365

#FM4LIFE

Herferð

#FM4LIFE

FM957 er útvarpsstöðin sem hefur fært Íslendingum topp tónlist síðustu 25 árin. Fyrir nýja ímyndarherferð stöðvarinnar fengum við til liðs við okkur nokkrar af lífsreyndustu fyrirsætum landsins og klæddum þær í gervi þekktra poppgoða, svo sem Nicki Minaj, Sam Smith, Katy Perry og Pitbull. 

Með þessu vildum við sýna að það er hægt að hlusta á og hafa gaman af topp tónlist  á hvaða aldri sem er, enda vitum við öll að aldur er afstæður og það mikilvægasta er að hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu. Svo er ekki loku fyrir það skotið að Nicki Minaj verði sjálf enn að flytja Anaconda þegar hún er komin á níræðisaldur.

Við skemmtum okkur stórkostlega við gerð þessara auglýsinga og þökkum FM957 og yndislegu módelunum okkar fyrir frábært samstarf.

 

Herferð
#FM4LIFE – Sam Smith
Sjónvarp
Prent

Fleiri verkefni fyrir 365

Back to top