FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
  • 10 TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU AUGLÝSINGAVERÐLAUNANNA
  • MÓTAÐU FRAMTÍÐINA MEÐ 201 SMÁRA
  • MEGAVIKAN SLÆR ENN OG AFTUR Í GEGN
  • LYF & HEILSA
  • KOSIÐ UM NÝTT PÁSKAEGG FRÁ GÓU
  • KROSSMIÐLUN 2017
#83    2. mars 2017
 

10 tilnefningar til Lúðursins

Eins og flestir vita eru fimmtudagar alltaf í miklu uppáhaldi hjá okkur á PIPAR\TBWA. Þessi fimmtudagur er þó extra ljúfur því í morgun varð ljóst að við fengum heilar 10 tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, þar af hina eftirsóttu „ÁRU“, árangursríkustu auglýsingaherferð ársins.
    
Við erum tilnefnd í átta flokkum:

Kvikmyndaðar auglýsingar: Domino's – EM og Domino's og UN Women – He for She
Umhverfisauglýsingar og viðburðir: Stígamót – Flashmob
Útvarpsauglýsingar: Ölgerðin – Grape
Vefauglýsingar: HHÍ – Taktu hár úr hala mínum
Stafrænar auglýsingar: Domino's – Óskapizza þjóðarinnar
Almannaheillaauglýsingar: Domino's og UN Women – Domino's deildin og Stígamót – Styttum svartnættið
Herferðir: Stígamót – Styttum svartnættið
ÁRA – Árangursríkasta auglýsingaherferð ársins: Domino's – Óskapizza þjóðarinnar

NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Einstakt tækifæri til að móta framtíðina

201 Smári er nútímaborgarhverfi sem mun byggjast upp í Smárahverfi sunnan Smáralindar. Nýstárleg leið er farin við uppbyggingu hverfisins, en almenningi gefst tækifæri til að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti m.a. inni á gagnvirku vefsvæði, www.201.is.
Gestir Smáralindar geta líka skyggnst inn í framtíðina í kynningarbás verkefnisins. Þá stendur Kópavogsbær fyrir nafnasamkeppni í samstarfi við 201 Smára um nöfn á götum þessa nýja hverfis á síðunni 201.is/gotur.
Gagnvirki vefurinn, kynningarbás og allt kynningarstarf hefur verið í höndum okkar á PIPAR\TBWA.


Gagnrýnendur eru á einu máli: Megavikan fær fullt hús stiga

Í febrúar var Megavika hjá Domino's með tilheyrandi húllumhæi. Að þessu sinni skiptum við aðeins um gír og lékum okkur með nýtt þema. Megakonan var sett í aðalhlutverk í ævintýri sem minnti helst á fjölskylduvæna hasarmynd með öllu tilheyrandi. Allt myndmál og orðfæri var sótt í þann brunn og notast við þekkt minni ættuð frá Hollywood. Það kom á daginn að þemað smellpassaði; Megavikan var lygasögu líkust og eins og í öllum góðum hasarmyndum varð dramatískur hápunktur á lokametrunum þegar ein mesta snjókoma í sögu mælinga gekk yfir Suðvesturhornið. Hasar, spenna, fjör og fullt af pizzum. Þannig viljum við hafa Megaviku.


Beint frá hjartanu

Lyf & heilsa breyttu nýlega ásýnd kynningarefnis síns. Margvísleg tilefni lífga upp á tilveru okkar og gefa verslunum eins og Lyfjum & heilsu tækifæri til að minna á sig og bjóða viðskiptavinum sínum ýmsan ávinning. Slík tilefni geta verið bóndadagurinn og konudagurinn að ekki sé talað um jólin sjálf. Myndskreytingar í hönnuninni hafa skírskotun í hjartatáknið í merki fyrirtækisins eins og sjá má dæmi um á meðfylgjandi mynd og þær tengja Lyf & heilsu um leið við hin mýkri gildi. 


Viðskiptavinir velja nýtt Góu páskaegg

Súkkulaðiunnendur fengu tækifæri til að hafa áhrif á vöruþróun í Góu á dögunum þegar þeim var boðið að koma með tillögur að nýju páskaeggi á Facebook-síðu fyrirtækisins. Fjöldi frábærra hugmynda barst og í kjölfarið var efnt til kosninga milli fjögurra vinsælustu hugmyndanna. Þar bar sigur úr býtum súkkulaðiegg með piparfylltum Appolo lakkrís sem kemur að sjálfsögðu á markað fyrir páskana. Auglýsingar í sýndarveruleika


Krossmiðlun var haldin í þriðja sinn í Hörpu föstudaginn 24. febrúar. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni var sýndarveruleiki og möguleikar auglýsinga og markaðssetningar í þeirri hröðu þróun sem orðið hefur í heimi sýndarveruleikatækninnar.

Fyrirlesarar voru úr ýmsum áttum en voru hver öðrum áhugaverðari; Sigurður Ásgeir Árnason frá Drexler, Tristan Elizabeth Gribbin frá FLOW VR, Thor Gunnarsson frá Sólfari, Stefanía G. Halldórsdóttir frá CCP og Joshua Hirsch, yfirmaður tæknilausna hjá TBWA\Worldwide.

Deginum lauk svo með Krossmiðlunarpartíi hér í Guðrúnartúninu þar sem gestum gafst tækifæri til að prófa ýmsar spennandi græjur.

Við þökkum öllum fyrirlesurum og gestum fyrir fróðlegan og vel heppnaðan dag!

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2017 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu
 
Share
Tweet
Forward