Stofan

TBWA

TBWA er ein áhrifamesta og verðlaunaðasta auglýsingakeðja heims. Stofurnar eru um 300 talsins og starfsmenn yfir 12 þúsund.
 
Saga TBWA er mörkuð af sameiningu fjölda risa í auglýsingabransanum en helst ber að nefna TBWA, Chiat/Day, BBDP og Hunt Lascaris. PIPAR\TBWA vinnur eftir vinnuaðferðum og verkfærum TBWA, en það gefur stofunni m.a. aðgang að rannsóknum, herferðum og verkefnaskrám (e. case-studies) frá stofum um allan heim. Tengslanet TBWA er mjög virkt og þangað getum við sótt þekkingu og reynslu í allri vinnu sem unnin er innan stofunnar.
TBWA var stofnuð í París árið 1970 af Grikkjanum Tragos, Frakkanum Bonnange, Svisslendingnum Wiesendanger og Ítalanum Ajroldi og nafnið skýrist af upphafsstöfum þeirra.
 
Innan TBWA-keðjunnar má finna stofur með sérhæfingu á ákveðnum sviðum sem snerta á mótun vörumerkja og fyrirtækja. Má þar t.d. nefna \DAN (Digital Arts Network), Tequila, WhyBin, Teran, Integer, Chiat\Day og TBWA\WorldHealth. Þá eru innan keðjunnar stofur sem sérhæfa sig í viðburðum, munaðarvörum, tónlist, íþróttum, bílum og svo mætti lengi telja. Öll þessi þekking er samnýtt, reynslu miðlað og stuðningur veittur um allan heim.
 
TBWA stendur einnig að verkefnum eins og Room 13, sem er risavaxið samfélagsverkefni. Room 13 gengur út á að börn reki eigin listastofur en Room 13 er nú að finna víða um heim.
 
Viðskiptavinahópur TBWA er stór, en meðal þeirra sem stofan vinnur fyrir á heimsvísu eru Apple, Nissan, Adidas, Absolut, PlayStation, Visa og McDonalds.
 
Vinnuaðferðir TBWA hafa skilað keðjunni mestum árangri. Þar er lögð áhersla á að skapa miklu meira en auglýsingar, skapa list fyrir alla miðla (Media Arts). Meðal verkfæra sem TBWA notar um allan heim er Disruption-aðferðafræðin, en fjöldi fyrirtækja hefur náð gríðarlegum árangri með þessu stefnumótunarverkfæri og fjöldi bóka hefur verið skrifaður um það.
 
TBWA fór fyrir skemmstu í gegnum DISRUPTION, enda mikilvægt að fara reglulega í sjálfsskoðun. Að þeirri vinnu komu margir snillingar og má þar helst nefna Steve Jobs heitinn, Lee Clow, Tom Carroll og Jean-Marie Dru. Út úr þeirri vinnu kom Create – að skapa er leiðin til árangurs.