eveready Book of Play. Þá má sérstaklega nefna samvinnu TBWA\Chiat\Day La og Gatorade sem unnu til tvennra verðlauna að þessu sinni. Um er að ræða Sweat it to Get it þar sem saklausir viðskiptavinir fengu ekki að kaupa Gatorade nema svitna fyrst almennilega – sem betur fer með góðri hvatningu frá þekktum íþróttastjörnum – og Made in NY sem er hugljúf kveðja til einnar þekktustu hafnaboltastjörnu Bandaríkjanna er hann stóð frammi fyrir því að ljúka 20 ára ferli sínum með New York Yankees.
NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Segðu sís með Olís

Sumarleikur Olís er með nýju og breyttu sniði þetta sumarið. Viðskiptavinir fá afhentar grímur með lukkunúmeri sem er ávísun á glaðning á stöðinni. Um leið skrá þeir sig í pott og geta unnið veglega vinninga í allt sumar. Fólk er jafnframt hvatt til að nota grímurnar, smella af myndum, deila þeim á samfélagsmiðlum og merkja #segðusís, en reglulega eru líka dregnir út vinningar í myndaleiknum.
 


Nýr „keppinautur“

Egils Límonaði kom aftur á markað á dögunum eftir 30 ára hlé en framleiðslu á drykknum var hætt árið 1985. Gamlir aðdáendur gleðjast yfir endurkomunni, sem og nýir viðskiptavinir sem fagna þessum ferska og svalandi sumardrykk. Það eru þó ekki allir jafn glaðir. Öfundsýki og biturð hefur blossað upp í Egils Grape sem aldrei fyrr, enda sér það einungis hættulegan keppinaut í Límonaðinu. 
 


Persónuleikapróf Góu

Ert þú þessi týpa sem hlykkjast með í suðræna sveiflu þegar allir dansa „Conga“, eða ertu frekar bardagahetja andans, sem hefur beislað Lakkrísdúndrið innra með sér? Ertu komin(n) af kóngafólki, eins og „Prins“? Eða ertu nautnaseggur og sóldýrkandi eins og „Florida“? Með því að svara laufléttum spurningum í persónuleikaprófi Góu færðu svar við því hvaða Góukarakter þú ert. Heppnir þátttakendur geta unnið sér inn birgðir af Góu-nammi í allt sumar. Verði þér að Góu!
 


Galdrastafur Emmessís

Emmessís töfraði fram skemmtilega nýjung fyrir sumarið, Galdrastaf með pipardufti. Næstu vikurnar eiga allir sem kaupa kassa af Galdrastöfum möguleika á því að vinna glæsilega vinninga, en til þess þurfa þeir að finna Galdrastaf með blárri spýtu. Á spýtunni eru svo tákn sem segja til um hver vinningurinn er og er hægt að vinna allt frá troðfullum kassa af Galdrastöfum yfir í spjaldtölvu og PlayStation 4 leikjatölvu. Frekari upplýsingar er að finna á glænýjum vef Emmessís.
 

Þekkir þú Ísland?
Fróðleikur úr neyslukönnun Gallup.

Hve oft borða Íslendingar íspinna?

Smelltu til að svara og sjá niðurstöður


Gamalt og gott merki


Markaðssetning íslensku ullarinnar hefur lengi byggt á hreinleika hennar og sérstöðu. Mikilvægt hefur þótt að sýna fram á uppruna hans og þannig kom það til fyrir rúmum 15 árum síðan að Guðrún okkar Le Sage De-Fontenay hannaði merki sem var á endanum valið besta vöru- og firmamerkið á verðlaunum ÍMARK fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 1998. Merkið sýnir íslensku sauðkindina og letrið sem er notað er hið ágæta Americana. Merkið var hannað fyrir Fagráð textíliðnaðarins og var það hugsað sem gæðastimpill á allar ullarflíkur og -afurðir sem framleiddar voru hérlendis og hefur síðan verið notað til að staðfesta að flíkin sé gerð úr ekta íslenskri ull.

 

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2015 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu