Stofan

Jafnlaunavottun Vr

Sambærileg laun skulu greidd fyrir jafnverðmæt störf og á þetta við öll störf fyrirtækjana.
 
Starfsmenn eru metnir sjálfstætt sem einstaklingar til launa. Tekið er mið af starfi, menntun, ábyrgð, starfsreynslu, álagi, frammistöðu og markaðsaðstæðum.
 
Eignarhald ehf og Pipar Media ehf sættir sig ekki við kynbundinn launamun og fer í öllu eftir lögum og reglum og íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi.
 
Ákvörðun um kjör skal byggja á kerfisbundinni nálgun og vera málefnaleg. Eignarhald ehf og Pipar Media ehf sjá um að gerðar séu reglubundnar athuganir hvort launastefnu sé framfylgt og gerir ráðstafanir til að laga öll frávik frá málefnalegum ákvörðunum. Eignarhald ehf og Pipar Media ehf viðhafa stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu.