Stofan

PIPAR\TBWA

Á PIPAR\TBWA starfa rúmlega 50 manns sem hlakka til að mæta til vinnu á morgnana. Sumir hafa verið „í bransanum í 100 ár“, aðrir eru nýskriðnir úr skóla og bakgrunnurinn er afar mismunandi. Þessi fjölbreytti en vel blandaði hópur á sér þó eitt sameiginlegt markmið – að vinna með viðskiptavinum okkar að því að ná árangri. Það er gaman!
 
Við störfum samkvæmt hugmyndafræði TBWA-keðjunnar, sem kallast Disruption. Ef það er nógu gott fyrir Apple, Absolut og Nissan, getum við sætt okkur við það. Vel skilgreind sýn, skýr markmið og náin samvinna eru uppskrift að árangri. Og samstarfið við viðskiptavini okkar er yfirleitt langt og farsælt.
 

Starfsfólk

Aðalheiður Konráðsdóttir

Markaðsráðgjafi
893 3377 510 9000

Agga Jónsdóttir

Hönnunarstjóri

Alexandra Axelsdóttir

Birtingaráðgjafi

Anna Karen Jørgensdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Texta- og hugmyndasmiður

Ásmundur Þórðarson

Rannsóknir

Berglind Viðarsdóttir

Birtingaráðgjafi

Björn Daníel Svavarsson

Kvikari / 3D teiknari

Björn Jónsson

Grafískur hönnuður FÍT

Darri Johansen

Markaðsráðgjafi
694 8044 510 9000

Elvar Páll Sigurðsson

Vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi

Erla Arnbjarnardóttir

Vefbirtinga- og samfélagsmiðlaráðgjafi

Erla Gerður Viðarsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens

Grafískur hönnuður / kvikari

Finnur J. Malmquist

Grafískur hönnuður FÍT

Garðar Pétursson

Grafískur hönnuður FÍT

Guðmundur Pálsson

Framkvæmdastjóri
896 0900 510 9000

Halldór R. Baldursson

Markaðsráðgjafi
693 3617 510 9000

Harpa Hlín Haraldsdóttir

Markaðsráðgjafi

Haukur Hauksson

Stefnumótun
899 5749 510 9000

Haukur Már Hauksson

Teiknistofustjóri

Heiðdís Ágústsdóttir

Móttaka
510 9000

Helgi Helgason

Markaðsráðgjafi
868 9508 510 9000

Hilmar Sveinsson

Prentsmiður

Hólmfríður Rut Einarsdóttir

Ráðgjafi
8455688 5109000

Hreiðar Júlíusson

Pródúsent\klippari

Huld Óskarsdóttir

Birtingaráðgjafi

Ísak Winther

Hönnunarstjóri

Jón Oddur Guðmundsson

Texta- og hugmyndasmiður

Kría Benediktsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Marcel Deelen

Digital Art Director

Pétur Guðmundsson

Grafískur hönnuður FÍT

Rannveig Tryggvadóttir

Framkvæmdastjóri PIPAR\MEDIA

Sævar Sigurgeirsson

Texta- og hugmyndasmiður

Selma Rut Þorsteinsdóttir

Hönnunarstjóri

Siggi Hlö

Hugmyndasmiður/prentsérfræðingur

Snæbjörn Ragnarsson

Samfélagsráðgjafi

Svanþór Laxdal

Fjármálastjóri

Svavar Örn Eysteinsson

Kerfisstjóri

Þuríður Hilmarsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Tinna Ólafsdóttir

Texta- og hugmyndasmiður

Tómas Ingi Ragnarsson

Grafískur hönnuður FÍT

Tryggvi T. Tryggvason

Grafískur hönnuður FÍT

Valgeir Magnússon

Starfandi stjórnarformaður
892 1242

Valgerður Gunnarsdóttir

Grafískur hönnuður FÍT

Vigdís Jóhannsdóttir

Aðstoðarframkvæmdastjóri
697 4630 510 9000

TBWA

TBWA er ein áhrifamesta og verðlaunaðasta auglýsingakeðja heims. Stofurnar eru um 300 talsins og starfsmenn yfir 12 þúsund.
 
Saga TBWA er mörkuð af sameiningu fjölda risa í auglýsingabransanum en helst ber að nefna TBWA, Chiat/Day, BBDP og Hunt Lascaris. PIPAR\TBWA vinnur eftir vinnuaðferðum og verkfærum TBWA, en það gefur stofunni m.a. aðgang að rannsóknum, herferðum og verkefnaskrám (e. case-studies) frá stofum um allan heim. Tengslanet TBWA er mjög virkt og þangað getum við sótt þekkingu og reynslu í allri vinnu sem unnin er innan stofunnar.

Disruption

„Af hverju að breyta? Við höfum alltaf gert þetta svona!“
 
Suma hluti gerum við ómeðvitað eins aftur og aftur án þess að velta mikið fyrir okkur af hverju. Þannig hefur það bara alltaf verið.
 
Disruption snýst um að skoða hefðir og venjur sem einkenna starf okkar með gagnrýnum hætti og opna hugann fyrir nýjum leiðum.
 
Með því að skilgreina ríkjandi hefðir metum við hverjar eru hamlandi og hverjar ekki. Við búum okkur til sýn sem færir okkur frá kyrrstöðu til vaxtar og nýrra tækifæra.

Fimmtudagspóstur

Jafnlaunavottun Vr

Sambærileg laun skulu greidd fyrir jafnverðmæt störf og á þetta við öll störf fyrirtækjana.
 
Starfsmenn eru metnir sjálfstætt sem einstaklingar til launa. Tekið er mið af starfi, menntun, ábyrgð, starfsreynslu, álagi, frammistöðu og markaðsaðstæðum.
 
Eignarhald ehf og Pipar Media ehf sættir sig ekki við kynbundinn launamun og fer í öllu eftir lögum og reglum og íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi.
 
Ákvörðun um kjör skal byggja á kerfisbundinni nálgun og vera málefnaleg. Eignarhald ehf og Pipar Media ehf sjá um að gerðar séu reglubundnar athuganir hvort launastefnu sé framfylgt og gerir ráðstafanir til að laga öll frávik frá málefnalegum ákvörðunum. Eignarhald ehf og Pipar Media ehf viðhafa stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu.
 

Tíu tilnefningar – tveir lúðrar

Lúðurinn – íslensku auglýsingaverðlaunin fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 10. mars. Við fengum 10 tilnefningar að þessu sinni og uppskárum tvo lúðra – fyrir Stígamótaverkefnið Styttum svartnættið í flokki almannaheillaauglýsinga og Taktu hár úr hala mínum fyrir Happdrætti háskólans í flokki vefauglýsinga. Við erum stolt, hrærð og ánægð yfir þessum árangri.
 
Aðrar tilnefningar voru fyrir Stígamót í flokki herferða og flokki umhverfisauglýsinga og viðburða, Ölgerðina og Egils Grape í flokki útvarpsauglýsinga og heilar fimm tilnefningar fyrir Domino's-verkefni, í flokki almannaheillaauglýsinga, stafrænna auglýsinga tvær í flokki kvimyndaðra auglýsinga og loks til ÁRUnnar, árangursríkustu auglýsingar ársins. Hér má sjá allar tilnefningar: http://bit.ly/2mjl9Vb
Back to top