FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

#72    7. apríl 2016

 


BORGAR SIG AÐ GABBA?


Fyrsta apríl-auglýsing SodaStream með Hafþóri Júlíusi Björnssyni (The Mountain) í aðalhlutverki fór væntanlega ekki framhjá mörgum. Auglýsingin vakti auðvitað athygli fyrir að vera fyndin en það var kannski ekki fyrr en í ljós kom að hún var gabb sem hugmyndafræðilegur tilgangur hennar gaf henni aukna markaðslega vigt. Flest ef ekki öll vörumerki hafa gælt við þá hugmynd að nota 1. apríl sem tilefni til að vekja á sér athygli en fæst hafa þau þorað að stíga það skref til fulls, skiljanlega kannski því það hefur hingað til ekki verið talin skynsamleg markaðstækni að gabba viðskiptavini sína.

Auglýsingastofan Allenby Concept House og Vania Heiman sem leikstýrði auglýsingunni, virðast hins vegar hafa fundið leið framhjá þessu vandamáli á nokkuð áhrifaríkan hátt. Samkvæmt Daniel Birnbaum, framkvæmdastjóra SodaStream, var hugmyndin að vekja athygli á því hversu fáránlegt það er í raun að bera níðþungar vatnsflöskur úr matvöruversluninni og heim í stað þess að nýta sér kranavatnið og SodaStream-tæki.

„Við vitum að það krefst töluverðs átaks að breyta neysluvenjum fólks þannig að við fengum sterkasta mann Evrópu til að hjálpa okkur,“ er haft eftir Birnbaum.

Í ljósi árangurs auglýsingarinnar og þrátt fyrir að það sé ár í næsta 1. apríl má gera ráð fyrir að þónokkrar auglýsingastofur séu nú þegar byrjaðar að leggja grunn að aprílgabbi 2017.
Lengri útgáfa af auglýsingunni þar sem aprílgabbið er (að einhverju leyti) útskýrt.
NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Kynjajafnrétti er keppnis

Í tengslum við átakið HeForShe ákváðu Domino's og UN women að gera myndband þar sem helstu stjörnur Dominosdeildar karla voru fengnar í stúdíó og beðnar um að lesa upp setningar sem voru niðrandi í garð körfuboltaiðkunar kvenna. Leikmennirnir slógu í gegn þar sem þeir neituðu staðfastlega að verða við þeirri beiðni eða hlógu að kjánatextanum eins og hann var nefndur.
Nú átta dögum eftir að myndbandið var frumsýnt eru skráningar komnar vel yfir 3.000 manns á heimasíðu HeForShe, yfir 155 þúsund manns hafa horft á myndbandið á Facebook og yfir 1.400 manns hafa deilt því. Allir helstu fjölmiðlar landsins fjölluðu einnig um myndbandið og óhætt er að segja að við séum í skýjunum yfir þessum árangri.

Fagurblár apríl

Blár apríl er þarft, þakklátt og ótrúlega skemmtilegt verkefni sem við höfum tekið þátt í undanfarin ár. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu en rétt eins og blæbrigði litarins, eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi.
Átakið beinir sjónum að málefnum barna með einhverfu og er almenningur hvattur til taka þátt með því að taka myndir af einhverju bláu í umhverfinu og deila á Facebook, Instagram eða Twitter merkt #blarapril.
Ölgerðin er á meðal þeirra fyrirtækja sem styrkir átakið í apríl og af hverjum seldum bláum Kristal í eins lítra flösku, renna 10 kr. til átaksins.
 

Stærsti sýningarsalur landsins

Við á PIPAR\TBWA hönnuðum skemmtilegan Facebook-leik í síðasta mánuði sem gekk út á að kynna virkni nýs og glæsilegs sýningarsalar Lykils. Aðalverðlaun leiksins voru hvorki meira né minna en 12 mánaða frí Lykilleiga á Nissan Pulsar með öllu tilheyrandi að andvirði 850.000 kr. sem Unnur Ingimundardóttir, viðskiptastjóri Lykils, afhenti Valgerði Fjólu Einarsdóttur. Við óskum Valgerði að sjálfsögðu innilega til hamingju með verðlaunin. Stefnt er á að endurtaka leikinn sem fyrst og við hvetjum alla til að fylgjast með en þangað til að kynna sér þennan stærsta og glæsilegasta sýningarsal landsins.
 


Merki sem bjargar mannslífum

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, upplýsingaþjónusta og viðvörunarkerfi fyrir einstaklinga með alvarlega sjúkdóma eða lífshættulegt ofnæmi. Á merki MedicAlert, sem borið er í keðju um háls eða úlnlið, er m.a. tilgreindur sjúkdómur merkisberans, ásamt auðkennisnúmeri sem opnar heilbrigðisstarfsfólki leið inn á upplýsingar í tölvuskrá Slysa- og bráðadeildar. PIPAR\TBWA gerði kynningarmyndband um MedicAlert fyrir Lions-hreyfinguna, sem hefur með höndum rekstur og umsjá MedicAlert, þar sem tveir notendur MedicAlert skýra frá eigin reynslu af MedicAlert.
 

 

BIG WORLD, SMALL DATA

 

Markaðsráðstefnunni Big World, Small Data lýkur í dag í Háskólabíói en þar hefur markaðssetning áfangastaða verið tekin til skoðunar, vöruþróun á Facebook, Instagram-stjörnur og svo það hvernig hin smæstu atriði geta haft áhrif á gengi vörumerkja.

Adam Stagliano, einn merkasti sérfræðingur heims í markaðsetningu áfangastaða, hélt erindi í gær en Adam stýrir alþjóðlegum markaðsherferðum TBWA\London og hefur markaðssett áfangastaði á borð við Disneyland í París, Toronto, Ontario, Plymouth, Norður-Írland og Marokkó. Adam fór meðal annars vandlega yfir frægt markaðsátak sem hann stýrði fyrir ástralska ferðamálaráðið og er notað við kennslu í Harvard Business School.

Að auki héldu þau erindi í gær:
Hilde Hammer (Facebook) – Growing Your Business on Facebook
Jón Bragi Gíslason (Ghostlamp) – Influencer Marketing

Það var svo hinn heimsfrægi markaðsmaður Martin Lindstrom, sem sló botninn í ráðstefnuna í dag.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2016 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu
 
Share
Tweet
Forward