365

365 - Haustherferð

Herferð

Haustherferð 365

Eitt af ánægjulegum haustverkum okkar er að kynna spennandi dagskrá 365. Segja má að verkefnið sé tvíþætt, umsjón með haustkynningu fyrir fagfólk í Hörpu annars vegar og svo framleiðsla á öllu markaðsefni tengt vetrardagskránni í sjónvarpi, prenti, útvarpi og á vefnum. 


 

Herferð

HAUSTKYNNING 365 Í HÖRPU

Að þessu sinni var markaðsfólki og fleiri gestum boðið til haustkynningar í Norðurljósum í Hörpu og var margt um manninn. Eitt af flaggskipum 365 í ár er ný þáttaröð af sakamálaþáttunum Rétti. Sú þáttaröð sveif yfir vötnum í veislunni. Það hófst með því að gestir fengu harðorða stefnu og var gert að mæta til skyldustarfa í Hörpu, þiggja þar léttar veitingar og blanda geði við aðra í bransanum.
 

SJÓNVARPSAUGLÝSING

Jón Gnarr, nýr ritstjóri innlendrar dagskrár 365, var í burðarhlutverki í sjónvarpsauglýsingunni sem var unnin í samstarfi við Döðlur. Jón byrjar nokkuð bratt á nýjum vinnustað, er pikkfastur í dagskrá 365 og ráfar stefnulaust á milli þátta og bíómynda sem í boði verða á miðlum 365 í vetur. 
 

PRENT OG VEFBORÐAR

Jón Gnarr og lykilpersónur úr dagskrá 365 prýddu prentauglýsingar og vefborða ásamt söludrifnum skilaboðum. 
 

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Segja má að DAN, samfélagsmiðladeild Pipars, hafi staðið í stórræðum í þessu verkefni. Visir.is var algjörlega tekinn yfir og gátu lesendur tengt Vísi við Facebook-myndasafn sitt og orðið þannig aðalpersónur frétta á síðunni. Uppátækið vakti mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem maður setur allt á annan endann í Hollywood. Það var því ekki bara Jón Gnarr sem festist í dagskránni, hver og einn lesandi átti kost á því „blanda geði“ við stórstjörnur Hollywood. Þannig lagað.
Herferð
Prent
Herferð
Haustherferð - 365
Sjónvarp

Fleiri verkefni fyrir 365

Back to top