Hard Rock Cafe Reykjavík

Hversu Hard Rock ert þú?

Herferð

Rokkstjörnur

Síðar í haust opnar Hard Rock Cafe Reykjavík. Við hjá PIPAR\TBWA höfum staðið vaktina með rokkstjórum Hard Rock og eitt af því sem þarf að gera er að fylla staðinn af frábæru starfsfólki. Brugðið var á það ráð að halda veglegar áheyrnarprufur sem við skipulögðum og framkvæmdum ásamt aðstandendum. Áheyrnarprufurnar voru vel kynntar í öllum helstu miðlum. Þá settum við saman lauflétt persónuleikapróf sem hægt var að taka fyrir áheyrnarprufurnar, svona rétt til að staðsetja sig á hinu víðáttumikla rokkrófi lífsins. Leitin að rokkstjörnum gekk vonum framar, tæplega 300 manns mættu og 70 af þeim hefja störf í lok október.
 
Herferð
Sjónvarp
Herferð

Fleiri verkefni fyrir Hard Rock Cafe Reykjavík

Back to top