\FIMMTUDAGUR


#89   5. OKTÓBER 2017

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR

  • Orka og ný tækifæri
  • Vinur við veginn í 90 ár
  • Árangurinn talar sínu máli
  • Fullveldið fagnar 100 ára afmæli
  • Bleikar reimar
  • Meira af Krossmiðlun

Orka og ný tækifæri

Lesendur þessa fréttabréfs hafa mögulega rekið augun í að grunnlitir þess eru nú gulur og svartur en ekki rauður og hvítur. Pipar\TBWA er hluti af auglýsingastofukeðjunni TBWA sem er ein af stærri slíkum í heiminum. Það er óhemju dýrmætt fyrir okkur sem stofu að hafa aðgang að tengslaneti, þekkingu, reynslu, rannsóknum og verkefnaskrám (case-studies) frá stofum innan TBWA-keðjunnar.

Grunnhugmyndafræði TBWA byggir á hugtakinu „disruption“ (umbreytingu) en það snýst um að skoða og skilgreina ríkjandi hefðir og venjur og skoða hverjar eru hamlandi og hverjar ekki. Við sköpum nýja sýn sem færir okkur frá kyrrstöðu til vaxtar og nýrra tækifæra. Í þessa vinnu notum við þau tól og aðferðafræði sem TBWA\Worldwide hefur þróað.

Pipar\TBWA er „disruption“-stofa landsins þar sem meginmarkmiðið er ávallt að ná í gegn. Að láta rödd sína heyrast í gegnum háværa tilveru og áreiti hversdagsins fyrir og með viðskiptavinum okkar. Hafa áhrif og ná árangri. Umbreytingum fylgir orka og ný tækifæri og í ljósi þess gerðum við útlitsbreytingar hjá okkur sjálfum og fylgjum dæmi TBWA\Worldwide. Sú stofa vann einmitt bronsverðlaun fyrir hönnun nýrrar ásýndar á auglýsingahátíðinni í Cannes í júní síðastliðnum.

NÝ VERKEFNI 

Vinur við veginn í 90 ár

Þann 3. október 1927 hittust sjö menn úr íslensku viðskiptalífi á skrifstofu Héðins Valdimarssonar til að stofna Olíuverzlun Íslands. Héðinn, sem var skrifstofustjóri Landsverzlunar, þingmaður Alþýðuflokksins og formaður Dagsbrúnar, varð fyrsti forstjóri. Olís fagnaði því 90 ára afmæli með pompi og prakt á þriðjudaginn og við gerðum afmælisauglýsingu byggða á gömlum ljósmyndum úr sögu fyrirtækisins í bland við nýrra efni.

Verkefnið

Árangurinn talar sínu máli

Góður árangur er það sem allir stefna á þegar lagt er af stað með markaðsátak. Auðvitað. Þess vegna er sérlega ánægjulegt að segja frá því að árangur söfnunarátaksins Á allra vörum fór fram úr björtustu vonum. Yfir 80 milljónir í peningum söfnuðust en þar að auki lagði fjöldi fyrirtækja og stofnana átakinu lið með áheitum um vörur og vinnuframlag. Það er alltaf sérlega ánægjulegt þegar svona vel gengur.

Verkefnið

Fullveldið fagnar aldarafmæli

Fyrr á þessu ári efndi nefnd á vegum Alþingis til samkeppni um merki fyrir aldarafmæli fullveldis Íslands árið 2018. Tillaga að merki frá okkur varð hlutskarpast í samkeppninni og í kjölfarið var samið við Pipar\TBWA um gerð kynningarefnis fyrir hönd nefndarinnar. Merkið birtist í ýmsum myndum á afmælisárinu í kynningarefni í tengslum við afmælishátíðina.

Verkefnið

Bleikar reimar

Undanfarin tæp tvö ár hefur hver Appolo varan á fætur annarri klæðst nýjum, samræmdum umbúðum. Vörunýjungar hafa litið dagsins ljós og er skemmst að minnast piparfylltu lakkrísreimanna sem slógu í gegn fyrir nokkru. Nú bætist ein nýjung við, Appolo lakkrísreimar með bleikri marsipanfyllingu, til að gleðja þá sem þykir bleikt vera fallegasti litur í heimi. 


Verkefnið

Meira af Krossmiðlun

Krossmiðlunarráðstefnan okkar í Kaldalóni í Hörpu, 15. september var mjög vel sótt. Einn fyrirlesara var Rohit Thawani, en hann er yfir allri stafrænni stefnumótun og samfélagsmiðlamarkaðssetningu auglýsingastofunnar TBWA/Chiat/Day í Los Angeles. Fyrirlesturinn fjallaði um nýjungar og hraða og hvernig sífellt verður erfiðara að ná í gegn til neytenda. Hann var óspar á að deila hugmyndum sínum, reynslu og góðum ráðum til að halda í við, og jafnvel fara fram úr, þróun á auglýsingamarkaði. 

Smelltu til að skoða myndir frá Krossmiðlunarfjörinu
Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
Pipar \TBWA
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
www.pipar-tbwa.is


Copyright © 2017 PIPAR\TBWA, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu
Share
Tweet
Forward