Krossmiðlun 2015 / Markaðsráðstefna í Hörpu / 28. ágúst kl. 9-12

Hafa auglýsingar
skipt um lögheimili?

Umhverfi auglýsinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og fæstum stjórnendum fyrirtækja reynist auðvelt að halda utan um þá nýju miðla sem í boði eru og um leið koma auga á þau tækifæri sem gefast til markaðssetningar. Hafa auglýsingar skipt um lögheimili og ef svo er, hafa fyrirtæki bolmagn og þekkingu til að nýta þessa nýju miðla eða ættu þau að ráðstafa þeim eins og öðrum hefðbundnari auglýsingamiðlum?

Kaupa miða

Meðal fyrirlesara eru:

Luke Eid stýrir Digital Arts Network, alþjóðlegu neti stafrænnar miðlunar TBWA, sem samanstendur af um 1.000 sérfræðingum í sex heimsálfum. Luke er þar að auki þróunarstjóri TBWA á heimsvísu en í því starfi ber hann ábyrgð á þróun og framkvæmd stafrænnar miðlunar fyrir alþjóðleg fyrirtæki og viðskiptavini á borð við Nissan og AirBnB.

Luke á langan og glæstan feril að baki en í heimalandi hans Ástralíu rak hann eigið fyirtæki í stafrænni markaðssetningu áður en hann hóf störf hjá TBWA árið 2007. Hann átti stóran þátt í að gera TBWA í Sidney, leiðandi í stafrænni markaðssetningu þar í landi sem og í Hong Kong og víðar í Asíu þar sem hann leiddi stafræna markaðssetningu fyrir Nissan, Infiniti, Pacific Brands, CSL, Coach og Standard Charter Bank, svo fátt eitt sé nefnt.

Gísli Steinar Ingólfsson

Framkvæmdastjóri Góðra samskipta 
„Krísustjórnun á tímum samfélagsmiðla“
 

Andrés Jónsson

Framkvæmdastjóri Góðra samskipta 
„Krísustjórnun á tímum samfélagsmiðla“
 

Albert Þór Kristjánsson

Vefstjóri Olíuverzlunar Íslands
 

Brynja Björk Garðarsdóttir

Verkefnastjóri markaðsdeildar Isavia
„Ég deili ekki hverju sem er“ 
Kaupa miða
Copyright © 2015 PIPAR\TBWA, All rights reserved.

PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
Reykjavik 105
Iceland

Add us to your address book
 

Þessi póstur er sendur til viðskiptavina og vina PIPARS\TBWA.  
Afskrá netfang