365

Stöð 2 - Ég verð heima um jólin

Herferð

Ég verð heima um jólin

Við fengum það skemmtilega verkefni að skrifa og framleiða jólasjónvarpauglýsingu 365. Við könnumst öll við samverustundir
á jólum þar sem fjölskyldan kemur saman, borðar góðan mat, spilar og skemmtir sér.
Í auglýsingunni er það „stórfjölskylda“ dagskrárgerðarfólks sem er samankomin heima hjá áskrifendum í notalegri stemningu á aðfangadagskvöld. Þórir Úlfarsson útsetti sérstaklega fyrir okkur erlenda jólaslagarann „I’ll be home for Christmas“ en íslenski textinn er gömul klassík eftir Jónas Friðrik Guðnason. Hinn angurværi flutningur er í höndum Talent-dómaranna Jakobs Frímanns og Ágústu Evu, að ógleymdum konungi jólatónleikanna og rödd Stöðvar 2 frá upphafi, sjálfum Björgvini Halldórssyni. Guðmundur Þór Kárason leikstýrði.
 
Herferð
Ég verð heima um jólin
Sjónvarp

Fleiri verkefni fyrir 365

Back to top