FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
  • INNBLÁSTURINN KEMUR VÍÐA AÐ
  • SKAGINN 3X SIGLDI TIL BRUSSEL
  • ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ HAFA PLAN
  • CHAR-BROIL LEIKUR SÉR Á FACEBOOK
  • ÞAÐ GETUR REYNST ERFITT AÐ VERÐA AFTUR VIRK
  • INSTAGRAM STORIES TEKUR FRAM ÚR SNAPCHAT
#85    4. maí 2017
 

Innblásturinn kemur víða að

Árið er 2017 og í þessum bransa líkt og öðrum þarf sífellt meira til að skera sig frá fjöldanum. Til þess að koma sínu til skila þurfa verkefnin ekki aðeins að vera framúrskarandi góð heldur þarf að koma þeim til skila á máta sem fólk tekur eftir. 

Maður sem kallar sig Mr. Bingo er gott dæmi um þetta. Sá er um ræðir er illustrator og býr í London. Hann er dóni og hefur alla tíð verið afar grófur og yfirgengilegur í nálgun við verk sín. Árið 2011 fékk hann þá flugu í höfuðið að hann þyrfti að senda ókunnugri persónu grófa móðgun á póstkorti. Hann setti þessar vangaveltur á Twitter og lofaði fyrstu manneskjunni sem myndi svara umræddu póstkorti. Á innan við mínútu höfðu 50 manns svarað en aðeins einn maður að nafni Jonathan hlaut kortið sem Bingo skreytti með mynd af fótleggjum og eftirfarandi: „Fuck you Jonathan, fuck you and fuck your shit legs“. Örfáum dögum síðar hafði hann opnað þjónustu þar sem fólki bauðst að fá móðgun senda á póstkorti gegn borgun. Verkefnið, sem hlaut nafnið Hate Mail, var þó rekið með hléum því Mr. Bingo hafði engan veginn undan.

Nokkrum árum síðar var móðgunarkortunum safnað í bók og útgáfan fjármögnuð á Kickstarter. Mr. Bingo fór ekki troðnar slóðir við fjármögnunina heldur bjó hann til myndband þar sem hann rappaði málavöxtu. Myndbandið fór sem eldur í sinu og verkefnið náði lágmarki sínu margfalt.

Hér má skoða umrætt myndband og fræðast meira um Hate Mail: www.kickstarter.com/projects/mrbingo/hate-mail-the-definitive-collection

Þótt við séum ekki öll Mr. Bingo ættum við öll að horfa inn á við og skoða hvaða möguleika við höfum á að gera skemmtilega hluti úr því sem við kunnum. Sumt getur verið stórt og annað minna, eitthvað getur skilað okkur peningum og annað gleði. Grafískur hönnuður hér á PIPAR\TBWA gladdist mjög þegar hann fékk póstkortabók Mr. Bingos að gjöf með hlýlegri áritun frá höfundinum eins og sjá má á myndinni með þessari frétt. Hressandi!

NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Skaginn 3X sigldi til Brussel

Skaginn 3X var að sjálfsögðu með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem fram fór 25.–27. apríl. Sýningin er sú stærsta í heimi og skiptist í Seafood Expo Global og Seafood Processing Global. Básinn vakti mikla athygli, ekki síst app sem var frumsýnt á sýningunni, sem sýnir með nýstárlegum hætti vörulínu og það gríðarlega vöruframboð sem Skaginn 3X býður. Appið var keyrt á spjaldtölvum og stórum snertiskjám í básnum og mæltist það vel fyrir. Vélarnar sem Skaginn 3X framleiðir eru í flestum tilfellum of stórar fyrir sýningarbása og því hentaði þessi lausn vel. Hönnun á bás og appi var í okkar höndum.

Það er ekki nóg að hafa plan

Efling – stéttarfélag heldur yfirvöldum við efnið í húsnæðismálum þjóðarinnar með nýrri sjónvarpsauglýsingu sem við á PIPAR\TBWA unnum í góðu samstarfi við Republik. Lalli Jóns leikstýrði og við þökkum honum og fagfólkinu á Republik samstarfið í verkefni sem krafðist bæði þolinmæði og útsjónarsemi. Tónlistin var svo í (hljóð)færum höndum Bigga Tryggva sem smellpassaði. Auglýsingin var tekin upp á bílastæði í borginni og myndavél fest í krana sem fór upp í 14 metra hæð. Veðurguðirnir fóru nú ekki fram úr sér í liðlegheitum en allt gekk upp að lokum og mikil ánægja með útkomuna.


Char-Broil leikur sér á Facebook

Leikir af ýmsu tagi eru sívinsælir á Facebook. Skilyrði samfélagsmiðlanna sjálfra verða þó æ strangari og gæta þarf að mörgu. T.d. má ekki biðja þátttakendur um að líka við síðu eða deila eins og þó má sjá ótal dæmi um á samfélagsmiðlum. Char-Broil á Íslandi efndi til leiks á Facebook-síðu sinni í tilefni sumarkomu. Hann byrjar á Facebook-síðunni en færir mann yfir á lendingarsíðu þar sem hægt er að deila góðri grilluppskrift og mynd og freista þess að vinna dýrindis grill.


Það getur reynst erfitt að verða aftur virk

Það er oft mikið átak fyrir fólk sem dettur út af vinnumarkaði t.d. vegna veikinda að komast inn á hann aftur. PIPAR\TBWA vann kynningarmyndband fyrir Virk á dögunum, teiknimynd sem segir dæmisögu um feril tveggja ólíkra skjólstæðinga Virk en forsaga og úrlausnir þeirra sem leita til Virk er mjög mismunandi. Allt kapp var lagt á hafa handritið og myndefni auðskiljanlegt fyrir annars flókin ferli sem Virk starfar eftir og þá persónulegu og fjölbreyttu þjónustu sem Virk veitir. 


Instagram Stories tekur fram úr Snapchat 

Snapchat ruddi braut nýrra leiða í samfélagsmiðlun þegar smáforritið sló í gegn árið 2012. Síðan hafa margir reynt að næla sér í bita af kökunni en án teljandi árangurs. Á meðan Facebook Stories virðist nú vera á hraðri leið niður um hið rafræna niðurfall alnetsins hefur Instagram Stories loksins tekist að höggva skarð í skildi Snapchat og hefur nú fleiri daglega notendur á heimsvísu eða 200 milljón gegn 158 milljónum.

Fyrir áhugasama um uppruna þessarar fréttar er hægt að smella hér

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2017 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu
 
Share
Tweet
Forward