365

Haust 2016

Herferð

30 ára afmæli Stöðvar 2

Stöð 2 leggur jafnan mikið upp úr kynningu á haustdagskránni, en haustið 2016 fagnar stöðin jafnframt 30 ára afmæli. Hún fór í loftið í október 1986 þegar leiðtogafundur Reagan og Gorbatsjov stóð sem hæst, „fyrir innan luktar dyr“ í Höfða. Af þessu tilefni var ákveðið að ráðast í gerð 30 ára afmælispartíauglýsingar sem tekin var upp í Iðnó. Þar ægir saman þekktum persónum og dagskrárgerðarfólki stöðvarinnar úr fortíð og nútíð. Það gekk mikið á við framleiðsluna og smölun á fólki og handritið tók stakkaskiptum reglulega eftir því hverjir gátu tekið þátt, en á endanum varð til stórskemmtileg og bragðmikil súpa sem Óskar Jónasson leikstýrði af stakri prýði.
 
Herferð
Sjónvarp
Prent
Prent
Prent
Prent

Fleiri verkefni fyrir 365

Back to top