BM Vallá - núllið
08/04/2021

BM Vallá stefnir á núllið

BM Vallá hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að öll steypuframleiðsla og starfsemi fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2030. Það er mikil áskorun fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu í byggingageiranum en á næstu misserum verður ráðist í markvissar aðgerðir til að núllinu verði náð en þær eru að stærstum hluta kortlagðar nú þegar.

Kynningu á verkefninu var hleypt af stokkunum um páskana með sjónvarpsauglýsingu þar sem risastóru steyptu núlli bregður fyrir ýmist í íslenskri náttúru, í höfuðborginni eða á byggingarsvæðum. „Timelapse“-myndatakan var í höndum Snorra Sturlusonar.