Krossmiðlun 2017 í Kaldalóni Hörpu, 24. febrúar.
View this email in your browser

JOSHUA HIRSCH Á KROSSMIÐLUN 2017

AUGLÝSINGAR Í SÝNDARVERULEIKA: 360° sýn á framtíð markaðsefnis

Markaðsráðstefna í Kaldalóni Hörpu, 24. febrúar næstkomandi.

Flest bendir til þess að sýndarveruleikatæknin muni innan tíðar umbylta nánast öllu í okkar daglega lífi; allt frá því hvernig við eigum í daglegum samskiptum, til almennrar dægrastyttingar, líkamsræktar, náms og því hvernig við upplifum auglýsingar og markaðsefni. En hvar liggja tækifærin og hvað ber að varast?

Þetta og fleira verður til umfjöllunar á KROSSMIÐLUN 2017, markaðráðstefnu þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar á sviði markaðsmála og sýndarveruleika deila sinni reynslu og þekkingu. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár er Joshua Hirsch, „Global Director of Creative Technology“ hjá TBWA.

Joshua Hirsch hefur verið nefndur einn af 10 áhrifamestu tæknisérfræðingunum í auglýsingabransanum. Hirsch hefur bakgrunn í tölvuforritun en frami hans í auglýsingaiðnaðinum hófst er hann stýrði tækniteymi hinnar þekktu auglýsingastofu Big Spaceship. Sú stofa þjónustaði vörumerki á borð við Nike, Wrigley’s, HBO, GE og fleiri og hlaut margvísleg verðlaun fyrir. Þaðan lá leiðin til Publicis Kaplan og svo Deutsch LA þar til hann var ráðinn sem yfirmaður tæknilausna TBWA á heimsvísu. Á meðal þeirra fyrirtækja og vörumerkja sem Hirsch kemur að fyrir hönd TBWA má nefna Apple, AirBnB, Nissan, Gatorade, Adidas, Heineken og Dior.

KAUPA MIÐA

Aðrir fyrirlesarar:

Stefanía G. Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri CCP á Íslandi. Hún hóf störf hjá CCP sem deildarstjóri leikjahönnunar fjölspilunarleiksins EVE Online og tók síðar við stöðu þróunarstjóra leiksins. Stefanía starfaði sem yfir-framleiðandi og þróunarstjóri hjá CCP í Shanghai á árunum 2014-2016 þar sem hún stýrði meðal annars framleiðslu sýndarveruleika-leiksins Gunjack sem er mest seldi sýndarveruleikaleikur í heimi.

Thor Gunnarsson er einn af stofnendum Sólfars og stýrir þar markaðsþróun fyrirtækisins sem hefur komið sér í fremstu röð fyrirtækja á sviði sýndarveruleika. Hann hefur meðal annars starfað hjá CCP og komið að þróun sýndarveruleika frá því að sú tækni kom fyrst fram á sjónarsviðið. Everest VR, framleitt í samstarfi Sólfars og RVX er mögnuð upplifun af því að klífa hæsta fjall heims í sýndarveruleika. Thor mun taka nokkur sýnidæmi úr framleiðslu Everest VR um hvernig þessi nýi miðill getur fært auglýsendur nær neytendum í gagnvirku umhverfi sem aldrei fyrr.

Tristan Elizabeth Gribbin er ein af stofnendum FLOW VR sem býður upp á hugleiðslutækni með hjálp sýndarveruleika. Erindi hennar mun fjalla um hvernig sýndarveruleika-tækni getur nýst til að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði.

Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri Drexler sem er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverka-tölvuleikur. Erindi hans mun fjalla um hvernig hagnýta megi leikjahegðun við markaðssetningu í þeim tilgangi að styrkja vörumerkjatengsl við markhópa framtíðarinnar.

KAUPA MIÐA
Copyright © 2017 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list