Á allra vörum

Þerrum tárin

Herferð

ÞERRUM TÁRIN

Fimmta árið í röð styrktum við Á allra vörum með hönnun og framleiðslu á kynningar- og auglýsingaefni fyrir átakið. Kastljósinu var síðast beint að málefnum geðheilbrigðis á Íslandi og safnað fyrir sérstakri geðgjörgæsludeild. 
 
Þungamiðja herferðarinnar var sjónvarpsauglýsing en einnig voru framleiddar prentauglýsingar, veggspjöld, efni fyrir vefinn og útvarpsauglýsingar. Söfnuðust um 50 milljónir króna og náðust þannig sett markmið.
 
 
Herferð

SJÓNVARPSAUGLÝSING

Þeir félagar Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýrðu sjónvarpsauglýsingunni fyrir TrueNorth og fóru tökur fram m.a. í íþróttahúsinu í Melaskóla, í Landakotsskóla og víðar. Kristinn Gunnar Blöndal sá um útsetningar og upptökur á tónlist sem Valdimar Guðmundsson söng. Þess má geta að sjónvarps- auglýsingin var tilnefnd til hinna virtu Cresta-verðlauna.

PRENTEFNI

Í prentauglýsingum voru lækjarfarvegir sýndir í andlitum þeirra sem myndirnar prýða. Það kallaði á mikla myndvinnslu sem var í höndum Ólafar Erlu Einarsdóttur. Portrett-myndirnar tók Gassi.
 

UMHVERFISGRAFÍK

Á allra vörum birti auglýsingar í strætóskýlum og auglýsingaskiltum víða um bæ þar sem myndirnar fengu að njóta sín stórar með einföldum skilboðum.
 
Sjónvarp
Prent
Prent
Vefhönnun

Fleiri verkefni fyrir Á allra vörum

Back to top