Góa

Spádómsegg

Umbúðir

Góu Spádómsegg

Þessa páska gafst okkur tækifæri til að hanna umbúðir fyrir nýtt páskaegg frá Góu, svokallað Spádómsegg. Þessi nýjung á markaðnum kom til af samstarfi sælgætisframleiðandans við spákonuna þekktu, Siggu Kling. Sigga og Góa útbjuggu í sameiningu svokallað Spádómsegg sem inniheldur, auk ljúffengs súkkulaðis, stjörnuspá fyrir hvert merki og sérstakan spádóm frá Siggu sem fyrirfinnst að sjálfsögðu inni í egginu sjálfu, í stað hins hefðbundna málsháttar.

 

Fyrir páska var settur af stað skemmtilegur viðburður þar sem Sigga Kling afhenti Góu páskaegg í veglegri páskaeggjaleit. Vísbendingar voru gefnar upp fyrirfram sem gáfu til kynna hvar Siggu og páskaeggin voru að finna. Heppnir þátttakendur duttu heldur betur í lukkupottinn en hvorki fleiri né færri en 200 páskaegg voru gefin þann daginn. Að sjálfsögðu var sýnt beint frá þessari spennandi leit á Facebook-síðu Góu.

Umbúðir
Prent
Umbúðir

Fleiri verkefni fyrir Góa

Back to top