Stofan

Tíu tilnefningar – tveir lúðrar

Lúðurinn – íslensku auglýsingaverðlaunin fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 10. mars. Við fengum 10 tilnefningar að þessu sinni og uppskárum tvo lúðra – fyrir Stígamótaverkefnið Styttum svartnættið í flokki almannaheillaauglýsinga og Taktu hár úr hala mínum fyrir Happdrætti háskólans í flokki vefauglýsinga. Við erum stolt, hrærð og ánægð yfir þessum árangri.
 
Aðrar tilnefningar voru fyrir Stígamót í flokki herferða og flokki umhverfisauglýsinga og viðburða, Ölgerðina og Egils Grape í flokki útvarpsauglýsinga og heilar fimm tilnefningar fyrir Domino's-verkefni, í flokki almannaheillaauglýsinga, stafrænna auglýsinga tvær í flokki kvimyndaðra auglýsinga og loks til ÁRUnnar, árangursríkustu auglýsingar ársins. Hér má sjá allar tilnefningar: http://bit.ly/2mjl9Vb