FIMMTUDAGUR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
  • STYRKTARAÐILAR ÞEGJA ÞUNNU HLJÓÐI
  • FINNDU FRELSIÐ Í LBHÍ
  • LIVE ICELANDIC
  • EMPWR
  • TAKTU 8. SEPTEMBER FRÁ
  • PIPAR\TBWA Í HÓPI FYRIRMYNDARFYRIRTÆKJA VR 2017
#86    1. júní 2017
 

Styrktaraðilar þegja þunnu hljóði  

Í fimmtudagspóstinum sem sendur var út fyrir sléttu ári síðan skrifuðum við um stórmót styrktaraðila þar sem við fórum yfir auglýsingaherferðirnar sem var byrjað að rúlla út vegna EM karla í fótbolta. Í sumar er annað stórmót framundan, EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Hollandi dagana 16. júlí til 6. ágúst, og eins og flestir vita eru stelpurnar okkar fyrir löngu búnar að tryggja sér þátttökurétt. Okkur datt því í hug að það væri áhugavert að bera þessa tvo viðburði saman út frá sjónarhorni auglýsingaheimsins.

Opinberir styrktaraðilar EM 2017 eru að miklu leyti þeir sömu og voru styrktaraðilar á EM karla 2016, eða Adidas, Carlsberg, Coca-Cola, Continental, Hisense, Kia Motors, McDonald's, Socar og Turkish Airlines. Það virðist þó ekki stefna í sömu auglýsingaveislu og boðið var upp á fyrir mót síðasta árs því samkvæmt því sem við komumst næst hefur ekki ein einasta auglýsing styrktaraðila tengd mótinu verið frumsýnd. Vissulega er enn rúmur mánuður til stefnu og því ekki útilokað að fjölmargar langar og kostnaðarsamar auglýsingar séu í vinnslu í þessum skrifuðu orðum.

Heilu ári fyrir EM 2016 birti UEFA ítarleg gögn um efnahagsleg áhrif mótsins, áætlað áhorf og áætlaðar tekjur UEFA frá styrktaraðilum, en því miður virðast sambærilegar tölur ekki hafa verið gefnar út fyrir EM kvenna. Það gerir kannski enginn ráð fyrir að áhorf verði jafn mikið á EM kvenna og á EM karla en þó kemur á óvart hversu gífurlegur munur virðist vera á metnaði í auglýsingagerð fyrir mótin.

Ljósið í myrkrinu er að íslenskir styrktaraðilar hafa ekki setið auðum höndum. Til dæmis er ólíklegt að auglýsing Icelandair sem var frumsýnd í vor hafi farið framhjá nokkrum sem er með aðgang að sjónvarpi eða neti.

NÝ VERKEFNI PIPARS\TBWA

Finndu frelsið í LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands blés til herferðar til að kynna þær fjölbreyttu námsleiðir sem skólinn hefur upp á að bjóða. Leiðarorðið í herferðinni er FRELSI. Frelsi til að móta sína eigin framtíð, frelsi til stað- eða fjarnáms, frelsi til að forma nám eftir áhugasviði og svona mætti áfram telja. Þegar teymið okkar heimsótti skólann kom það nefnilega bersýnilega í ljós að þessi góða frelsistilfinning var með því fyrsta sem nemendur skólans nefndu.
Hönnun mynd- og prentefnis auk sérstakrar lendingarsíðu fór fram hjá okkur. Tónlistin við myndbandið er smíði Hermigervils.

Live Icelandic 

Live Icelandic er skýrt dæmi um það hvernig hægt er að hugsa út fyrir kassann og búa til eitthvað sem gleður alla sem að verkinu koma. Til að koma hugsjónum og gildum Icelandic á framfæri bjuggum við til heilt veftímarit sem veltir því upp hvað það er sem gerir okkur Íslendinga að því sem við erum. Stuttar greinar og fallegar ljósmyndir prýða þetta fyrsta tölublað en allt efni var unnið í samvinnu við Gunnar Frey Gunnarsson eða Icelandic Explorer eins og hann er oftast nefndur. Afraksturinn má skoða hér.

Hér er svo Instagram Gunnars Freys sem allir ættu að skoða.


EMPWR 

iglo+indi hefur í samstarfi við UN Women á Íslandi hannað peysu fyrir bæði börn og fullorðna sem seld verður til styrktar reksturs griðastaða UN Women. Við fengum að leggja hönd á plóg og gera kynningarefnið fyrir þetta flotta verkefni, stýra myndatöku og gera myndband. Hljómsveitin East of my youth lánaði átakinu lagið Stronger sem hljómar undir myndbandinu.
Peysurnar fara í sölu í dag, fimmtudag, en þær verða seldar í verslunum iglo+indi.


Taktu 8. september frá

Um leið og laufin fara að gulna á trjánum erum við hjá PIPAR\TBWA vön að bjóða til ráðstefnu og verður engin undantekning á því í ár. Við erum svo heppin að hafa nælt í Rohit Thawani, yfirmann stafrænnar stefnumótunar og samfélagsmiðla hjá TBWA\Chiat\Day í Los Angeles, sem aðalfyrirlesara á ráðstefnu haustsins. Yfirskrift ráðstefnunnar er einföld: 2018.
Við mælum því með því að allir taki 8. september frá.


 PIPAR\TBWA í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja VR 2017 

Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2017 voru kynnt þann 18. maí og var PIPAR\TBWA þeirra á meðal. Við erum virkilega stolt af því að tilheyra þessum hópi og það gleður auðvitað sérstaklega hvað starfsfólkinu líður vel, enda eru það hin sönnu verðmæti fyrirtækisins.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
PIPAR\TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2017 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu
 
Share
Tweet
Forward