Ferðamálastofa

ferdalag.is

Samfélagsmiðlar

Í ferðahug

Markaðsstofur landshlutanna í samvinnu við Ferðamálastofu hafa staðið að verkefninu Í ferðahug þar sem markmiðið er að hvetja Íslendinga til að ferðast um landið og kveikja hugmyndir að því hvað hægt er að gera skemmtilegt tengt ferðalögum, útivist, náttúruskoðun og afþreyingu allan ársins hring.

Með reglulegu millibili eru framleidd létt og hvetjandi myndbönd þar sem Ebba Guðný Guðmundsdóttir fer með áhorfandann í t.d. berjaferð, haustferð, hellaferð o.s.frv. – kynnir skemmtilega hluti og kennir gjarnan eitthvað í leiðinni.

Samhliða var kynntur Instagram-leikur þar sem fólk er hvatt til að taka myndir á ferðum sínum og nota hashtag hvers þema fyrir sig. Ef kveikt er á staðsetningarþjónustu símtækisins birtist myndin á réttum stað á Íslandskorti á vefsíðunni ferdalag.is. Þannig hefur fólk t.d. deilt góðum berjatínslustöðum o.fl. Reglulega eru dregnir út ferðavinningar, úr þeim sem senda inn mynd.

Samfélagsmiðlar
Í ferðahug – haustferð
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar
Back to top